Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Sýnataka og greining vegna erfðamengisúrvals gengur vel þó tafir hafi orðið á afhendingu aðfanga/rekstrarvara til Matís. Við vinnum að því að bæta ferlana og ná þannig að stytta þann tíma sem tekur að fá niðurstöður frá því sýni er tekið. Nú hafa 378 bú pantað 22.104 DNA-merki. Þetta eru 77% af kúabúum landsins en það styttist í að eitt ár sé liðið frá því að DNA-merki stóðu til boða. Samkvæmt Huppu bíða nú 1.972 sýni greiningar en niðurstöður komnar fyrir samtals 17.169 gripi, þar af 4.738 frá því greiningar hófust hérlendis. Af þessum 4.738 sýnum eru 4.538 úr kvígum fæddum á árinu 2022. Þetta eru rétt um 42% allra ásettra kvígna á árinu en rétt að hafa í huga að enn á eftir að greina sýni úr 943 kvígum fæddum 2022. Árið 2022 mun því koma þannig út að um 50% allra ásettra kvígna verða arfgreindar. Það sem af er þessu ári er staðan önnur en samkvæmt skráningum hafa 85% allra kvígna verið merktar með DNA-merki.
Með niðurstöður doktorsverkefnis Egils Gautasonar í huga hljótum við að horfa til þess að ná að arfgreina sem flestar kvígur en niðurstöður Egils voru á þann veg að aukning í öryggi kynbótamats (erfðamats) næst ekki hjá óarfgreindum gripum.
Þeir bændur sem enn hafa ekki pantað DNA-merki, en hafa hug á að gera slíkt, ættu að huga að því sem allra fyrst. Það er ekki eftir neinu að bíða en hér á við eins og oft áður að þátttaka hvers og eins skiptir máli.