Fréttir

Af jörðu erum við komin - Málþing Fagráðs í lífrænum landbúnaði

Fimmtudaginn 2. mars kl 10-16 verður haldið málþing Fagráðs í lífrænum landbúnaði um jarðvegslíf, jarðgerð og verðmætasköpun í lífrænni ræktun. Málþingið verður haldið í Vigdísarhúsi á Sólheimum í Grímsnesi og verður viðburðinum jafnframt streymt á netinu. Fundarstjóri verður Karvel L. Karvelsson.
Lesa meira

Jarfi 16016 er besta nautið fætt 2016

Viðurkenning Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir besta nautið í árgangi 2016, var veitt á Búgreinaþingi kúabænda í gær, fimmtudaginn 23. feb. 2023. Besta nautið í árgangi 2016 var valið Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði. Ræktendur Jarfa 16016 eru Ágústa Ó. Gunnarsdóttir, Karitas Þ. Hreinsdóttir, Pétur og Vilhjálmur Diðrikssynir á Helgavatnsbúinu og tóku þau Karitas og Pétur við viðurkenningunni úr höndum Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur, fráfarandi formanns Deildar kúabænda, og Sveinbjörns Eyjólfssonar, forstöðumanns Nautastöðvarinnar.
Lesa meira

Rekstrargreining garðyrkju á Íslandi 2019-2021

Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins lauk nýverið við uppgjör á verkefninu „Rekstrargreining garðyrkju á Íslandi 2019-2021“ og fyrir liggur skýrsla sem birt hefur verið á vefnum, þar sem fram koma þær helstu niðurstöður sem þegar hafa fengist úr verkefninu.
Lesa meira

Í ljósi umræðu um aðgengismál að skýrsluhaldsforritum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) tók yfir allri umsjón skýrsluhaldsforrita Bændasamtakanna um áramótin 2019-2020 með sameiningu RML og tölvudeildar Bændasamtakanna. RML var falið að tryggja öryggi og viðgang gagna innan skýrsluhaldskerfanna. RML tók yfir ýmsum skuldbindingum og samningum tölvudeildar, þar með talið starfsreglum varðandi aðgengi að forritum Bændasamtakanna.
Lesa meira

Minnum á notendakönnun Fjárvís

Við minnum notendur Fjárvís á að taka þátt í notendakönnun Fjárvís. Könnunin er unnin í samvinnu við fagráð í sauðfjárrækt og með henni langar okkur að fá betri yfirsýn yfir notkun bænda á forritinu og hvaða áherslur þeir vilja sjá varðandi áframhaldandi þróun á því.
Lesa meira

Örmerkingar – munið skil fyrir 1. mars

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt. Einstaklingsmerkingarvottorð á að hafa borist til skráningar fyrir 1. mars árið eftir að folaldið fæðist. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum janúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir hinn fyrsta mánuð nýhafins árs, janúar, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegið þann 13. febrúar. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 471 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 127 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.281,2 árskúa á fyrrnefndum 471 búi var 6.346 kg. eða 6.385 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Starf fagstjóra búfjárræktar og þjónustusviðs

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir fagstjóra búfjárræktar- og þjónustusviðs. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafastarfsemi RML. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars. Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson klk@rml.is og Helga Halldórsóttir heh@rml.is.
Lesa meira

Erfðamengisúrval: 77% kúabúa pantað DNA-merki

Sýnataka og greining vegna erfðamengisúrvals gengur vel þó tafir hafi orðið á afhendingu aðfanga/rekstrarvara til Matís. Við vinnum að því að bæta ferlana og ná þannig að stytta þann tíma sem tekur að fá niðurstöður frá því sýni er tekið. Nú hafa 378 bú pantað 22.104 DNA-merki. Þetta eru 77% af kúabúum landsins en það styttist í að eitt ár sé liðið frá því að DNA-merki stóðu til boða. Samkvæmt Huppu bíða nú 1.972 sýni greiningar en niðurstöður komnar fyrir samtals 17.169 gripi, þar af 4.738 frá því greiningar hófust hérlendis. Af þessum 4.738 sýnum eru 4.538 úr kvígum fæddum á árinu 2022.
Lesa meira

Bæst hefur í hóp örmerkingamanna

Eins og allir vita þá var námskeiðahald vandkvæðum bundið á meðan á Covid stóð. Námskeið í örmerkingum höfðu því legið niðri frá haustinu 2020. Nú hefur hins vegar verið bætt úr því og á síðustu vikum hafa verið haldin sex námskeið. Bóklegi hluti námskeiðanna fór fram á fjórum stöðum, Hvolsvelli þar sem haldin voru tvö námskeið annað í nóvember en hitt í janúar. Tvö námskeið voru á Blönduósi bæði í janúar, eitt á Hvanneyri í janúar og það síðasta var á Egilsstöðum 1. febrúar.
Lesa meira