Fréttir

Hollaröð á yfirliti á Hellu 23. ágúst

Yfirlit síðsumarauka á Gaddstaðaflötum fer fram þriðjudaginn 23. ágúst og hefst kl. 09:00. Áætluð lok um kl. 11:00.
Lesa meira

Yfirlit á Stekkhólma 23. ágúst

Yfirlitssýning á Stekkhólma hefst kl 9 þriðjudaginn 23. ágúst. Alls hlutu 10 hross hæfileikadóm.
Lesa meira

Síðsumaryfirlit á Hellu 19. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 19. ágúst og hefst kl. 08:00. Áætluð lok um kl. 15-15:20.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Hólum í Hjaltadal fimmtudaginn 18.ágúst

Þá er fordómum síðsumarssýningar á Hólum lokið og mættu 69 hross til dóms. Yfirlitssýning fer fram fimmtudaginn 18.ágúst og hefst stundvíslega kl. 9:00 á flokki 7 vetra og eldri hryssna. Hollaröðun má nálgast hér að neðan.
Lesa meira

Fréttir af DNA-sýnatöku úr kvígum

DNA-sýnataka samhliða einstaklingsmerkingu nautgripa hefur nú verið í gangi frá því s.l. vetur. Mælst er til þess að allar kvígur séu merktar með merkjum með sýnatökuglasi þannig að innan fárra ára verði allur íslenski kúastofninn arfgerðargreindur. Í dag er búið að merkja og skrá 1.891 kvígu í Huppu á 284 búum. Þessar kvígur eru fæddar frá og með 10. janúar til og með 17. ágúst á þessu ári. Á sama tíma hafa verið skráðar ásettar 6.153 kvígur á 493 búum. Á tímabilinu hefur því tekist að safna sýnum úr tæplega þriðjungi allra ásettra kvígna.
Lesa meira

Verð á arfgerðargreiningum nautkálfa

Einhverjir hafa tekið eða hafa hug á að taka DNA-sýni úr nautkálfum með það í huga að velja naut til notkunar heima á viðkomandi búi eða búum. Arfgerðargreiningar á nautum, öðrum en þeim sem verið að skoða til töku á nautastöð, eru ekki kostaðar af sameiginlegum fjármunum verkefnisins um erfðamengisúrval og verða því innheimtar sérstaklega.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar - DNA sýnataka sauðfjár haustið 2022

Opnað hefur verið fyrir pantanir vegna DNA sýnatöku úr sauðfé fyrir haustið 2022. Hægt er að panta hér í gegnum vef rml (sjá slóð hér neðst á síðunni). Meðfylgjandi er hagnýtar upplýsingar varðandi framkvæmd sýnatöku í haust. Til að markmið um snögga afgreiðslu á greiningum náist er mikilvægt að bændur panti með fyrirvara og skili síðan inn sýnum sem fyrst. Þeir sem panta til og með 25. ágúst verða í forgangi með að komast að í greiningu, ef þörf verður á því að forgangsraða. Einnig verður tekið tillit til þess í hvaða röð bændur hafa pantað, ef á þarf að halda við forgangsröðun.
Lesa meira

Spildudagur LbhÍ og RML á Hvanneyri á föstudaginn

Landbúnaðarháskólinn og RML efna til „Spildudags“ á Hvanneyri föstudaginn 19. ágúst. Gengið verður að tilraunareitum með höfrum, byggi, vornepju og eftirsóttum fjölærum grastegundum. Mæting er við Ásgarð, aðalbyggingu LbhÍ á Hvanneyri klukkan 13:00. Þar á eftir verður Jarðræktarmiðstöð LbhÍ heimsótt þar sem sérfræðingar LbhÍ og RML munu kynna ýmiss jarðræktartengd verkefni frá klukkan 14:00. Auk þess verða tæki og tól Jarðræktarmiðstöðvarinnar til sýnis. Kaffi og með því í boði.
Lesa meira

Sýningarhald á Hellu miðvikudaginn 17.8 fellur niður annað sýningarhald óbreytt - Gul veðurviðvörun

Vegna gulrar veðurviðvörunar munum við fresta sýningu á Gaddstaðaflögum við Hellu, miðvikudaginn 17.ágúst og öll þau hross sem eiga tíma þá færast þá yfir á mánudaginn 22. ágúst.  Að öðru leyti mun sýningin halda áfram samkvæmt áætlun á fimmtudaginn 18.ágúst og þau hross sem skráð eru á fimmtudaginn verða sýnd á fimmtudaginn. Yfirlitssýning verður á föstudaginn eins og áætlað var fyrir hross sem koma til dóms í þessari viku.  Hrossin sem áttu sýningartíma á morgun miðvikudag 17.ágúst munu fá sýningartíma á mánudaginn 22.ágúst og yfirlitssýning verður fyrir þau hross þriðjudaginn 23.ágúst. https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/sudurland
Lesa meira

Síðsumarssýning á Fljótsdalshéraði - Röðun hrossa

Síðsumarssýning á Fljótsdalshéraði fer fram dagana 22. til 23. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 22. ágúst kl. 8:00. Alls eru 17 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu á þriðjudeginum 23. ágúst. Sýnendur eru beðnir um að mæta tímalega þar sem öll hross verða mæld af dómurum áður en dómar hefjast.
Lesa meira