Fréttir

Hollaraðir á yfirlitssýningum kynbótahrossa LM2014

Hér má nálgast nýjustu upplýsingar fyrir yfirlitssýningar í þeim flokkum kynbótahrossa á LM2014 þar sem fordómum er lokið.
Lesa meira

Uppfærð dagskrá á Kynbótavelli LM2014 - Miðvikudag 2. júlí - sunnudags 6. júlí

Eigendur og knapar kynbótahrossa eru beðnir að skoða vel uppfærða dagskrá á Kynbótavelli. Sjá nánar undir skoða meira hér í þessari frétt.
Lesa meira

Dagskrá á aðalvelli frestaði til kl. 13:00 vegna veðurs - Landsmót hestamanna

Við vekjum athygli á frétt á heimasíðu Landsmóts hestamanna 2014 um breytingar á dagskrá. 02. júlí 2014 "Vegna áframhaldandi veðuraðstæðna hefur verið tekin ákvörðun um að fresta milliriðlum í barnaflokki sem hefjast áttu kl 9:00 í dag, til föstudags. Milliriðlar í barnaflokki munu hefjast kl 8:30 á föstudag. Dagskráin í dag á aðalvelli mun hefjast kl 13:00 á ungmennaflokki samkvæmt dagskrá. Mótstjórn".
Lesa meira

Landsmót Hestamanna - Breytt dagskrá á kynbótavelli, miðvikudag 2. júlí

Athugið breytta dagskrá á kynbótavelli miðvikudaginn 2. júlí undir lesa meira en þar er tenging á pdf skjal með nýrri ráðsröð.
Lesa meira

Uppfærð dagskrá Landsmóts Hestamanna á Hellu

Keppendur og gestir geta fylgst með dagskrá á heimasíðu mótsins. Sökum veðurs hefur þurft að hliðra til og breyta dagskrá og þær breytingar eru uppfærðar jafnóðum á heimasíðu landsmótsins.
Lesa meira

Sýningum 4V kynbótahrossa frestað til miðvikudags - Frétt af heimasíðu Landsmóts hestamanna

RmL birtir hér frétt af heimasíðu Landsmóts hestamanna vegna breytinga á sýningum 4V kynbótahrossa. "1.júlí 2014. Að vel ígrunduðu máli hefur verið afráðið að fresta öllum sýningum 4v hrossa til morguns. Ný dagskrá og tímaplan hafa verið útbúin til að mæta þessari uppákomu. Þetta nýja tímaplan gerir ráð fyrir að dómar á 4v hryssum hefjist kl.06:00 að morgni miðvikudagsins 2.júlí. Áður birt landsmótsdagskrá á kynbótabraut þennan miðvikudag riðlast nokkuð. Ennfremur reynist nauðsynlegt að byrja kl. 06:00 fimmtudaginn 3.júlí, en á slaginu 08:00, þann sama dag, tekur óbreytt og áður birt dagskrá við á kynbótabrautinni. Með von um að allar ytri aðstæður verði okkur hliðhollari á komandi dögum. Sýningarstjórar kynbótahrossa á LM2014, Pétur Halldórsson og Þórður Pálsson"
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir skráningu á tjóni af völdum gæsa og álfta

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu bænda á tjóni af völdum gæsa og álfta á ræktunarlandi. Tilkynningarform er nú aðgengilegt fyrir bændur inni á Bændatorginu undir lið sem heitir Umsóknir. Upplýsingarnar verða skráðar í gagnagrunn, sem nýtast mun við frekari úrvinnslu og fyrir stjórnvöld, sem tekur ákvörðun um framhaldið. Verkefnið er á ábyrgð umhverfisráðuneytisins og mun Umhverfisstofnun leggja mat á tjón og vinna úr niðurstöðunum. Krafa er gerð um að spildur sem tjón hefur orðið á séu skráðar í JÖRÐ.IS með stafrænu túnkorti frá Loftmyndum, og eru bændur þess vegna hvattir til að gera átak í þeim málum í samvinnu við leiðbeiningaþjónustuna.
Lesa meira

Athugið lítilsháttar breytingar á tímasetningu - Kynbótavöllur LM2014

Til að hliðra til fyrir setningarathöfn LM2014 fimmtudagskvöldið, 3. júlí, reyndist nauðsynlegt að hnika dagskrárliðum á kynbótavellinum aðeins til. Sjá nánar hér í tilkynningu.
Lesa meira

Úrvalssýning kynbótahrossa á Landsmóti

Í dagskrá Landsmóts er liður sem heitir „kynning á úrvali kynbótahrossa“ sem tímasettur er kl. 9:30 að morgni laugardagsins 5. júlí. Hér er lagt upp með að nýta þann takmarkaða tíma sem er til ráðstöfunar til að bjóða upp á kynningu á þeim hrossum sem búa yfir ákveðnum úrvals gangeiginleikum en ná samt ekki verðlaunasæti á mótinu.
Lesa meira

Leikur á facebooksíðu RML - vegleg verðlaun

Á facebooksíðu okkar er nú hægt að taka þátt í leik þar sem hægt er að vinna til veglegra verðlauna. Leikurinn er þannig að þátttakendur senda mynd sem tengist heyskap á facebooksíðu okkar. Engin skilyrði eru fyrir því hvað skuli vera á myndinni en hún þarf þó að tengjast heyskap með einhverjum hætti.
Lesa meira