Fréttir

Fyrirhuguð kynbótasýning í Víðidal í Reykjavík 12.-16. maí fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmarksfjöldi á fyrirhugaða sýningu í Víðidal í Reykjavík og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000. Næsta sýning á Suðurlandi verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði vikuna 19.-23. maí og er síðasti skráningardagur á hana 11. maí. Nánari upplýsingar um kynbótasýningarnar er að finna hér.
Lesa meira

Ráðgjöf í framræslu og jarðrækt á Norður- og Austurlandi

Seinni part þessarar viku (miðvikudaginn 7., fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. maí) mun Kristján Bjarndal ráðunautur í jarðrækt og framræslu vera á ferðinni um Norður- og Austurland. Ef bændur á þessu svæði hafa hug á að nýta sér þjónustu hans og fá hann í heimsókn geta þeir haft samband við hann beint í síma 896-6619.
Lesa meira

Efstu hrútar í kynbótamati

Kynbótamat sauðfjár hefur verið uppfært og lesið inn í skýrsluhaldsgagnagrunninn líkt og getið var um í frétt fyrir nokkru síðan.
Lesa meira

Kynbótasýning í Víðidal í Reykjavík

Kynbótasýning fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 12. til 16. maí ef næg þátttaka næst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er nk. sunnudag 4. maí. Verð fyrir fullnaðardóm er 20.500,- kr. en fyrir sköpulagsdóm eða hæfileikadóm 15.500,- kr.
Lesa meira

Vel heppnaður fundur þátttakenda í Nautakjötsverkefni RML

Þann 23. apríl, á síðasta vetrardegi, hittust þátttakendur í Nautakjötsverkefni RML á fundi á Hvanneyri. Fjarfundir voru frá öðrum starfsstöðvum RML, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Ísafirði.
Lesa meira

Ráðgjöf í framræslu og jarðrækt

Næstu daga, nánar tiltekið miðvikudaginn 23. apríl, fimmtudaginn 24. apríl og föstudaginn 25. apríl verður Kristján Bjarndal ráðunautur staddur á Suðausturlandi, meðal annars við skurðamælingar. Ef bændur á þessu svæði hafa hug á að nýta sér þjónustu hans geta þeir haft samband við hann beint í síma 896-6619.
Lesa meira

Fræðslufundur um gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins efnir til fræðslufundar um gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa miðvikudaginn 23. apríl nk., síðasta vetrardag. Fundurinn hefst kl. 13:30 í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri, nánar tiltekið í fundarsalnum Borg á 2. hæð til hægri í Ásgarði.
Lesa meira

Fyrirhuguð kynbótasýning hrossa á Sauðárkróki 24.-25.apríl fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmárksfjöldi á fyrirhugaða sýningu á Sauðárkróki og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu RML þriðjudaginn 22. apríl n.k.
Lesa meira

Kynbótamat sauðfjár 2014

Kynbótamat sauðfjár hefur nú verið uppfært miðað við niðurstöður skýrsluhaldsins árið 2013. Uppfært mat er aðgengilegt á Fjárvísi. Við endurútreikninginn núna voru grunnhópar kynbótamatsins skilgreindir á sama veg fyrir alla eiginleika. Þannig þýðir einkunnin 100 núna meðalkynbótamat fyrir gögn síðustu 10 ára eða frá 2004-2013. Breytingarnar eru óverulegar fyrir dætraeiginleikana, frjósemi og mjólkurlagni þar sem grunnhópar fyrir þá voru áður skilgreindir á sama hátt.
Lesa meira

Fræðslufundir um fóðrun mjólkurkúa

Minnum á áður auglýsta fræðslufundi um fóðrun mjólkurkúa. Fundirnir hafa verið haldnir af RML undanfarna daga og enn eru þrír fundir eftir. Á fundunum er farið yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða, aukningu verðefna í mjólk og fóðuráætlanagerð.
Lesa meira