Fréttir

Ungir kynbótafræðingar ljúka námi

Á þessari stundu fer fram doktorsvörn Egils Gautasonar við Háskólann í Árósum en verkefni hans ber titilinn Erfðafræðilegt val og skyldleikastjórnun í litlum mjólkurkúastofni (e. Genomic selection and inbreeding management in a small dairy cattle population). Egill Gautason rannsakaði tengsl íslenskra nautgripa við önnur kyn, skyldleikaræktun í íslenskum nautgripum, lagði mat á kosti þess að nota erfðafræðilegar upplýsingar við val (svokallað erfðafræðilegt val) og bar saman aðferðir til að stjórna skyldleikaræktun í ræktunaráætluninni í sínu doktorsnámi.
Lesa meira

Flutningur á netkerfi dkBúbót - kerfið mun liggja niðri frá hádegi 2. nóvember og fram eftir degi

Vegna vinnu við flutninga á netkerfi fyrir dkBúbót þarf að endurræsa/slökkva á netkerfinu og því mun kerfið liggja niðri tímabundið. Vinnan við flutningana mun eiga sér stað miðvikudaginn 2. Nóvember frá kl. 12.00 og eitthvað fram eftir degi. Notendum er bent á að senda tölvupóst á dkvakt@rml.is ef nauðsyn ber til. Látum vita um leið og kerfið er orðið virkt að nýju.
Lesa meira

Fyrstu keyrslu á erfðamati lokið – erfðamengisúrval tekur við

Fagráð í nautgriparækt fundaði í morgun og segja má að um sérstakan hátíðafund hafi verið að ræða. Til umfjöllunar voru niðurstöður fyrstu keyrslu á erfðamati sem Þórdís Þórarinsdóttir hefur haft veg og vanda af með dyggri aðstoð Egils Gautasonar og Jóns Hjalta Eiríkssonar. Þessi stóri áfangi markar tímamót í íslenskri nautgriparækt þar sem nú tekur við erfðamengisúrval með tilheyrandi umbyltingu á því kynbótaskipulagi sem hefur verið við lýði undanfarna áratugi. Hér er án efa um að ræða eitt stærsta, ef ekki stærsta, framfaraskref sem stigið hefur verið í íslenskri búfjárrækt. Við nálgumst nú lokahnykkinn í ferli sem hófst fyrir um fimm árum síðan og talið var óhugsandi fyrir áratug.
Lesa meira

Sláturupplýsingar og dómagögn vegna hrútaskrár

Þessa dagana er verið að undirbúa útgáfu hrútaskrárinnar. Mikilvægt er að geta byggt þær upplýsingar sem fram koma í skránni á sem mestum og bestum gögnum. Þessa dagana er verið að undirbúa útgáfu hrútaskrárinnar. Mikilvægt er að geta byggt þær upplýsingar sem fram koma í skránni á sem mestum og bestum gögnum. Því eru allir þeir sem luma á óskráðum dómagögnum hvattir til að skrá alla dóma inn í kerfið sem fyrst. Jafnframt eru bændur beðnir að staðfesta allar sláturppslýsingar til að tryggja að þau gögn séu sem réttust.
Lesa meira

Flutningur á netkerfi - truflanir á sambandi - þriðjudaginn 18. október

Vegna vinnu við flutninga á netkerfi RML þarf að endurræsa/slökkva á netkerfinu og því geta orðið truflanir á ýmsum hugbúnaði og kerfum sem RML og BÍ halda úti. Vinnan við flutningana mun eiga sér stað á morgun 18. október kl 12:15 og mun vinnan standa yfir í allt að korter eða frá kl. 12:15-12:30. Mikilvægt er að þeir sem eru að vinna við kerfin visti allt niður sem verið er að vinna í fyrir kl. 12:15 og skrá sig út úr kerfunum. Kl. 12:30 ætti að vera óhætt að skrá sig inn á kerfin að nýju.
Lesa meira

Landbúnaðarsýning 2022 - Þú finnur okkur í bás B-14

Dagana 14. -16. október er landbúnaðarsýningin Íslenskur landbúnaður 2022 í Laugardalshöll. BÍ og RML eru í bás B-14 þessa daga. Verið velkomin í básinn til okkar ! Sýningin er opin sem hér segir: Föstudag: kl. 14-19 Laugardag: kl. 10-18 Sunnudag: kl 10-17
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum september

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 470 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.094,8 árskúa á búunum 470 var 6.294 kg. eða 6.238 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Græn framtíð - málþing á Degi Landbúnaðarins 14. október

Bændasamtök Íslands standa fyrir á Degi landbúnaðarins málþingi um áskoranirnar og framtíðarverkefnin í landbúnaði á Íslandi. Málþingið verður haldið á Hótel Nordica - Vox club, föstudaginn 14. október kl. 10-12. Vigdís Häsler Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands stýrir fundi.
Lesa meira

Agrobiogen býður upp á greiningar á Þokugeni

Nú er verið í óðaönn að taka sýni úr sauðfé og senda til greiningar til að skoða arfgerðir príonpróteinssins (upplýsingar um næmi kinda fyrir því að taka upp riðusmit). En það er ýmislegt fleira en „riðuarfgerðargreiningar“ sem hægt er að láta greina. Hin mikilvirki frjósemiserfðavísir sem þekktur er sem „Þokugen“ er er hægt að prófa en Matís hefur um árabil boðið upp á greiningar á þessum eiginleika.
Lesa meira

Baldur Örn Samúelsson kominn til starfa

Baldur Örn Samúelsson hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði og verður með aðsetur á Hvanneyri. Baldur mun sinna jarðræktar- og fóðurráðgjöf. Hægt er að ná í Baldur í síma 5165084 og í gegnum netfangið baldur@rml.is. Við bjóðum Baldur velkominn til starfa.
Lesa meira