Fréttir

Fimm ný naut úr 2008 árgangi til notkunar sem reynd

Í gær fundaði fagráð í nautgriparækt að lokinni keyrslu á kynbótmati sem gert var nú í júní. Á fundinum var ákveðið að setja fimm ný naut úr nautaárgangi 2008 í notkun sem reynd naut. Þetta eru Þáttur 08021, Flekkur 08029, Klettur 08030, Gói 08037 og Bambi 08049. Þau naut sem verða áfram í dreifingu sem reynd naut eru: Logi 06019, Dynjandi 06024, Hjarði 06029, Víðkunnur 06034, Sandur 07014, Rjómi 07017, Húni 07041, Toppur 07046, Lögur 07047, Keipur 07054, Blámi 07058, Laufás 08003 og Blómi 08017.
Lesa meira

Að eiga sitt undir sól og regni

Nú er heyskapartíð hafin eða að hefjast á öllu landinu og uppskerutölur fara að berast. Vorið 2014 hefur skráð sig í sögubækurnar fyrir góða tíð, þau bregðast víst ekki árin sem enda á fjórum, segja þeir. Ólík er þessi vorkoma þeirri síðustu og má sjá það í veðurfarsgögnum. Hér fylgir tafla yfir hita- og úrkomumeðaltöl frá árinu 2000 fyrir þrjár veðurstöðvar Norðaustanlands.
Lesa meira

Til knapa og eigenda kynbótahrossa á LM 2014

Kynbótahross sem náðu lágmarseinkunnum fyrir landsmót í vorsýningum hafa aldrei verið fleiri en nú. Rétt til að koma fram á kynbótabrautinni hafa nú 281 hross en 255 hafa boðað komu sína á Gaddstaðaflatir. Til þess að bregðast við þessum mikla fjölda hefur reynst nauðsynlegt að bæta sunnudeginum 29. júní við, sem dómadegi.
Lesa meira

Námskeið á vegum FEIF fyrir unga knapa, um þjálfun og sýningu kynbótahrossa

Vakin er athygli á námskeiði á vegum FEIF fyrir unga knapa, um þjálfun og sýningu kynbótahrossa. Áhugsamir hafi samband við Gunnfríði í gegnum netfangið geh@rml.is fyrir föstudag 27. júní.
Lesa meira

Kartöflu- og kornskoðun með Benny Jensen

Dagana 17. – 19. júní var kartöflu- og kornráðunauturinn Benny Jensen frá BJ Agro í Danmörku við störf hér á landi ásamt Magnúsi Ágústssyni frá RML. Þeir fóru víða um kartöflugarða og meðal annars í Eyjafjörð þar sem ráðunautarnir Eiríkur Loftsson, Sigurður Jarlsson og Borgar Páll Bragason bættust í hópinn.
Lesa meira

Eigendur/knapar kynbótahrossa á LM2014

Svo sníða megi endanlega dagskrá og tímasetningar á kynbótavelli LM2014 er brýnt að fá upplýsingar um þá gripi sem ekki munu nýta rétt sinn til að koma fram á mótinu. Eigendur þessara gripa eða knapar eru vinsamlega beðnir að koma upplýsingum til Péturs Halldórssonar með tölvupósti á petur@rml.is, eða í síma 862-9322 sem allra fyrst.
Lesa meira

Norskir ráðunautar heimsóttu RML

Dagana 12. til 15. júní sl. komu 5 norskir ráðunautar í fóðrun mjólkurkúa í heimsókn til starfssystra sinna hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins á Suðurlandi. Konurnar vinna allar í ráðunautateymi mjólkursamlagsins TINE sem kallast „Topp Team Fôring“. Farið var um sveitir Suðurlands og allir helstu ferðamannastaðir skoðaðir. Þá var einnig farið í heimsókn til bænda þar skoðuð voru fjós og einnig beitargróður. Það vakti athygli hve kýrnar á mörgum bæjanna voru á góðri beit; stór beitarstykki með nægilegum gróðri auk þess sem norsku gestunum fannst lítið um rof í gróðurþekjunni vegna traðks.
Lesa meira

Tryggjum gróffóðurgæðin!

Sláttur er nú að hefjast allvíða um land. Á næstu dögum og vikum er grunnur lagður að framleiðslu grasbítanna næsta vetur. Mikilvægt er að vanda sem kostur er til verka við gróffóðuröflunina og tryggja þannig fóðurgæðin. Í meðfylgjandi viðhengi er að finna 15 ábendingar um heyverkun sem væntanlega geta komið að gagni og er einnig gott að rifja upp.
Lesa meira

Betri ræktun - Auknar afurðir

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kynnir SPROTANN sem er ráðgjafarpakki í jarðrækt. Hann inniheldur heildstæða ráðgjöf í jarðrækt, aðstoð við skráningu í jörð.is, viðhald og lagfæringu túnakorta, úttekt á ástandi ræktarlands, áburðaráætlun og ýmislegt fleira.
Lesa meira

Hollaröð á seinni yfirlitssýningar á Gaddstaðaflötum og Miðfossum

Seinni yfirlitssýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu og á Miðfossum í Borgarfirði fara fram föstudaginn 13. júní. Báðar sýningarnar hefjast kl. 8.00 og eru áætluð sýningarlok um kl. 18. Byrjað verður með sýningu hryssna 7 vetra og eldri en annars verður sýningarröð flokka sem hér segir:
Lesa meira