Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Í þessari viku voru teknir inn á Nautastöðina á Hesti sex nautkálfar, þeir fyrstu sem alfarið eru valdir á grunni erfðamats. Þessi sex kálfar voru valdir úr hópi 30 kálfa sem voru arfgreindir og reiknað erfðamat fyrir áður en endanlegt val fór fram. Um er að ræða hóp sem miklar væntingar eru gerðar til enda erfðamatið hátt, frá 112 upp í 117. Þær tölur geta og eiga eftir að breytast en gangi allt eftir er ljóst að þessir kálfar verða allir úrvalsgóð kynbótanaut nái þeir að gefa nothæft sæði sem aldrei er ljóst fyrr en til á að taka.
Við getum reiknað með að þessi kálfar komi til notkunar snemma á næsta ári þegar þeir verða 13-15 mánaða gamlir eða þar um bil. Feður kálfanna eru Mikki 15043, Tanni 15065, Jarfi 16016, Herkir 16069 og Bússi 19066. Móðurfeður er þeir Úranus 10081, Úlli 10089, Pipar 12007, Sjarmi 12090, Kláus 14031 og Búkki 17031. Mæðurnar eru ungar en tveir kálfanna eru undan 1. kálfs kvígum, þrír eru annar kálfur mæðra sinna og einn þriðji.
Við þökkum öllum þeim sem hafa tilkynnt um nautkálfa til okkar og ekki síst þeim sem ekki voru keyptir kálfar af að þessu sinni. Frá tilkynningu um kálf og þar til erfðamat liggur fyrir geta liðið nokkrar vikur og ekki sjálfgefið að menn bíða þann tíma með kálfa á mjólk. Það er þakkarvert framlag til íslenskrar nautgriparæktar. Við vinnum nú að því að reyna að stytta þann tíma sem tekur að fá erfðamat á nautkálfana eins og mögulegt er.
Rétt er að taka fram að Ægir frá Hlemmiskeiði, sem myndin er af, er ekki einn þeirra kálfa sem um ræðir. Hann kom á Nautastöðina í ágúst á s.l. ári.