Fréttir

Eigendur/knapar kynbótahrossa á LM2014

Svo sníða megi endanlega dagskrá og tímasetningar á kynbótavelli LM2014 er brýnt að fá upplýsingar um þá gripi sem ekki munu nýta rétt sinn til að koma fram á mótinu. Eigendur þessara gripa eða knapar eru vinsamlega beðnir að koma upplýsingum til Péturs Halldórssonar með tölvupósti á petur@rml.is, eða í síma 862-9322 sem allra fyrst.
Lesa meira

Norskir ráðunautar heimsóttu RML

Dagana 12. til 15. júní sl. komu 5 norskir ráðunautar í fóðrun mjólkurkúa í heimsókn til starfssystra sinna hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins á Suðurlandi. Konurnar vinna allar í ráðunautateymi mjólkursamlagsins TINE sem kallast „Topp Team Fôring“. Farið var um sveitir Suðurlands og allir helstu ferðamannastaðir skoðaðir. Þá var einnig farið í heimsókn til bænda þar skoðuð voru fjós og einnig beitargróður. Það vakti athygli hve kýrnar á mörgum bæjanna voru á góðri beit; stór beitarstykki með nægilegum gróðri auk þess sem norsku gestunum fannst lítið um rof í gróðurþekjunni vegna traðks.
Lesa meira

Tryggjum gróffóðurgæðin!

Sláttur er nú að hefjast allvíða um land. Á næstu dögum og vikum er grunnur lagður að framleiðslu grasbítanna næsta vetur. Mikilvægt er að vanda sem kostur er til verka við gróffóðuröflunina og tryggja þannig fóðurgæðin. Í meðfylgjandi viðhengi er að finna 15 ábendingar um heyverkun sem væntanlega geta komið að gagni og er einnig gott að rifja upp.
Lesa meira

Betri ræktun - Auknar afurðir

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kynnir SPROTANN sem er ráðgjafarpakki í jarðrækt. Hann inniheldur heildstæða ráðgjöf í jarðrækt, aðstoð við skráningu í jörð.is, viðhald og lagfæringu túnakorta, úttekt á ástandi ræktarlands, áburðaráætlun og ýmislegt fleira.
Lesa meira

Hollaröð á seinni yfirlitssýningar á Gaddstaðaflötum og Miðfossum

Seinni yfirlitssýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu og á Miðfossum í Borgarfirði fara fram föstudaginn 13. júní. Báðar sýningarnar hefjast kl. 8.00 og eru áætluð sýningarlok um kl. 18. Byrjað verður með sýningu hryssna 7 vetra og eldri en annars verður sýningarröð flokka sem hér segir:
Lesa meira

Yfirlit seinni viku á Miðfossum

Yfirlit seinni viku á Miðfossum í Borgarfirði fer fram föstudaginn 13. júní og hefst kl. 08:00. Byrjað verður á elstu hryssunum. Nánari tímasetningar og hollaröð verður birt hér á heimasíðunni seinna í kvöld.
Lesa meira

Yfirlit seinni viku á Gaddstaðaflötum

Yfirlit seinni viku á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 13. júní og hefst kl. 08:00. Röð flokka verður með hefðbundnum hætti, byrjað á elstu hryssum, þá 6, 5 og 4ra vetra hryssur, svo 4ra vetra stóðhestar og endað á elstu stóðhestunum. Nánari tímasetningar og hollaröð verður birt hér á heimasíðunni rml.is um leið og dómum lýkur í kvöld.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. júní var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 89% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 20.480 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.707 kg
Lesa meira

Skýrsluhaldskerfin opin aftur

Skýrsluhaldskerfi þau sem lokðust vegna bilunar hjá Advania eru nú opin á ný.
Lesa meira

Bilun hjá Advania veldur því að flest skýrsluhaldskerfi liggja niðri

Bilun hjá Advania veldur því að flest skýrsluhaldskerfin liggja niðri. Reiknað er með að kerfin komi upp um þrjúleytið eða fljótlega eftir það.
Lesa meira