17.08.2022
|
Borgar Páll Bragason
Landbúnaðarháskólinn og RML efna til „Spildudags“ á Hvanneyri föstudaginn 19. ágúst. Gengið verður að tilraunareitum með höfrum, byggi, vornepju og eftirsóttum fjölærum grastegundum. Mæting er við Ásgarð, aðalbyggingu LbhÍ á Hvanneyri klukkan 13:00. Þar á eftir verður Jarðræktarmiðstöð LbhÍ heimsótt þar sem sérfræðingar LbhÍ og RML munu kynna ýmiss jarðræktartengd verkefni frá klukkan 14:00. Auk þess verða tæki og tól Jarðræktarmiðstöðvarinnar til sýnis. Kaffi og með því í boði.
Lesa meira