DNA-sýnatökur hrossa / Örmerkingamenn

Frá og með mánudeginum 6. mars 2023 verður nýju verklagi varðandi DNA-sýnatökur hrossa og samstarfi við greiningaraðilann Matís ýtt úr vör. Frá þessum degi býður Matís öllum aðilum sem hafa réttindi til örmerkinga hrossa á Íslandi að stofna til viðskipta og að skila DNA-sýnum inn til greiningar og úrvinnslu. Niðurstöður sýna eru vistaðar í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng.

Fram til þessa hefur sýnataka úr hrossum, til úrvinnslu Matís, einvörðungu verið á hendi dýralækna, starfsfólks RML og Búnaðarsambanda en með stærri hópi sýnatökufólks standa vonir til að fjölga megi sýnatökum til muna; fjölga DNA-greindum hrossum. Ath. að hér ræðir um stroksýni úr nösum hrossa (eða hársýni) en blóðsýnatökur eru eingöngu á hendi dýralækna.

Starfandi og virkir örmerkingamenn ættu flestir að hafa allt sem til þarf, þekkingu á skráningarferli í WFeng, aðgengi að örmerkjaskanna og möguleikann á að örmerkja hross samhliða sýnatöku en það er ófrávíkjanleg krafa að sýni eru eingöngu tekin úr þegar örmerktum gripum.

Áhugasamir örmerkingamenn eru hvattir til að setja sig í samband sérfræðinga Matís til að fá frekari upplýsingar og nálgast sýnatökubúnað: 

Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík, S: 422-5000
Tengiliðir: Steinunn Magnúsdóttir / steinunn@matis.is og Guðbjörg Ólafsdóttir / gudbjorg@matis.is

Sýnatökuskýrslum er skilað rakleitt til skráningar á næstu starfsstöð RML svo tengja megi DNA-niðurstöður við rétt hross í WorldFeng.

Sýnatökuskýrslu til útprentunar má nálgast á neðangreindri slóð sem og leiðbeiningar um framkvæmd sýnatöku:

Sýnatökuskýrsla 
Leiðbeiningar Matís v. stroksýnatöku
DNA-hrossa / N4 
Almennt um DNA-sýni hrossa

Ráðunautar RML eru enn fremur boðnir og búnir að veita leiðbeiningar og aðstoð varðandi sýnatöku.

/okg