Fréttir

Skýrsla um afkomu nautakjötsframleiðenda 2017-2021

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2017-2021 en hún byggir á gögnum frá 25 búum í nautaeldi.
Lesa meira

Drög að dagskrá kynbótahrossa LM 2022

Þá fara línur að skýrast og verða drög að dagskrá birt hér núna en endanleg hollaröðun mun liggja fyrir á morgun þegar rásröðun fyrir gæðinga- og íþróttakeppni liggur fyrir. Sunnudagur 3.júlí 4 vetra hryssur 5 vetra hryssur 6 vetra hryssur 1-6 Mánudagur 4.júlí 6 vetra hryssur klára 7 vetra og eldri hryssur 4 vetra stóðhestar Þriðjudagur 5.júlí 5 vetra stóðhestar 6 vetra stóðhestar 7 vetra og eldri stóðhestar Miðvikudagur 6.júlí Yfirlit hryssur Fimmtudagur 7.júlí Yfirlit stóðhestar
Lesa meira

Heysýnataka 2022

Heyefnagreiningar gefa mikilvægar upplýsingar sem nýtast í bústjórninni m.a. við að taka ákvarðanir varðandi skipulag fóðrunar en einnig til að meta hvernig tekist hefur til við áburðargjöf. Árferði hefur áhrif á efnainnihald fóðurs og því ekki hægt að búast við að niðurstöður fyrra árs eða ára segi til um niðurstöðu líðandi árs. Því er mikilvægt að taka árlega heysýni úr a.m.k. mikilvægustu fóðurgerðunum.
Lesa meira

Niðurstöður kynbótamats hrossa að loknum vorsýningum á Íslandi 2022

Eins og hefðbundið er á landsmótsári hefur kynbótamat verið uppreiknað að loknum vorsýningum á Íslandi. Ástæðan er valkvæð afkvæmasýning stóðhesta sem náð hafa lágmörkum til verðlauna fyrir afkvæmi. Lágmörkin eru eftirfarandi: Stóðhestar sem ná 118 stigum í kynbótamati aðaleinkunnar eða aðaleinkunnar án skeiðs og a.m.k. 15 fullnaðardæmd afkvæmi hljóta 1. verðlaun fyrir afkvæmi og stóðhestar með sömu lágmörk kynbótamats og a.m.k. 50 fullnaðardæmd afkvæmi hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Lesa meira

Viðvera á skrifstofu RML á Blönduósi

Vegna fæðingarorlofs starfsmanns er ekki föst viðvera á skrifstofu okkar á Blönduósi. Skrifstofan verður þó opin á þriðjudögum kl 9-16 frá og með 28. júní. Vegna sumarleyfa verður þó lokað þriðjudagana 19. og 26. júlí.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar – Innlestur gagna og lokaútkall sýna

Þeir sem enn luma á sýnum sem á eftir að senda til greiningar (arfgerðargreiningar á príonpróteini sauðfjár) þyrftu að setja sig í sambandi við Eyþór (ee@rml.is) sem allra fyrst, en í byrjun næstu viku þurfa þessi sýni að vera klár til að fara erlendis. Þetta mun verða síðasta sendingin til greiningaraðilans í Þýskalandi að sinni.
Lesa meira

Stöðulisti kynbótahross á Landsmóti hestamanna 2022

Alls eru 171 hross sem eiga þátttökurétt á Landsmóti hestamanna í kynbótadóm þetta árið. Stöðulista kynbótahrossa má finna á WorldFeng undir „Sýningarskrá fyrir landsmót“. Listinn hefur reyndar aðeins breyst, þar sem örfá hross hafa verið afskráð og önnur hross því fæst upp í stað þeirra, búið er að hafa samband við eigendur þessara hrossa. Á hádegi á morgun, föstudaginn 24. júní, þarf endanlegur listi að liggja fyrir, þannig ef einhverjir hyggjast afskrá hross út úr kynbótahluta LM þurfum við af vita af því fyrir kl. 12:00 á morgun svo hægt verði að bjóða öðrum þátttöku.
Lesa meira

Erfðamengisúrval: Búið að greina fyrstu sýni hérlendis

Í vetur hófst sýnataka úr kvígum samhliða einstaklingsmerkingu og sýnataka því nánast alfarið í höndum bænda sjálfra í dag. Eins og jafnan þegar leitað er til bænda um samstarf hafa viðbrögð verið bæði jákvæð og góð. Þegar þetta er skrifað er búið að merkja og skrá í Huppu 1.106 gripi með sýnatökumerkjum. Sýnunum er safnað með mjólkurbílunum, þau síðan send til MS á Bitruhálsi í Reykjavík og þangað sækir starfsfólk Matís sýnin til greiningar. Með þessu góða samstarfi við Auðhumlu/MS hefur tekist að koma á einu skilvirkasta, einfaldasta og þægilegasta söfnunarkerfi DNA-sýna í heiminum.
Lesa meira

Skráningar á miðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar mánudaginn 20. júní kl. 10:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en hér á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Hollaröðun yfirlits á Sörlastöðum 18.júní

Yfirlitssýning fjórðu viku vorsýninga á Gaddstaðaflötum fer fram laugardaginn 18. júní og hefst stundvíslega kl. 08:00. Hollaröð má nálgast hér fyrir neðan. Áætluð lok um kl. 17:30”.
Lesa meira