Fréttir

Gleðileg jól - opnunartímar yfir hátiðarnar

Stjórn og starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) senda bændum og fjölskyldum þeirra sem og landsmönnum öllum sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með þökkum fyrir góð og ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Opnunartímar skrifstofa RML yfir hátíðarnar verða sem hér segir:
Lesa meira

Ráðning ábyrgðarmanns í hrossarækt

Þorvaldur Kristjánsson hefur verið ráðinn ábyrgðarmaður í hrossarækt hjá RML. Þorvaldur hefur lokið doktorsnámi í búvísindum með megináherslu á kynbótafræði og hrossarækt. Umfjöllunar- og rannsóknarefnið í doktorsritgerð hans var ganghæfni íslenskra hrossa – áhrif sköpulags og breytileika í DMRT3-erfðavísinum. Þorvaldur hefur mikla reynslu af dómum á kynbótahrossum, situr í fagráði í hrossarækt og hefur töluverða reynslu af alþjóðlegu samstarfi innan FEIF. Þorvaldur mun hefja störf strax á nýju ári og bjóðum við hjá RML nýjan liðsmann velkominn til starfa.
Lesa meira

Greiðslumark mjólkur 2015 verður 140 milljónir lítra

Í nýútkominni reglugerð um greiðslumark mjólkur og beinar greiðslur til bænda verðlagsárið 2015 er kveðið á um meiri aukningu á greiðslumarki en dæmi eru um áður. Greiðslumarkið eykst um 15 milljónir lítra eða 12% milli ára, úr 125 milljónum lítra á því ári sem senn er á enda í 140 milljónir lítra árið 2015. Heildarupphæð beingreiðslna er 5.591,8 milljónir kr., samanborið við 5.466 milljónir á þessu ári. Að raungildi er hún óbreytt milli ára. Þetta þýðir að meðalbeingreiðslur lækka í 39,94 kr. á lítra úr 43,73 kr á lítra.
Lesa meira

Stigahæstu lambhrútarnir og öflugustu gimbrahóparnir

Niðurstöður lambadóma voru betri í haust en áður hefur verið. Meðaltöl bakvöðvamælinga eru hærri en fyrr. Meðalhrútlambið í haust mældist með 29,4 mm bakvöðva sem er 0,2 mm meira en haustið 2012 en þá voru hrútlömbin jafnframt heldur þyngri. Meðal lambhrúturinn í haust stigaðist upp á 83,6 en á síðasta ári var nánast sami fjöldi hrúta með meðal stig upp á 83,2.
Lesa meira

Þátttaka í lambaskoðunum - Flest lömb skoðuð í Strandasýslu

Í haust voru skoðuð 83.771 lamb. Þar af voru fullstigaðir 15.022 hrútar og 68.112 gimbrar voru mældar. Þetta er svipaður fjöldi hrútlamba og í fyrra en gimbrarnar eru aðeins færri, en þær voru 71.832 þá. Hér er miðað við skráð dóma í Fjárvís.is. Tafla 1 sýnir þróun í skoðun hrútlamba frá árinu 2010.
Lesa meira

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir starf bútækniráðunautar

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins óskar eftir að ráða starfsmann - bútækniráðunaut - til að taka að sér starf ábyrgðarmanns í bútækni hjá RML. Ráðningin er til eins árs með möguleika á framlengingu.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember eru orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. desember var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 92% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.875,2 árskúa á fyrrnefndum búum, síðastliðna 12 mánuði, var 5.772 kg
Lesa meira

Notkun sæðinga eftir svæðum

Þessa dagana er mikið að gerast í fjárhúsum landsins því víða eru menn að leita að blæsma ám til að sæða og þar með leggja grunn að næstu kynslóð kynbótagripa á búum sínum. Þátttaka í sæðingum er þó mjög breytileg eftir landsvæðum en á landsvísu hefur hún verið um 8% undanfarin ár sé miðað við fjölda kinda í skýrsluhaldi.
Lesa meira

Skil skýrsluhaldsgagna í sauðfjárrækt

Síðasti skiladagur skýrsluhaldsgagna í sauðfjárrækt vegna ársins 2014 er 31. desember nk. Skilin eru mánuði fyrr en fyrir ári síðan og er breytingin tilkomin vegna breytinga á reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.
Lesa meira

Sæðisdreifing úr Flekk 08029, Kletti 08030 og Bamba 08049

Eins og tilkynnt var í byrjun sumars er dreifing sæðis úr Flekk 08029, Kletti 08030 og Bamba 08030 háð takmörkunum þannig að bændur eiga rétt á ákveðnum skammtafjölda úr þessum nautum miðað við fjölda árskúa. Við viljum þakka þau góðu viðbrögð og skilning sem þessi ráðstöfun hefur notið enda brugðið á þetta ráð með það að leiðarljósi að allir fái notið þessara nauta.
Lesa meira