Stóðhestaval

Mikinn fróðleik er að finna inni í upprunaættbók íslenska hestsins, Worldfengur.com, s.s. upplýsingar um einstaklinga, ætterni þeirra og mat á byggingu og kostum þeirra á kynbótasýningum. Kynbótamatið sem endurspeglar gæði hrossa til framræktunar byggir einmitt á slíkum upplýsingum, bæði á einstaklingnum sjálfum og öllu skylduliði hans. Þegar verið er að huga að næstu kynslóð hrossa er ómetanlegt að geta dregið þessar upplýsingar saman í pörun foreldra hrossanna sem standa að baki næstu kynslóð. Inni í WF er hægt að nýta sér í þeim tilgangi "Stóðhestaval" og "Valparanir", frekari skýringar sem standa að baki þeim kostum má sjá hér meðfylgjandi skýringartexta.

Sjá nánar: 
Stóðhestaval

/okg