Fréttir

Ekki of seint að senda heysýni til efnagreininga

Samkvæmt heimasíðu Efnagreiningar ehf. er hægt að senda hey- og skítasýni fyrir 5. hvers mánaðar og vænta niðurstaðna fyrir 20. sama mánaðar. Það er því ekki of seint að senda heysýni núna og getur verið sniðugt að senda sýni á þessum tíma ef fóðrunin gengur ekki eins og skyldi.
Lesa meira

Upplýsingar um fjögur ungnaut fædd 2014

Búið er að bæta við upplýsingum fjögur ungnaut fædd 2014 á nautaskra.net. Um er að ræða naut sem verið er að hefja dreifingu sæðis úr þessa dagana. Þetta eru Skagfjörð 14044 frá Daufá í Skagafirði undan Húna 07041 og Spes 353 Eldsdóttur 04001, Stáli 14050 frá Hlemmiskeiði á Skeiðum undan Legi 07047 og Birnu 805 Reyksdóttur 06040, Unnar 14058 frá Sökku í Svarfaðardal undan Húna 07041 og Unni 636 Fontsdóttur 98027 og Trompás 14070 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði undan Dynjanda 06024 og Ölmu 238 Aðalsdóttur 02039.
Lesa meira

Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2015

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2015 hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Hér á eftir verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Þeir framleiðendur sem skiluðu upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 582 en á árinu 2014 voru þeir 579. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 25.609,9 árskýr skiluðu 5.851 kg nyt að meðaltali. Það er hækkun um 130 kg frá árinu 2014, en þá skiluðu 23.861 árskýr meðalnyt upp á 5.721 kg, og mestu meðalafurðir sem mælst hafa á landinu. Mestar meðalafurðir 2015 voru í Austur-Skaftafellssýslu 6.138 kg eftir árskú. Árið 2014 voru meðalafurðirnar einnig mestar þar, 6.302 kg eftir árskú. Meðalbústærð reiknaðist 44,0 árskýr á árinu 2015 en sambærileg tala var 41,2 árið á undan. Meðalbústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 56,8 kýr en 2014 reiknuðust þær 54,2.
Lesa meira

Góður árangur í Kolsholti í Flóa á síðasta ári

Bændurnir í Kolsholti í Flóa hafa náð miklum árangri í afurðum eftir hverja kú á seinasta ári. Í Kolsholti er stundaður kúabúskapur en auk þess er þar rekið verkstæði. Fjósið er lausagöngufjós fyrir 45 kýr byggt árið 1985. Haustið 2014 var mjaltabásinn endurnýjaður, keyptur notaður mjaltabás og honum komið fyrir með tilheyrandi breytingum og aðlögun.
Lesa meira

Námskeið í dkBúbót

Nú er komið að ársuppgjöri og senn líður að framtalsgerð. Því viljum við kanna hvort eftirspurn sé meðal bænda eftir námskeiðum í notkun á dkBúbót. Verði nægur áhugi munum við auglýsa námskeið.
Lesa meira

Launamiðaútgáfa dkBúbótar komin út

Á vef Bændasamtaka Íslands má sjá frétt varðandi nýja árlega uppfærslu af dkBúbót sem hefur verið send út til notenda. Útgáfan gerir notendum kleift að senda inn launamiða vegna ársins 2015.
Lesa meira

Uppgjör Fjárvís

Allt haustuppgjör sauðfjárræktarinnar var endurreiknað í gær. Í uppgjörinu voru villur sem núna er búið að laga. Áhrifin af villunum voru allvíðtæk og flestir notendur sjá breytingar á einkunnum hjá einstökum gripum á sínu búi.
Lesa meira

Nú er tími áburðaráætlana

Undanfarna daga hafa áburðarsalar verið að kynna verð og framboð á áburði. Áburðarverð hefur lækkað umtalsvert frá því í fyrra, eða á milli 12 og 15%. Þrátt fyrir verðlækkun eru áburðarkaup ennþá stærsti rekstrarkostnaðarliður sauðfjárbænda og næststærsti kostnaðarliður kúabænda á hverju ári og því mikilvægt að vanda vel til verka við val á tegundum og magni.
Lesa meira

Kynbótaráðgjöf, nú er rétti tíminn!

Rétt er að minna bændur á að í desember var keyrð uppfærsla á kynbótamati í nautgriparækt og í framhaldi af því kom Fagráð í nautgriparækt saman og ákveðið var hvaða ný naut verða í notkun næstu mánuði.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2016 og val kynbótahrossa á LM 2016

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2016 og er hún komin hér á vefinn undir Búfjárrækt/Hrossarækt/Kynbótasýningar. Ákveðið hefur verið að stilla ekki upp sýningum þar sem tvö dómaragengi eru að störfum en þörf hefur verið á því á suðvesturhorni landsins til að anna eftirspurn. Þess í stað verður boðið upp á sýningar á fleiri sýningarsvæðum á sama tíma.
Lesa meira