Fréttir

Yfirlit stóðhesta á Landsmóti 2022

Á morgun fimmtudaginn 7.júlí fer fram yfirlitssýning stóðhesta á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu. Hefst það stundvíslega kl. 8:00 á flokki 4 vetra stóðhesta. Dagskrá 8:00 - Yfirlit 4 vetra stóðhesta Hlé 9:40 - Yfirlit 5 vetra stóðhesta Matarhlé 11:40 - Yfirlit 6 vetra stóðhesta Hlé 13:20 - Yfirlit 7 vetra og eldri stóðhesta Áætluð lok kl. 14:25.
Lesa meira

Yfirlitssýning hryssna á Landsmóti 2022

Á morgun miðvikudaginn 6.júlí fer fram yfirlitssýning hryssna á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu. Dagskrá 08:30 - Yfirlit 7v og eldri hryssna Hlé 10:00 - Yfirlit 6 vetra hryssna Matarhlé 13:00 - Yfirlit 5 vetra hryssna Hlé 16:15 - Yfirlit 4 vetra hryssna
Lesa meira

Röðun kynbótahrossa á Landsmóti 2022

Nú er röðun kynbótahrossa á Landsmóti orðin klár og eru 176 hross skráð til leiks að þessu sinni. Eins og fram hefur komið munu dómar hefjast sunnudaginn 3.júlí kl. 08:00 á fordóm 4v hryssna. Fordómum líkur á þriðjudagskvöldið 5.júlí og yfirlit hryssna mun fara fram miðvikudaginn 6.júlí og yfirlit stóðhesta fimmtudaginn 7.júlí.
Lesa meira

Verðmæti í lífrænum úrgangi - Gerjunaraðferðin bokashi

Prófuð var ný aðferð við meðhöndlun á lífrænum úrgangi frá kúabúinu og byggðarkjarnanum á Hvanneyri, sem felur í sér stýrða, loftfyrrta gerjun (bokashi). Verkefnið var unnið með styrk úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins ásamt framlagi þáttakenda: RML, LbhÍ og Hvanneyrarbúsins. Útbúinn var haugur úr kúamykju og heyfyrningum, ásamt nýslegnu grasi af grasflötum.
Lesa meira

Skýrsla um afkomu nautakjötsframleiðenda 2017-2021

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2017-2021 en hún byggir á gögnum frá 25 búum í nautaeldi.
Lesa meira

Drög að dagskrá kynbótahrossa LM 2022

Þá fara línur að skýrast og verða drög að dagskrá birt hér núna en endanleg hollaröðun mun liggja fyrir á morgun þegar rásröðun fyrir gæðinga- og íþróttakeppni liggur fyrir. Sunnudagur 3.júlí 4 vetra hryssur 5 vetra hryssur 6 vetra hryssur 1-6 Mánudagur 4.júlí 6 vetra hryssur klára 7 vetra og eldri hryssur 4 vetra stóðhestar Þriðjudagur 5.júlí 5 vetra stóðhestar 6 vetra stóðhestar 7 vetra og eldri stóðhestar Miðvikudagur 6.júlí Yfirlit hryssur Fimmtudagur 7.júlí Yfirlit stóðhestar
Lesa meira

Heysýnataka 2022

Heyefnagreiningar gefa mikilvægar upplýsingar sem nýtast í bústjórninni m.a. við að taka ákvarðanir varðandi skipulag fóðrunar en einnig til að meta hvernig tekist hefur til við áburðargjöf. Árferði hefur áhrif á efnainnihald fóðurs og því ekki hægt að búast við að niðurstöður fyrra árs eða ára segi til um niðurstöðu líðandi árs. Því er mikilvægt að taka árlega heysýni úr a.m.k. mikilvægustu fóðurgerðunum.
Lesa meira

Niðurstöður kynbótamats hrossa að loknum vorsýningum á Íslandi 2022

Eins og hefðbundið er á landsmótsári hefur kynbótamat verið uppreiknað að loknum vorsýningum á Íslandi. Ástæðan er valkvæð afkvæmasýning stóðhesta sem náð hafa lágmörkum til verðlauna fyrir afkvæmi. Lágmörkin eru eftirfarandi: Stóðhestar sem ná 118 stigum í kynbótamati aðaleinkunnar eða aðaleinkunnar án skeiðs og a.m.k. 15 fullnaðardæmd afkvæmi hljóta 1. verðlaun fyrir afkvæmi og stóðhestar með sömu lágmörk kynbótamats og a.m.k. 50 fullnaðardæmd afkvæmi hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Lesa meira

Viðvera á skrifstofu RML á Blönduósi

Vegna fæðingarorlofs starfsmanns er ekki föst viðvera á skrifstofu okkar á Blönduósi. Skrifstofan verður þó opin á þriðjudögum kl 9-16 frá og með 28. júní. Vegna sumarleyfa verður þó lokað þriðjudagana 19. og 26. júlí.
Lesa meira