Fréttir

Yfirlit seinni viku á Miðfossum

Yfirlit seinni viku á Miðfossum í Borgarfirði fer fram föstudaginn 13. júní og hefst kl. 08:00. Byrjað verður á elstu hryssunum. Nánari tímasetningar og hollaröð verður birt hér á heimasíðunni seinna í kvöld.
Lesa meira

Yfirlit seinni viku á Gaddstaðaflötum

Yfirlit seinni viku á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 13. júní og hefst kl. 08:00. Röð flokka verður með hefðbundnum hætti, byrjað á elstu hryssum, þá 6, 5 og 4ra vetra hryssur, svo 4ra vetra stóðhestar og endað á elstu stóðhestunum. Nánari tímasetningar og hollaröð verður birt hér á heimasíðunni rml.is um leið og dómum lýkur í kvöld.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. júní var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 89% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 20.480 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.707 kg
Lesa meira

Skýrsluhaldskerfin opin aftur

Skýrsluhaldskerfi þau sem lokðust vegna bilunar hjá Advania eru nú opin á ný.
Lesa meira

Bilun hjá Advania veldur því að flest skýrsluhaldskerfi liggja niðri

Bilun hjá Advania veldur því að flest skýrsluhaldskerfin liggja niðri. Reiknað er með að kerfin komi upp um þrjúleytið eða fljótlega eftir það.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum 6. og 7. júní

Fyrri yfirlitssýning fer fram á Gaddstaðaflötum við Hellu föstudaginn 6. og laugardagin 7. júní. Sýningin hefst kl. 8.00 báða dagana og eru áætluð sýningarlok um kl. 19 á föstudag og kl. 12 á laugardag. Föstudagurinn verður helgaður hryssunum og verður byrjað með sýningu hryssna 7 vetra og eldri ásamt geldingum. Á laugardegi verða síðan stóðhestarnir teknir til kostanna. Sýningarröð flokka verður sem hér segir:
Lesa meira

Yfirlitssýning á Melgerðismelum - hollaröð

Yfirlitssýningin á Melgerðismelum fer fram föstudaginn 06. júní og hefst kl. 09:00. Athugið að þar sem einstaka knapar eru með mjög mörg hross á sýningunni eru hollin ekki endilega aldursskipt. Hér má sjá hollaröð.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Miðfossum 6. júní 2014

Yfirlitssýning kynbótasýningar á Miðfossum í Borgarfirði fer fram föstudaginn 6. júní og hefst kl. 08:00. Röð flokka verður m. eftirfarandi hætti:
Lesa meira

Viltu framleiða bestu mjólk í heimi?

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins býður bændum pakkalausnir í fóðurráðgjöf mjólkurkúa á komandi vetri. Pakkarnir eru tveir með mismiklu umfangi. Stabbi er minni í sniðum en í honum felast fóðuráætlanagerð, heysýnatúlkun, vöktun á efnainnihaldi mjólkur og nyt sem og ein eftirfylgniheimsókn. Stæða er heldur stærri í sniðum og inniheldur alla þætti Stabba auk gróffóðursýnatöku, mats á holdafari og aðstöðu til fóðrunar, leiðbeininga um fóðurverkun og beitaráætlanagerð ef tími vinnst til. Innifalin í Stabba er vinna ráðunauts í 8 tíma en í Stæðu er reiknað með að ráðunautur vinni 18 tíma fyrir bóndann.
Lesa meira

Yfirlit fyrri viku á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýning fyrri vikunnar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudag og laugardag, 6.-7. júní (til hádegis 7. júní). Röð flokka verður hefðbundin, byrjað á elstu hryssum kl. 08:00 á föstudagsmorgni, þá 6 vetra hryssur, 5 vetra o.s.frv. Nánara skipulag og hollaraðir birtast svo fljótt sem verða má eftir að dómum lýkur í kvöld.
Lesa meira