Fréttir

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum 6. og 7. júní

Fyrri yfirlitssýning fer fram á Gaddstaðaflötum við Hellu föstudaginn 6. og laugardagin 7. júní. Sýningin hefst kl. 8.00 báða dagana og eru áætluð sýningarlok um kl. 19 á föstudag og kl. 12 á laugardag. Föstudagurinn verður helgaður hryssunum og verður byrjað með sýningu hryssna 7 vetra og eldri ásamt geldingum. Á laugardegi verða síðan stóðhestarnir teknir til kostanna. Sýningarröð flokka verður sem hér segir:
Lesa meira

Yfirlitssýning á Melgerðismelum - hollaröð

Yfirlitssýningin á Melgerðismelum fer fram föstudaginn 06. júní og hefst kl. 09:00. Athugið að þar sem einstaka knapar eru með mjög mörg hross á sýningunni eru hollin ekki endilega aldursskipt. Hér má sjá hollaröð.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Miðfossum 6. júní 2014

Yfirlitssýning kynbótasýningar á Miðfossum í Borgarfirði fer fram föstudaginn 6. júní og hefst kl. 08:00. Röð flokka verður m. eftirfarandi hætti:
Lesa meira

Viltu framleiða bestu mjólk í heimi?

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins býður bændum pakkalausnir í fóðurráðgjöf mjólkurkúa á komandi vetri. Pakkarnir eru tveir með mismiklu umfangi. Stabbi er minni í sniðum en í honum felast fóðuráætlanagerð, heysýnatúlkun, vöktun á efnainnihaldi mjólkur og nyt sem og ein eftirfylgniheimsókn. Stæða er heldur stærri í sniðum og inniheldur alla þætti Stabba auk gróffóðursýnatöku, mats á holdafari og aðstöðu til fóðrunar, leiðbeininga um fóðurverkun og beitaráætlanagerð ef tími vinnst til. Innifalin í Stabba er vinna ráðunauts í 8 tíma en í Stæðu er reiknað með að ráðunautur vinni 18 tíma fyrir bóndann.
Lesa meira

Yfirlit fyrri viku á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýning fyrri vikunnar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudag og laugardag, 6.-7. júní (til hádegis 7. júní). Röð flokka verður hefðbundin, byrjað á elstu hryssum kl. 08:00 á föstudagsmorgni, þá 6 vetra hryssur, 5 vetra o.s.frv. Nánara skipulag og hollaraðir birtast svo fljótt sem verða má eftir að dómum lýkur í kvöld.
Lesa meira

Hvernig gróffóður framleiðir þú í sumar? Hvernig fóður notar þú næsta vetur?

Gróffóður er af mismunandi gæðum eftir því hvar það er ræktað, hvaða tegundir eru notaðar, hver sláttutíminn er o. fl. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvað gróffóðrið sem á að nota næsta vetur inniheldur af próteini, orku og steinefnum til þess að geta valið það viðbótarfóður sem passar best og gefur hagkvæmustu fóðrunina.
Lesa meira

Gæðastýrð sauðfjárframleiðsla - Undirbúningsnámskeið

Fyrirhugað er að halda námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt en eitt af skilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu er að hafa sótt undirbúningsnámskeið. Staðsetning námskeiðanna og fjöldi verður ákveðinn með tilliti til þátttöku. Gert er ráð fyrir að námskeiðin fari fram dagana 18. – 20. júní næstkomandi. Námskeið verða svo aftur í boði seinna á þessu ári.
Lesa meira

Hollaröðun á Melgerðismelum 3.-6. júní

Hér má sjá hollaröðun fyrir kynbótasýninguna á Melgerðismelum í komandi viku. Alls eru 74 hross skráð á sýninguna. Dómar munu hefjast þriðjudaginn 3. júní kl. 12.30, á miðvikudaginn kl 9:00 og fimmtudaginn kl. 08:00. Yfirlitssýning eftir dóma fer fram föstudaginn 6. júní. Nánari tímasetningar yfirlitssýninga verða auglýstar síðar. Athugið að mælingar hefjast um 15 mín. áður en dómar hefjast.
Lesa meira

Hollaröðun á Miðfossum í Borgarfirði 2.-13. júní

Búið er að raða í holl fyrir kynbótasýninguna á Miðfossum dagana 2.-13. júní n.k. Alls eru 300 hross skráð á sýninguna. Dómar munu hefjast mánudaginn 2. júní kl. 12.30 en hina dagana kl. 08.00. Yfirlitssýning eftir dóma fyrri vikunnar fer fram föstudaginn 6. júní.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Sauðárkróki 30. maí

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram á Sauðárkróki föstudaginn 30. maí og hefst kl. 9:00.
Lesa meira