Námskeið fyrir bændur í notkun skilvirknikerfa í búrekstri

Dagana 11.-13. apríl mun Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, í samstarfi við SEGES P/S í Danmörku, standa fyrir þremur heilsdags námskeiðum í notkun á LEAN og SOP í búrekstri.

Fyrirlesari á námskeiðunum er Vibeke F. Nielsen landsráðunautur hjá SEGES P/S í Danmörku. Sérsvið hennar er bústjórn og betri nýting framleiðslutækja.

Stefnt er að því að halda námskeiðin á eftirfarandi stöðum ef næg þátttaka fæst:
Mánudag 11. apríl 2016: Garði, Eyjafjarðarsveit 
Þriðjudag 12. apríl 2016: Hvanneyri, Borgarfirði
Miðvikudag 13. apríl 2016: Stóra Ármóti, Árnessýslu

Fyrirlestrar verða þýddir jafnóðum auk þess sem glærur og námskeiðsgögn eru á íslensku. Námskeiðin hefjast klukkan 9.00 og lýkur klukkan 17.00.

Verð: 19.500 kr.

Skráning:
Hjá Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttur í síma 516 5023 eða með tölvupósti á geh@rml.is.

Nánari upplýsingar 

geh/okg