Fundaröðinni „Sauðfjárskólanum“ lokið á Suðurlandi og í Skagafirði

RML hefur staðið fyrir fræðslufundum um sauðfjárrækt, sem ganga undir nafninu Sauðfjárskólinn og hófst þetta starf undir merkjum RML í nóvember 2013. Fyrstu hóparnir luku Sauðfjárskólanum um mánaðamótin nóvember - desember síðastliðinn. Þessir hópar voru í Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu, Austur-Skaftafellssýslu og Skagafirði. 

Leiðbeinendur á fundunum þakka þátttakendum ánægjuleg og gagnleg samskipti. Vonandi kemur fræðslan að góðum notum á þessum u.þ.b. 85 búum sem tóku áttu fulltrúa í skólanum að þessu sinni. Nú er þetta starf hafið á Vesturlandi og Vestfjörðum í svipuðu umfangi og verður nánar sagt frá því síðar.

Eins og sjá má á myndinni hér að neðan voru veitingarnar í „frímínútum“ Sauðfjárskólans ekki af verri endanum. Fleiri myndir sem teknar voru í Sauðfjárskólanum á Suðurlandi og í Skagafirði má nálgast á facebook síðu RML. 

Sjá nánar: 

Facebooksíða RML

ább/okg