Fréttir

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum laugardaginn 18.júní

Yfirlitssýning fjórðu viku vorsýninga á Gaddstaðaflötum fer fram laugardaginn 18. júní og hefst stundvíslega kl. 08:00. Hollaröð má nálgast hér fyrir neðan. Áætluð lok um kl. 17:30”.
Lesa meira

Breytt verklag við förgun mjólkurkúa

Eftirfylgni með reglum varðandi mjólkandi kýr sem koma til slátrunar hefur verið hert til þess að stuðla að aukinni velferð. Sláturleyfishafar hafa því breytt hjá sér verklagi varðandi flutninga á þann hátt að mjólkurkýr verða sóttar eins seint og hægt er að deginum og samdægurs þegar og þar sem því verður við komið. Einnig munu mjólkurkýr verða teknar fyrst að morgni til slátrunar í stað ungneyta. Þessar ráðstafnir snerta bændur í einhverjum tilvikum og er óskað eftir því við bændur að virkja eftirfarandi verklag:
Lesa meira

Yfirlitssýning á Hólum í Hjaltadal fimmtudaginn 16.júní

Yfirlitssýning á Hólum í Hjaltadal fer fram fimmtudaginn 16. júní og hefst stundvíslega klukkan 08:00. Áætluð lok sýningarinnar eru um klukkan 17:00. Hollaröð á yfirliti má nálgast hér að neðan.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Selfossi 16. júní

Yfirlitssýning á Selfossi fer fram fimmtudaginn 16. júní og hefst stundvíslega klukkan 08:00. Áætluð lok sýningarinnar eru um klukkan 15:20. Hollaröð á yfirliti má nálgast hér að neðan.
Lesa meira

Öflug naut úr 2017 árgangi koma til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í morgun að lokinni kynbótamatskeyrslu núna í júní. Að þessu sinni urðu allmiklar breytingar á mati nautanna og er ástæðan einkum sú að spenaeinkunn var breytt á þann veg að nú er notast við kjörgildi hvað lengd og þykkt spena varðar. Þannig lækkar spenaeinkunn eftir því sem nautin gefa spena sem eru lengra frá kjörgildi. Með þessu er refsað fyrir of langa og of stutta spena sem og of þykka og of granna spena. Hæfilegir spenar fá því bestu einkunn. Í dreifingu koma fjögur ný naut fædd 2017. Þetta eru þeir Þróttur 17023 frá Ósi í Hvalfjarðarsveit undan Kletti 08030 og Gunnfríði 528, Þrælsdóttur 09068, Búkki 17031 frá Lundi í Lundarreykjadal undan Dropa 10077 og Sölku 266 Boltadóttur 09021, Ós 17034 frá Espihóli í Eyjafirði undan Úlla 10089 og 921 Kambsdóttur 06022 og Títan 17036 frá Káranesi í Kjós undan Úranusi 10081 og Súru 651 Dynjandadóttur 06024.
Lesa meira

Umsóknarfrestur fyrir nautgripabændur í Loftslagsvænan landbúnað er til 20. júní

Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Auglýst er eftir fimmtán þátttökubúum í nautgriparækt, til allt að fimm ára, sem hafa áhuga á að setja sér skriflega aðgerðaáætlun fyrir búreksturinn, hrinda markmiðum í framkvæmd og vera virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum maí, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 13. júní. Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 484 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 122 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.370,7 árskúa á búunum 484 reyndist 6.322 kg eða 6.383 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 50,4.
Lesa meira

Heimsóknir ráðunauta í kornakra í júní 2022

Benny Jensen ráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku verður hér á landi dagana 13. júní-16. júní nk. Hann mun heimsækja bú og skoða kartöflugarða en einnig kornakra á nokkrum stöðum. Þar verða akrarnir skoðaðir og m.a. metið hvernig til hefur tekist, hvort ástæða sé til að bæta úr einhverju eða hvort eitthvað hefði mátt gera betur. Kornbændum og öðru áhugafólki um kornrækt er boðið að skoða tiltekna akra með Benny og ráðunautum frá RML. Ekki verður hægt að óska eftir heimsókn í sérstaka akra að þessu sinni og ekki verður innheimt þátttökugjald af þeim sem mæta.
Lesa meira

Yfirlit á Sörlastöðum 10. júní

Yfirlit á Sörlastöðum fer fram föstudaginn 10. júní og hefst stundvíslega kl. 08.00 Hollaröð má nálgast hér að neðan.
Lesa meira

Yfirlit á Hellu 10. júní

Yfirlitssýning þriðju dómaviku á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 10. júni og hefst stundvíslega kl. 08.00. Hollaröð má nálgast hér fyrir neðan. Áætluð lok sýningar eru um kl. 17.00
Lesa meira