Fréttir

Myndband sem sýnir kröfur til hæstu einkunna

Kynbótadómaranefnd FEIF hefur gefið út myndband sem sýnir hvaða kröfur eru gerðar til hæstu einkunna mismunandi eiginleika sem sýndir eru í kynbótadómi. Tilgangur myndbandsins er að skýra út hvað farið er fram á fyrir hæstu einkunni í kynbótadómi.
Lesa meira

Nautaskra.is

Nautaskráin á netinu sem hefur verið með veffangið eða lénið nautaskra.net er nú komin með nýtt veffang sem er nautaskra.is. Við bendum notendum á að uppfæra hjá sér bókamerki/flýtileiðir í samræmi við það.
Lesa meira

Bilun í skráningarkerfi fyrir kynbótasýningar - unnið að viðgerð

Búið er að loka fyrir allar skráningar á kynbótasýningar vegna bilunar í pöntunarkerfi. Unnið er að viðgerð. Kerfinu hefur verið lokað og við getum í fyrsta lagi opnað það mánudaginn 9. maí n.k. Við biðjum fólk að sýna biðlund og RML biðst innilegrar afsökunar á þessum tæknilegu vandamálum. Frekari upplýsinga er að vænta á morgun, föstudag 6. maí.
Lesa meira

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar vorsins 3. maí.

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar þriðjudaginn 3. maí kl. 10:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en hér á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML.
Lesa meira

Skrifstofur RML og skiptiborð lokað mánudaginn 2.maí

Skrifstofur og skiptiborð RML er lokað mánudaginn 2. maí. Við opnum aftur þriðjudaginn 3. maí. Sendið okkur tölvupóst á rml@rml.is og við höfum samband eins fljótt og kostur er. Bein netföng starfsmanna RML má jafnframt finna á heimasíðu okkar undir Starfsfólk. Á heimasíðu okkar má jafnframt finna ýmsar fréttir, upplýsingar og eyðublöð www.rml.is Bestu kveðjur, starfsfólk RML
Lesa meira

Fóðurkostnaður kúabúa: Greining og leiðir til hagræðingar

Fóðurkostnaður á kúabúum er mjög stór hluti af heildarkostnaði við rekstur búa og gefa niðurstöður úr verkefninu „Rekstur kúabúa 2017-2020“ til kynna að breytileiki í fóðuröflunarkostnaði sé mikill. Nauðsynlegt er að tengja jarðræktar- og fóðurráðgjöf betur við rekstrarafkomu og innleiða aukna vitund um mikilvægi góðs alhliða skýrsluhalds og nýtingu þess til bústjórnar. Bætt nýting aðfanga og framleiðslugripa er gríðarlega mikilvægur þáttur í að draga úr kolefnislosun í búrekstri og stuðlar að sjálfbærni landbúnaðar.
Lesa meira

T137 finnst á Syðri-Haga, Árskógsströnd

Í dag komu niðurstöður úr arfgerðargreiningum á nokkrum kindasýnum sem sett höfðu verið í forgang. Sýnin voru frá Þernunesi, Stóru-Hámundarstöðum og Syðri-Haga. Þrjár kindur greindust með T137, allar á bænum Syðri-Haga á Árskógsströnd. Þessar þrjár kindur eru allar skyldar, tvær af þeim eru systur undan hrútnum Jerk 11-661 og er sú þriðja dótturdóttir hans. Kindurnar eru að mestu af heimakyni þó sæðingahrútar finnist í ættartrjám þeirra.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Lárus G. Birgisson ráðunautur hefur látið af störfum hjá RML eftir að hafa starfað sem ráðunautur samfellt í tæp 30 ár. Fyrstu fjögur árin starfaði Lárus sem ráðunautur hjá Búnaðarsamandi Snæfellinga. Eftir sameiningu búnaðarsambandanna á Vesturlandi starfaði hann hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og að lokum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins frá stofnun árið 2013. Starfsfólk RML þakkar Lárusi gott samstarf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Lesa meira

Dreifing á tilbúnum áburði

Ýmsir þættir viðkomandi dreifingu tilbúins áburðar hafa áhrif á hve góð nýting hans verður, m.a. tímasetning dreifingar, aðstæður og ýmis atriði varðandi áburðardreifarann og notkun hans. Almennt er talið að besti dreifingartími tilbúins áburðar á vorin sé í byrjun gróanda þegar orðið er sæmilega þurrt um. Raki í jarðvegi er mikilvægur til þess að áburðarkornin renni út. Sé hann nægur kemur ekki að sök að dreifingin dragist eitthvað en mikilvægt er að missa ekki af rakanum í þurrum vorum.
Lesa meira

Niðurstöður jarðvegssýna

Nú hefur samantekt um niðurstöður jarðvegssýna verið uppfærð og sýnaniðurstöðum ársins 2021 bætt við. Hægt er að sjá samantektina í viðhangandi skjali neðst á síðunni. Gagnasafnið er nú komið í 2190 sýni sem öll eru tekin með 10 cm sýnatökudýpt. Þó er gagnasafnið fyrir sýrustigsmælingar stærra þar sem einstaka bændur óska eingöngu eftir mælingu á sýrustigi.
Lesa meira