Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Ágætu skýrsluhaldarar í sauðfjárrækt. Eins og fram hefur komið stendur til að taka vor- og haustbækur í allsherjar yfirhalningu með það að markmiði að birta ýmsar nýjar upplýsingar sem eru nú til staðar um gripina en koma ekki fram í bókunum og koma til móts við hugmyndir um frekari gagnasöfnun, til dæmis til að leggja mat á fleiri eiginleika í sauðfjárrækt. Markmiðið var að klára þessa vinnu nú fyrir vorið. Úttekt á stöðunni á skýrsluhaldskerfinu Fjárvís hefur hins vegar leitt í ljós að nauðsynlegt er að byrja á að uppfæra Fjárvís yfir í nýjustu útgáfu af því forritunarmáli sem kerfið er skrifað í, þannig að hægt sé að framkvæma þær breytingar sem við viljum sjá á kerfinu og þá þróun sem notendur eru að kalla eftir. Vorbækur verða því prentaðar í óbreyttri mynd núna fyrir utan að hafi menn skráð fang og/eða fósturtalningu munu þær upplýsingar prentast í bækurnar núna.
Stefnt er að því að setja bækurnar í prentun í næstu viku fyrir þá sem ekki eru nú þegar búnir að fá bók. Við hvetjum þá sem ekki eru búnir að skrá fang og/eða fósturtalningu að ljúka við þá skráningu sem fyrst þannig að þær upplýsingar prentist í bækurnar.
Nánar verður fjallað um Fjárvís, niðurstöður notendakönnunar og þau verkefni sem eru framundan í Bændablaðinu þann 4. apríl.
/okg