Sauðfjárbændur í Þingeyjarsýslum og Múlasýslum athugið

Við minnum á námskeiðið „Vorið“ þar sem fjallað er um fóðrun sauðfjár á vormánuðum, skipulag fóðuröflunar, mat á fóðurgæðum og margt fleira. 

Staðsetning:
Ýdalir, Aðaldal, miðvikudaginn 30. mars kl 10-16
Egilsstaðir, (nánari staðsetning kynnt þátttakendum), fimmtudaginn 31. mars kl 10-16.

Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 23. mars. Lágmarksfjöldi þátttakenda á hvorum stað eru 15 manns. 

Sauðfjárbændur á þessum svæðum eru hvattir til að nýta þetta tækifæri til að fræðast og bera saman bækur sínar.

Sjá nánar

Upplýsingar um námskeiðið

Skráning á námskeiðið

ább/okg