Fréttir

Um sýni úr heyjum, jarðvegi og búfjáráburði

Að gera góða áburðaráætlun getur verið kúnst og reynist stundum talsvert vandaverk. Þó gerð hennar sé sannarlega ekki forgangsverk bænda þessa dagana er þó rétt að huga að gagnaöflun og undirbúningi hennar. Skráning á ræktunarsögu, upplýsingum um uppskeru, áburðarnotkun, bæði á tilbúnum áburði og búfjáráburði og fleiri þáttum gefa gagnlegar upplýsingar sem nýtast við áætlanagerðina.
Lesa meira

Kartöflumygluspá – Veðurstöð RML í Þykkvabæ

Ný sjálfvirk og sólardrifin veðurstöð var sett upp í Þykkvabæ í ágúst og tengd við mygluspárkerfið Euroblight. Kerfið miðar að því að auðvelda bændum að verjast kartöflumyglu, draga úr kostnaði við úðun og kortleggja útbreiðslu kartöflumyglu. Þetta er afurð verkefnisins Mygluspá fyrir kartöflubændur sem RML hefur unnið í sumar í samstarfi við Aarhus Universitet og BJ-Agro í Danmörku.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar í nýliðnum ágúst

Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 468 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.884,1 árskýr á búunum 468 reyndist 6.308 kg. eða 6.236 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Hrútadómar – reiknivél

Nú er líflegt í sveitum landsins við smalamennskur, réttir og líflambaval heima á búunum. Hrútar eru dæmdir og stigaðir eftir kúnstarinnar reglum og fjölmargt ástríðufólk um sauðfjárrækt reiknar heildarstigafjölda þeirra hratt - í huganum.
Lesa meira

Innlestur og framsetning riðuarfgerða í Fjárvís

Á YouTube má nú finna myndband sem sýnir helstu breytingar á Fjárvís tengdar arfgerðargreiningum á príónpróteini gagnvart riðusmiti.
Lesa meira

Skipulagning sauðfjárdóma í fullum gangi

Á næstu dögum verða birt dagatöl sauðfjárdóma hér á vefnum jafnóðum og þau verða tilbúin, þau verða svo uppfærð reglulega eftir því sem við á. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem bárust fyrir 18. ágúst forgangs við niðurröðun. Best er að bændur panti sjálfir hér í gegnum vefinn en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntun niður.
Lesa meira

Guðrún Hildur Gunnarsdóttir komin til starfa

Guðrún Hildur Gunnarsdóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði og verður með aðsetur á Akureyri. Hún mun sinna lambadómum og skipulagningu þeirra og síðar öðrum verkefnum á búfjárræktar- og þjónustusviði . Hægt er að ná í Guðrún Hildi í síma 516 5034 og í netfanginu gudrunhildur@rml.is. Guðrún Hildur er boðin hjartanlega velkomin í hóp starfsmanna RML.
Lesa meira

Ráðunautar RML fóru á samræmingarráðstefnu Norðurlandanna í byggingum og bútækni

Í lok apríl hittust um 35 ráðunautar/ráðgjafar frá Norðurlöndum á ráðstefnu til að skoða og ræða um það helsta á sviði bygginga- og bútækni. Ráðstefnan var haldin í Billund í Danmörku. Þrír ráðunautar RML fóru, Anna Lóa Sveinsdóttir, Ditte Clausen og Linda Margrét Gunnarsdóttir. Dögunum var skipt í fyrirlestra og heimsóknir. Sýnt var frá heimsóknunum á Snapchat-reikningi RML.
Lesa meira

Betra er að skrá jarðræktarskýrsluhaldið fyrr en seinna

Eins og undanfarin ár þá aðstoða starfsmenn RML bændur við skráningu jarðræktarskýrsluhalds og lagfæringu á túnkortum í Jörð.is. Svigrúm í tíma fyrir skráningar er þó mun minna þetta árið heldur en vant er. Stjórnvöld hafa gefið það út að greitt verði álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur og að greiðslum verði ráðstafað til bænda sem fyrst. Álagsgreiðslurnar eiga að taka mið af þeim umsóknum sem verða komnar inn 3. október og lítið svigrúm verður þar af leiðandi fyrir RML til að skrá inn gögn sem koma síðustu dagana fyrir umsóknarfrest.
Lesa meira

Erfðamengisúrval: Búið að greina sýni úr 1.230 gripum hérlendis

Nú eru komnar niðurstöður arfgerðargreininga úr 1.230 gripum frá því DNA-sýnataka úr kvígum hófst er liðið var á síðasta vetur til viðbótar við þær u.þ.b. 12 þús. sem komnar voru áður. Búið er að yfirfara niðurstöðurnar með hliðsjón af ætterni og leiðrétta það þar sem kom í ljós að um rangfærslur var að ræða. Samtals reyndust 73 gripir af þessum 1.230 vera rangt ættfærðir eða 5,9%. Þá innihéldu 27 sýni það lítið erfðaefni að greining telst ómarktæk, það er ekki tókst að greina nægan fjölda erfðavísa til þess að niðurstöður séu nothæfar. Þessu til viðbótar voru sex sýnaglös tóm þegar þau komu til greiningar, nokkuð sem er illskiljanlegt hafi einstaklingsmerkið verið sett í eyra viðkomandi gripa.
Lesa meira