Fréttir

Hrútaskráin 2022-23 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2022-23 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Kynbótastarf -> Sauðfjárrækt -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Skráin mun án efa ylja áhugamönnum um sauðfjárrækt um hjartarætur og við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út í næstu viku og verður m.a. dreift á hinum svokölluðu hrútafundum.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 484 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 125 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.653,0 árskúa á búunum 484 var 6.300 kg. eða 6.457 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið

Vinna við endurbætur á vorbókum stendur nú fyrir dyrum. Þar er meðal annars markmiðið að koma til móts við óskir um breytingar sem hafa komið og að koma meiri upplýsingum í bækurnar s.s. um niðurstöður riðuarfgerðagreininga. Vegna þessa verða vorbækur almennt ekki sendar út nú strax eftir haustbókaskil líkt og vaninn hefur verið, heldur verða þær sendar út snemma á næsta ári þegar ný útgáfa hefur litið dagsins ljós.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat í sauðfjárrækt

Nýtt kynbótamat fyrir alla eiginleika hefur nú verið lesið inn í Fjárvís. Til viðbótar við hefðbundar uppfærslur á mati fyrir skrokkgæði sem hafa verið unnar á þessum árstíma, hefur einnig verið keyrt uppfært mat fyrir frjósemi og mjólkurlagni með þeim upplýsingum sem bæst hafa við frá síðustu keyrslu í ágúst.
Lesa meira

Haustskýrslur 2022 - leiðbeiningar um skil

Nú er tími haustskýrslna en síðasti skiladagur á þeim er 20. nóv. nk.  Á heimasíðu RML má finna leiðbeiningar sem ætlaðar eru búfjáreigendum sem vilja sjálfir skrá sínar haustskýrslur. Leiðbeiningarnar eru tvíþættar og miðast annars vegar við þá aðila sem skila skýrslu í gegnum Bústofn og hins vegar þá aðila sem skila skýrslu eingöngu í gegnum hjarðbók WorldFengs.
Lesa meira

Vefkerfi BÍ/RML liggja niðri 9. nóv vegna tilfærslu á vefþjónum

Á morgun miðvikudag, 9. nóvember milli kl. 13 og 15 verða vefkerfi Bændasamtaka Íslands/RML ekki aðgengileg vegna tilfærslu á vefþjónum. Þetta á við um Bændatorg, Fjárvís, Heiðrúnu, Huppu og Jörð. Einnig á þetta við um Snata sem er vefkerfi SFÍ. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.
Lesa meira

Upptaka af fræðslufundi um erfðamengisúrval

Fyrir þá sem ekki komust á fræðslufundinn um erfðamengisúrval eða vilja endurtaka leikinn er tilbúin upptaka af fundinum sem menn geta horft á í góðu tómi. Á fundinum fór Þórdís Þórarinsdóttir yfir hvað erfðamengisúrval er og hvernig það hefur verið innleitt hérlendis. Guðmundur Jóhannesson fór yfir framkvæmd erfðamengisúrvals með tilliti til vals nautsmæðra, nautkálfa og hvernig þetta gjörbreytir framkvæmd kynbótastarfsins.
Lesa meira

Fræðslufundur um erfðamengisúrval

RML stendur fyrir fræðslufundi um nýtt erfðamengisúrval og erfðamat mánudaginn 7. nóv. n.k. kl. 13.00. Fundurinn verður á Teams, sjá hlekk neðar. Á fundinum mun Þórdís Þórarinsdóttir fjalla um og skýra hvað erfðamengisúrval og erfðamat er auk þess að skýra hvað þessi stóra breyting þýðir varðandi erfðaframframfarir. Guðmundur Jóhannesson fer yfir þær breytingar sem verða á kynbótaskipulaginu, hvernig staðið verður að vali nauta og nautsmæðra og framkvæmd ræktunarstarfsins með nýju skipulagi.
Lesa meira

Skráning á stóðhestaskýrslum og fangvottorðum

Nú eru væntanlega flestir stóðhestar komnir í frí og hryssurnar komnar til síns heima. Það er því rétti tíminn núna að ganga frá skráningum á fangi. Skráning á fangi er eitt af því sem þarf að vera skráð í WF til að hryssueigendur geti skráð folöldin sem fæðast á næsta ári. Eins og þegar hefur verið kynnt, er í dag innheimt fyrir allar grunnskráningar hrossa (sjá verðskrá RML).
Lesa meira

Starfsdagar RML 1.-3. nóvember - Takmörkuð viðvera á starfsstöðvum

Starfsdagar RML verða haldnir dagana 1.-3. nóvember í Hveragerði. Starfsdagar eru yfirleitt haldnir 1x á ári í byrjun vetrar. Síðustu starfsdagar RML voru í nóvember 2019 en hafa fallið niður sökum Covid 19 síðustu 2 ár. Vegna starfsdagana verður takmörkuð viðvera á flestum starfsstöðum. Síminn er þó opinn á hefðbundnum tíma. Við bendum líka á netfangið okkar rml@rml.is ef koma þarf skilaboðum á framfæri og jafnframt eru netföng starfsmanna á heimasíðunni.
Lesa meira