Fréttir

Gróffóðurgæði 2014

Fyrstu niðurstöður heysýna berast þessa dagana til ráðunauta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Við fyrstu sýn virðist gras hafa verið heldur meira sprottið við slátt en í fyrra, enda var árið 2013 ágætis fóðurár – þ.e.a.s. ef talað erum gæði en ekki magn. Nú er hins vegar víða mikið til af heyjum, en gæðin æði misjöfn.
Lesa meira

Fyrstu niðurstöður heyefnagreininga komnar

Í dag hafa niðurstöður fyrstu 160 heysýnanna, sem ráðunautar RML hafa tekið undanfarna daga og vikur verið að streyma inn á rafrænu formi, frá BLGG í Hollandi. Fyrsta sýnasendingin fór frá RML 29. ágúst, þannig að afgreiðslufresturinn er 9 virkir dagar.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. september var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 92% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu.
Lesa meira

Framræslumál skoðuð

Föstudaginn 29. ágúst fóru nokkrir ráðunautar í fylgd með okkar reynslumesta framræsluráðunauti, Kristjáni Bjarndal á nokkra vel valda staði á Suðurlandi. Markmiðið var að miðla sem mestu af reynslu Kristjáns en einnig að nýta reynslu margra bænda og ráðunauta til að finna lausnir á erfiðum framræsluverkefnum.
Lesa meira

Sauðfjárdómarar stilla saman strengi

Þriðjudaginn 2. september var haldið undirbúningsnámskeið fyrir nýja sauðfjárdómara. Daginn eftir var síðan dagskrá fyrir alla dómara sem koma að ómmælingum og stigun lamba á komandi hausti en sá hópur telur rétt um 40 manns. Verklegar æfingar fóru fram á Böðvarshólum á Vatnsnesi en þar er öll aðstaða til fyrirmyndar.
Lesa meira

Mikilvægt að fylgjast með ástandi jarðvegs

Síðustu ár hefur dregið verulega úr því að bændur taki jarðvegssýni til að kanna næringarástand jarðvegsins og aðstæður til vaxtar og fyrir vikið byggja menn áburðaráætlanir sínar oft á veikum grunni. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við og efla á ný þennan mikilvæga þátt í bústjórninni.
Lesa meira

Villa á ungnautaspjöldum 13001-13031

Á ungnautaspjöldum fyrir naut á númerabilinu 13001-13031 slæddist inn sú meinlega villa að Gimsteinn 13028 sé undan Birtingi 05043. Hið rétta er að hann er undan Vindli 05028 og leiðréttist það hér með um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ætterni hans er rétt á nautaskra.net.
Lesa meira

Jarðræktar- og fóðurráðunautar funda

Síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag hittust jarðræktar- og fóðurráðunautar til skrafs og ráðagerða og undirbjuggu ráðgjafarstarfið næstu misserin. Margs konar verkefni, sem miða að því að aðstoða bændur við ná betri árangri í búrekstrinum, eru í gangi eða eru að fara af stað.
Lesa meira

Dagatal sauðfjárdóma 2014

Verið er að leggja lokahönd á niðurröðum lambadóma miðað við þær pantanir sem hafa borist. Upplýsingar birtast undir Dagatali sauðfjárdóma 2014 um leið og þær eru tilbúnar.
Lesa meira

Kynbótamat sæðishrúta 2014

Kynbótamat sæðishrúta sem voru í notkun veturinn 2013-2014 hefur verið sett hér á heimasíðuna ásamt stuttri umfjöllun um kynbótamat hvers og eins hrúts.
Lesa meira