Fréttir

Styrkir vegna afkvæmarannsókna í sauðfjárrækt

Líkt og undanfarin ár geta bændur fengið styrk út á afkvæmarannsóknir á hrútum en verkefnið er styrkt af fagfé sauðfjársamnings. Skilyrðin eru eftirfarandi: Í samanburðinum þurfa að vera a.m.k. 5 veturgamlir hrútar (fæddir 2013). Sjálfsagt er að hafa eldri hrúta með í uppgjörinu ef þeir eru samanburðarhæfir.
Lesa meira

Sauðfjárskólinn á Vesturlandi, Vestfjörðum og Reykjanesi

Allir sauðfjárbændur á svæðinu frá Reykjanesi til Vestfjarða eiga að hafa fengið bréf snemma í október þar sem þeim er boðið að taka þátt í námskeiðinu Sauðfjárskólanum sem RML stendur fyrir. Skráningar standa yfir og hefur skráningarfrestur verið framlengdur til mánudagsins 3. nóvember.
Lesa meira

Nýir sæðishrútar 2014-2015

Vali sæðishrúta er lokið þetta árið. Alls verða 21 nýr hrútur á stöðvunum næsta vetur. Á næstu dögum munu nánari upplýsingar um dóma lamba í haust birtast hér á heimasíðunni sem endar svo með útgáfu hrútaskrárinnar um miðjan nóvember.
Lesa meira

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Eitt af skilyrðunum fyrir þátttöku í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu er að hafa sótt undirbúningsnámskeið. Fyrirhugað er að halda slík námskeið dagana 10. – 14. nóvember nk. Fjöldi og staðsetning námskeiða verða ákveðin með tilliti til þátttöku.
Lesa meira

Ný nautaskrá og ungnautaspjöld komin í dreifingu

Nautaskrá Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands er komin úr prentun og er í dreifingu með hefðbundnum hætti þessa dagana. Skráin er að þessu sinni með aðeins breyttu sniði á þann veg að þau naut sem áður hafa verið í skrá eru ekki kynnt jafnítarlega og þau sem ekki hafa verið í nautaskrá áður. Þannig eru „eldri“ nautin nú þrjú á síðu meðan að þau nýrri fá heilsíðu hvert að venju. Þá er útlit skráarinnar uppfært og fært til nútímalegra horfs að segja má. Við vonum að skráin nýtist vel við val á nautum til notkunar í vetur.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok september eru orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 13. október var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 89% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.087,2 árskúa á fyrrnefndum búum, síðastliðna 12 mánuði, var 5.743 kg
Lesa meira

Jarðvegssýnataka í fullum gangi

Þessa dagana eru ráðunautar víðs vegar um landið að taka jarðvegssýni hjá bændum. Samhliða því styðja ráðunautarnir við námsverkefni Sigurðar Max Jónssonar frá Glúmsstöðum 1 í Fljótsdal. Hann er í mastersnámi í búvísindum við LbhÍ með áherslu á áburðar- og plöntunæringarfræði.
Lesa meira

Kynbótasýningar hrossa 2014

Þar sem kynbótasýningum er nú lokið fyrir nokkru síðan er ekki úr vegi að taka saman nokkrar tölulegar staðreyndir. Sýningarnar fóru hægt af stað eins og venja er. Nokkrum sýningum var aflýst vegna lítillar þátttöku en miðað var við að skrá þyrfti að lágmarki 30 hross til að af sýningu yrði. Undantekning frá þessari reglu var gerð á Austurlandi enda einungis í boði ein sýningu í þeim landshluta. Sýningar ársins urðu ellefu, sjö vorsýningar, ein miðsumarssýning og þrjár síðsumarssýningar.
Lesa meira

Færeyingar taka Huppu í notkun

Undanfarna þrjá daga hafa námskeið í nautgriparæktarkerfinu Huppu staðið yfir í Þórshöfn í Færeyjum, á vegum RML og MBM, Meginfélags búnaðarmanna, sem er mjólkurbú þeirra Færeyinga. Í kjölfar námskeiðanna munu færeyskir kúabændur taka kerfið í notkun sem sitt skýrsluhaldskerfi. Kennsla á námskeiðunum hefur verið í höndum Guðmundar Jóhannessonar, ábyrgðarmanns nautgriparæktar hjá RML með dyggri aðstoð Jórunar Hansen hjá MBM.
Lesa meira

Fundur NorFor í Danmörku

Í síðustu viku var árlegur fundur NorFor um stefnumörkun haldinn í Danmörku. Á fundinn mæta fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi. Tilgangurinn með fundinum er að fara yfir það hvaða markmið frá fyrra ári hafa náðst og setja fram markmið fyrir næsta ár.
Lesa meira