Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt 2015

Uppgjöri skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir árið 2015 er að mestu lokið þó víða leynist ófrágengar „eftirlegukindur“ á nokkrum búum. Bændur er því minntir á að skil eru ekki fullnægjandi fyrr en haustgögnum er skilað og framleiðsluárið 2016 hefur opnast. Reiknaðar afurðir eftir hverja kind verða heldur minni en árið 2014 eða sem nemur tæpu kílói. Þar munar mestu um erfitt tíðarfar síðast vor sem leiddi af sér meiri vanhöld en færri lömb koma til nytja árið 2015 en undanfarin ár þó fjöldi fæddra lamba sé svipaður og síðustu ár.
Lesa meira

Nautaskrá veturinn 2016 komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2016 er komin út og er dreifing á henni til kúabænda þegar hafin. Skráin inniheldur upplýsingar um þau reyndu naut sem eiga sæði í dreifingu og eru þau 16 talsins. Að venju er skrána einnig að finna á vefnum á slóðinni www.nautaskra.net sem pdf-skjal auk þess sem hægt er að fletta henni sem rafbók.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2015

Vakin er athygli á því að niðurstöður afkvæmarannsókna í sauðfjárrækt ásamt umfjöllunum eru aðgengilegar hér á vefnum. Jafnframt er birtur listi yfir þá hrúta sem gera mest útslag í afkvæmarannsóknum og umfjöllun um verkefnið, reglur og útreikninga.
Lesa meira

Námskeið í Fjárvís á Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum og Húsavík.

Fyrirhuguð eru námskeið í Fjárvís á Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum og á Húsavík. Fyrsta námskeiðið verður haldið 22. febrúar í Heppuskóla – Grunnskóla Hornafjarðar frá kl. 13:00-17:00. Annað námskeiðið verður haldið 23. febrúar á Egilsstöðum í húsnæði BsA/RML að Miðvangi 2-4 frá kl. 13:00-17:00. Ath. Þátttakendur á þessu námskeiði þurfa að koma með eigin tölvur.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum janúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um kl. 10:00 þ. 11. febrúar, höfðu skýrslur borist frá 94% þeirra 577 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 24.281,9 árskúa á þessum 94% búanna, var 5.931 kg
Lesa meira

Hugleiðingar varðandi hrossarækt - Hvað gætum við gert næst?

Hvað gætum við gert næst? Þegar horfið var frá því á sínum tíma að auglýsa sérstaklega komandi útflutning íslenskra kynbótahrossa var stórt skref stigið í átt til nær algers frjálsræðis íslenskra hrossaræktenda í sölumálum. Augljós afleiðing þessarar ákvörðunar var að Íslendingar ætluðu óhræddir að keppa á frjálsum samkeppnis-grundvelli við aðrar þjóðir sem rækta íslenska hestinn; hvað sem liði einstefnuflæði erfðaefnis frá upprunalandinu.
Lesa meira

Námskeið í dkBúbót í febrúar 2016

Haldin verða námskeið í notkun bókhaldsforritsins dkBúbót ef næg þátttaka fæst í húsnæði búnaðarsambandanna á hverjum stað: Hvanneyri: mánudaginn 15. febrúar 11.00-15.00 – skráningu lýkur föst. 12/2 Akureyri: fimmtudaginn 18. febrúar 10.00-14.00 – skráningu lýkur þriðj. 16/2 Egilsstaðir: mánudaginn 22. febrúar 10.00-14.00 – skráningu lýkur fimmt. 18/2 Selfoss: þriðjudaginn 16. febrúar 11.00-15.00 – skráningu lýkur föst. 12/2
Lesa meira

DNA-stroksýnataka á höfuðborgarsvæði

Pétur Halldórsson, ráðunautur, verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, föstudaginn 12. febrúar næstkomandi. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband við Pétur (S: 862-9322/petur@rml.is).
Lesa meira

Námskeið í Huppu

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands bjóða upp á námskeið í nautgriparæktarkerfinu Huppu í febrúar og mars 2016. Námskeiðið er ætlað bændum og búaliði er hafa metnað til eflingar nautgriparæktar í landinu. Námskeiðið er tvískipt þar sem á fyrri hlutanum er farið yfir grunnatriði. Nemendur fara þá heim með ákveðin verkefni og koma svo aftur á seinni hlutann þar sem tekist verður á við flóknari verkefni.
Lesa meira

Stóðhestaskýrslur 2015

Eru ekki allir búnir að skila stóðhestaskýrslum fyrir síðastliðið ár? Hafa ef til vill einhverjir gleymt þeim niðri í skúffu! Endilega drífið í að skila svo hryssueigendur geti skráð folöldin, sem fæðast í vor, rafrænt í heimaréttinni. Eyðublöðum er hægt að skila inn á öllum starfsstöðvum RML. Ég vil benda á að nú er komið sérstakt eyðublað vegna fósturvísaflutninga en þar er hægt að gera grein fyrir meðgöngumóður.
Lesa meira