Fréttir

Breytingar á starfsmannahaldi

Nú um áramótin fór Anna Margrét Jónsdóttir ráðunautur hjá RML í árs leyfi frá störfum. Hún hefur starfað hjá RML frá stofnun fyrirækisins en fyrir þann tíma starfaði hún sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda. Verkefni hennar hjá RML tengdust aðallega sauðfjárrækt, jarðrækt og rekstraráætlunum. Starfsstöð hennar hefur verið á Blönduósi. Verkefni Önnu Margrétar færast því til annarra ráðunauta og bændum er bent á að hafa samband við skiptiborð RML í síma 516 5000. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins óskar Önnu Margréti velfarnaðar á öðrum starfsvettvangi.
Lesa meira

DNA-sýnataka á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson verður við DNA-stroksýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu (víðar ef óskað er) föstudaginn 8. janúar og svo mánaðarlega til vors.
Lesa meira

Greiðslumark mjólkur verður 136 milljónir lítra á árinu 2016

Reglugerð um greiðslumark mjólkur og beinar greiðslur til bænda verðlagsárið 2016 var birt í Stjórnartíðindum þann 30. desember s.l. Greiðslumarkið lækkar um 4 milljónir lítra eða 2,86% milli ára, úr 140 milljónum lítra á nýliðnu ári í 136 milljónir lítra á því yfirstandandi. Heildarupphæð beingreiðslna er 5.521,8 milljónir kr., samanborið við 5.591,8 milljónir á síðasta ári. Þetta þýðir að meðalbeingreiðslur hækka í 40,60 kr. á lítra úr 39,94 kr á lítra.
Lesa meira

Verðlækkun á áburði á milli 7 og 15%

Nú hafa allir stærslu áburðarsalar síðustu ára auglýst framboð og verð á áburði. Lækkun á áburðarverði er umtalsverð á milli ára eða oft á bilinu 7 og 15% en það er breytilegt á milli áburðarsala og áburðartegunda.
Lesa meira

Gleðileg jól - Opnunartími um hátíðarnar

Skiptiborð RML verður opið alla virka daga frá kl. 8.00-12.00 og frá 12.30-16.00 nema aðfangadag og gamlársdag en þá verður lokað. Ekki verður þó föst viðvera á öllum skrifstofum RML virku dagana. Opnun starfstöðva og viðvera verður komin í eðlilegan farveg þann 4. janúar.
Lesa meira

Sauðfjársæðingar 2015-2016

Í gær lauk sæðistöku hjá sauðfjársæðingarstöðvunum þetta árið. Alls voru sendir út rúmlega 48.000 sæðisskammtar nú í desember. Nýting þess ætti að verða talsvert betri en í fyrra og reikna má með að sæddar ær á landinu þetta árið verði rúmlega 30.000.
Lesa meira

Staðfesting um breytingu á verðskrá

Samkvæmt staðfestingu frá Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti frá 11. desember 2015 er Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) heimilt að innheimta að hámarki kr. 6.500,- auk vsk fyrir vinnu við sérfræðistörf sem falla undir búnaðarlög, sbr. 7. gr. búnaðarlagasamnings dags. 28. september 2012 og 3. mgr. 3. gr. búnaðarlaga.
Lesa meira

Geitaskýrslur

Í gær fóru í póst skýrslur til þeirra geitfjárræktenda sem skráðir voru með geitur á búfjárskýrslu haustið 2014. Þar er óskað eftir gögnum fyrir framleiðsluárið 2014 til 2015.
Lesa meira

Haustuppgjör sauðfjár 2015

Haustuppgjör sauðfjár fyrir árið 2015 er nú aðgengilegt notendum á Fjárvís. Byrjað verður að prenta bækur eftir helgi fyrir þá sem það kjósa. Minnt er á að hægt er að nálgast vorbók sem PDF skjal með því að smella á „Skrá vorbók“ og velja „Prenta“ í titilrönd þar.
Lesa meira

Upplýsingar um fjögur ungnaut fædd 2014

Búið er að bæta við upplýsingum fjögur ungnaut fædd 2014 á nautaskra.net. Um er að ræða naut sem verið er að hefja sæðisdreifingu úr. Þetta eru Baggi 14043 frá Hvanneyri í Andakíl undan Toppi 07046 og Skuld 1539 Aðalsdóttur 02039, Kross 14057 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannareppi undan Toppi 07046 og Heiðbjörtu 588 Laskadóttur 00010, Losti 14061 frá Helluvaði á Rangárvöllum undan Húna 07041 og Djásn 700 Ássdóttur 02048 og Svanur 14068 frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi undan Hjarða 06029 og Önnu 506 Ófeigsdóttur 02016.
Lesa meira