Fréttir

Kynbótasýningar á Selfossi, í Skagafirði og í Hornafirði

Kynbótasýningar fara fram á Selfossi og í Skagafirði dagana 26. – 30. maí. Einnig verður haldin kynbótasýning í Hornafirði dagana 26. - 27. maí ef næg þátttaka fæst. Síðasti skráningar- og greiðsludagur fyrir þessar þrjár sýningar er nk. sunnudagur, 18. maí. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.comþar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Kynbótasýning á Sörlastöðum 19.-22. maí 2014

Kynbótasýning verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 19.-22. maí 2014. Dómar fara fram dagana 19.-21., þ.e. mánudag til miðvikudags en yfirlitssýning verður fimmtudaginn 22. maí n.k. Alls eru 185 hross skráð til dóms.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2014 hafa nú verið settar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfaranótt 12. maí var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 93% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.122 árskúa síðastliðna 12 mánuði var 5.675 kg en var 5.655 kg mánuðinn á undan.
Lesa meira

Skráningarblöð í dráttarvélina

Eins og flestir bændur þekkja vel er afar mikilvægt að halda vel utan um alla meðferð túna. Skráning á áburðargjöf og uppskeru er þar einkum mikilvæg. Með tilkomu skýrsluhaldsforritsins Jörð.is hefur bændum verið auðveldað þetta utanumhald til muna. Þó er það þannig að ef skráning í Jörð.is er ekki gerð jafnóðum, verður að halda utan um skráninguna á pappír.
Lesa meira

Fyrirhuguð kynbótasýning á Blönduósi 19.-23. maí fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmarksfjöldi á fyrirhugaða sýningu á Blönduósi og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000. Vert er að benda þeim á sem hafa hugsað sér að sýna hross á Norðurlandi að eingöngu eru tvær sýningar eftir í þeim landshluta fyrir landsmót, sú fyrri verður í Skagafirði dagana 26.-30. maí og sú síðari á Melgerðismelum dagana 3.-6. júní.
Lesa meira

Uppstilling hrossa í sköpulagsdómi

Á dómarafundi FEIF nú í vor var ákveðið að gera breytingar á æskilegri stöðu afturfóta í uppstillingu fyrir sköpulagsdóm. Hér á heimasíðunni má finna lýsingu, sem unnin er af Þorvaldi Kristjánssyni kynbótadómara, þar sem farið er yfir hvernig stilla skal hrossi upp í sköpulagsdómi og hvetjum við sýnendur til að kynna sér það vel. Við bendum jafnframt á að á heimasíðu RML má finna ítarlegar upplýsingar um allt sem snýr að kynbótasýningum.
Lesa meira

Kynbótasýningar í Hafnarfirði og á Blönduósi 19. -23. maí

Kynbótasýningar fara fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði og á Blönduósi dagana 19. til 23. maí. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Verðlaunareglur og nýr úrvalslisti í sauðfjárrækt

Tilgangurinn með verðlaunaveitingum og birtingu úrvalslista yfir þá sem skara fram úr er að efla menn til dáða, skapa viðmið og eitthvað til að stefna að. Mikilvægt er að slíkar verðlaunaveitingar séu í takt við stefnuna í sauðfjárræktinni hverju sinni og sem einfaldastar í framkvæmd.
Lesa meira

Fyrirhuguð kynbótasýning á Akureyri 14.-16. maí fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmarksfjöldi á fyrirhugaða kynbótasýningu á Akureyri og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000. Næstu kynbótasýningar verða á Blönduósi og í Hafnarfirði dagana 19.-23. maí og er síðasti skráningardagur á þær sunnudagurinn 11. maí.
Lesa meira

Kynbótasýning á Akureyri 14.-16. maí.

Kynbótasýning fer fram á félagssvæði Léttis á Hlíðarholtsvelli á Akureyri dagana 14. til 16. maí ef næg þátttaka næst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni http://www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira