Fréttir

Guðrún Hildur Gunnarsdóttir komin til starfa

Guðrún Hildur Gunnarsdóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði og verður með aðsetur á Akureyri. Hún mun sinna lambadómum og skipulagningu þeirra og síðar öðrum verkefnum á búfjárræktar- og þjónustusviði . Hægt er að ná í Guðrún Hildi í síma 516 5034 og í netfanginu gudrunhildur@rml.is. Guðrún Hildur er boðin hjartanlega velkomin í hóp starfsmanna RML.
Lesa meira

Ráðunautar RML fóru á samræmingarráðstefnu Norðurlandanna í byggingum og bútækni

Í lok apríl hittust um 35 ráðunautar/ráðgjafar frá Norðurlöndum á ráðstefnu til að skoða og ræða um það helsta á sviði bygginga- og bútækni. Ráðstefnan var haldin í Billund í Danmörku. Þrír ráðunautar RML fóru, Anna Lóa Sveinsdóttir, Ditte Clausen og Linda Margrét Gunnarsdóttir. Dögunum var skipt í fyrirlestra og heimsóknir. Sýnt var frá heimsóknunum á Snapchat-reikningi RML.
Lesa meira

Betra er að skrá jarðræktarskýrsluhaldið fyrr en seinna

Eins og undanfarin ár þá aðstoða starfsmenn RML bændur við skráningu jarðræktarskýrsluhalds og lagfæringu á túnkortum í Jörð.is. Svigrúm í tíma fyrir skráningar er þó mun minna þetta árið heldur en vant er. Stjórnvöld hafa gefið það út að greitt verði álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur og að greiðslum verði ráðstafað til bænda sem fyrst. Álagsgreiðslurnar eiga að taka mið af þeim umsóknum sem verða komnar inn 3. október og lítið svigrúm verður þar af leiðandi fyrir RML til að skrá inn gögn sem koma síðustu dagana fyrir umsóknarfrest.
Lesa meira

Erfðamengisúrval: Búið að greina sýni úr 1.230 gripum hérlendis

Nú eru komnar niðurstöður arfgerðargreininga úr 1.230 gripum frá því DNA-sýnataka úr kvígum hófst er liðið var á síðasta vetur til viðbótar við þær u.þ.b. 12 þús. sem komnar voru áður. Búið er að yfirfara niðurstöðurnar með hliðsjón af ætterni og leiðrétta það þar sem kom í ljós að um rangfærslur var að ræða. Samtals reyndust 73 gripir af þessum 1.230 vera rangt ættfærðir eða 5,9%. Þá innihéldu 27 sýni það lítið erfðaefni að greining telst ómarktæk, það er ekki tókst að greina nægan fjölda erfðavísa til þess að niðurstöður séu nothæfar. Þessu til viðbótar voru sex sýnaglös tóm þegar þau komu til greiningar, nokkuð sem er illskiljanlegt hafi einstaklingsmerkið verið sett í eyra viðkomandi gripa.
Lesa meira

Vel heppnaður ráðunautafundur og Spildudagur

Dagana 18. og 19. ágúst héldu RML og LbhÍ ráðunautafund á Hvanneyri. Fundurinn var einkar vel heppnaður og góður grunnur lagður að farsælu samstarfi. Spildudagur LbhÍ og RML var haldinn í beinu framhaldi þar sem bændur fjölmenntu. Það er margt í gangi hjá Jarðræktarmiðstöð LbhÍ sem áhugavert er að fylgjast með. Í húsnæði Jarðræktarmiðstöðvarinnar kynntu LbhÍ og RML helstu verkefni sín sem tengjast viðfangsefninu.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti á Hellu 23. ágúst

Yfirlit síðsumarauka á Gaddstaðaflötum fer fram þriðjudaginn 23. ágúst og hefst kl. 09:00. Áætluð lok um kl. 11:00.
Lesa meira

Yfirlit á Stekkhólma 23. ágúst

Yfirlitssýning á Stekkhólma hefst kl 9 þriðjudaginn 23. ágúst. Alls hlutu 10 hross hæfileikadóm.
Lesa meira

Síðsumaryfirlit á Hellu 19. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 19. ágúst og hefst kl. 08:00. Áætluð lok um kl. 15-15:20.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Hólum í Hjaltadal fimmtudaginn 18.ágúst

Þá er fordómum síðsumarssýningar á Hólum lokið og mættu 69 hross til dóms. Yfirlitssýning fer fram fimmtudaginn 18.ágúst og hefst stundvíslega kl. 9:00 á flokki 7 vetra og eldri hryssna. Hollaröðun má nálgast hér að neðan.
Lesa meira

Fréttir af DNA-sýnatöku úr kvígum

DNA-sýnataka samhliða einstaklingsmerkingu nautgripa hefur nú verið í gangi frá því s.l. vetur. Mælst er til þess að allar kvígur séu merktar með merkjum með sýnatökuglasi þannig að innan fárra ára verði allur íslenski kúastofninn arfgerðargreindur. Í dag er búið að merkja og skrá 1.891 kvígu í Huppu á 284 búum. Þessar kvígur eru fæddar frá og með 10. janúar til og með 17. ágúst á þessu ári. Á sama tíma hafa verið skráðar ásettar 6.153 kvígur á 493 búum. Á tímabilinu hefur því tekist að safna sýnum úr tæplega þriðjungi allra ásettra kvígna.
Lesa meira