Fréttir

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Þann 18. apríl var opnað fyrir skráningar á allar kynbótasýningar vorsins. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hér í gegnum heimasíðuna en á forsíðunni hægra megin er valmyndin „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Ungfolaskoðun og DNA-sýnataka

Boðið verður upp á ungfolaskoðanir og DNA-sýnatöku úr hrossum á Norðurlandi í næstu viku. Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar, verður á ferðinni á eftirtöldum svæðum:
Lesa meira

Námskeið í Fjárvís

Námskeiðin verða haldin sem hér segir: 20. apríl á Blönduósi, í sal búnaðarsambandsins, Húnabraut 13. 25. apríl á Sauðárkróki, í húsnæði Farskólans, Faxatorgi. 26. apríl á Ísafirði, hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12.
Lesa meira

Starfsdagar hjá RML 13.-15. apríl

Nú standa yfir starfsdagar RML sem eru einskonar vinnufundur starfsmanna. Á starfsdögum koma allir starfsmenn fyrirtækisins saman og vinna að ýmsum verkefnum tengdum starfinu og þróun fyrirtækisins.
Lesa meira

6.000 lítra múrinn rofinn - niðurstöður úr afurðaskýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í mars hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbil þ. 11. apríl, höfðu skýrslur borist frá 93% þeirra 578 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 24.055,0 árskúa á þessum 93% búanna, var 6.003 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Hrútaverðlaun sauðfjársæðingastöðvanna 2016

Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda á föstudag voru veitt verðlaun sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföðurinn starfsárið 2014-2015 og fyrir mesta alhliða kynbótahrútinn 2016. Faghópur sauðfjárræktar ákveður hvaða hrútar eru valdir ár hvert. Danni 12-923 frá Sveinungsvík fékk verðlaun sem besti lambafaðirinn og Rafall 09-881 frá Úthlíð fékk verðlaun sem mesti alhliða kynbótahrúturinn. Ræktendur hrútanna, sem verðlaunaðir voru, hlutu farandgripi sem Sigríður Kristjánsdóttir á Grund útbjó þegar þessar verðlaunaveitingar hófust árið 2009. Á meðfylgjandi myndum sem Sigurður Már Harðarson á Bændablaðinu tók af verðlaunahöfum ásamt Þórhildi Þorsteinsdóttur formanni Búnaðarsamtaka Vesturlands sem afhenti verðlaunin fyrir hönd sauðfjársæðingastöðvanna.
Lesa meira

Viðurkenning fyrir besta nautið fætt 2008 afhent

Á fagþingi nautgriparæktarinnar 31. mars 2016 var afhent viðurkenning fyrir besta nautið fætt árið 2008 frá Nautastöð Bændasamtaka Íslands. Að þessu sinni hlaut kynbótanautið Bambi 08049 frá Dæli í Fnjóskadal þessa nafnbót. Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs í nautgriparækt, og Sigurður Loftsson, fráfarandi formaður Landssambands kúabænda, afhentu ræktendum Bamba, þeim Margréti Bjarnadóttur og Geir Árdal, ábúendum í Dæli, viðurkenninguna og við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin.
Lesa meira

Námskeið fyrir bændur í notkun skilvirknikerfa í búrekstri

Dagana 11.-13. apríl mun Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, í samstarfi við SEGES P/S í Danmörku, standa fyrir þremur heilsdags námskeiðum í notkun á LEAN og SOP í búrekstri. Fyrirlesari á námskeiðunum er Vibeke F. Nielsen landsráðunautur hjá SEGES P/S í Danmörku. Sérsvið hennar er bústjórn og betri nýting framleiðslutækja.
Lesa meira

Meira vinnuhagræði - minni sóun

Vinnuhagræðing, betri nýting aðfanga og skilvirkari rekstur er verkefni sem allir sem reka fyrirtæki standa frami fyrir daglega. Tölur úr búreikningum svo ekki verður um villst að margir geta sótt talsvert í bættan rekstur búsins og því mikilvægt að leggja sérstaka áherslu á að skoða allar færar leiðir í því skyni. Í nágrannalöndum okkar hafa menn í auknum mæli innleitt svokölluð skilvirknikerfi eða bústjórnarkerfi inn í vinnu við landbúnað í því skyni að ná betur utan um verkferla og daglega vinnu á búunum til að hámarka nýtingu á aðföngum og vinnuafli í verðmætasköpun á búinu.
Lesa meira

Góður gangur í starfsemi RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) er nú á sínu fjórða starfsári. Markmiðið með stofnun fyrirtækisins var að til yrði öflugt ráðgjafarfyritæki sem byði upp á faglega ráðgjöf ásamt því að sjá um framkvæmd skýrsluhalds og ræktunarstarf.
Lesa meira