Fjögur naut úr 2015 árgangi í dreifingu

Jólnir 15022
Jólnir 15022

Nú eru komnar upplýsingar um fjögur naut úr 2015 árgangi nauta hér á vefinn. Þetta eru þeir Lúði 15017 frá Geirakoti í Flóa undan Hjarða 06029 og Salvöru 647 Skandalsdótur 03034, Golíat 15018 frá Keldudal í Hegranesi undan Laufási 08003 og Emmu 738 Boltadóttur 09021, Köngull 15019 frá Auðsholti í Hrunamannahr. undan Toppi 07046 og Furu 933 Bambadóttur 08049 og Jólnir 15022 frá Reykjahlíð á Skeiðum undan Bamba 08049 og Borgey 638 Sússadóttur 05037. Jólnir er fyrsti sonur Bamba 08049 sem kemur til dreifingar.

Dreifng úr þessum nautum er hafin á einstaka svæðum en á öðrum svæðum bíða þeir næstu áfyllingar hjá frjótæknum. Að venju eru gefin út spjöld með sambærilegum upplýsingum. Þau fara til dreifingar innan tíðar og ættu að berast bændum á allra næstu dögum. Einnig eru þessi spjöld birt hér á vefnum sem pdf-skjöl til skoðunar og útprentunar ef menn kjósa svo.

/gj