Fréttir

Verð á mjólk til bænda hækkar um 1,77 kr/l. þann 1. júlí n.k.

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 2,5% þann 1. júlí 2016. Breytingin er einkum til komin vegna hækkunar launa. Hins vegar lækkar undanrennu- og mjólkurduft um 20% til að mæta áhrifum nýs tollasamnings við ESB og lækkun heimsmarkaðsverðs á dufti. Vegin meðaltals hækkun er því 2,1%. Kostnaður við lækkunina skiptist jafnt á milli bænda og mjólkuriðnaðarins.
Lesa meira

Minnislisti fjósbyggjandans

Árið 2011 var lokið við uppgjör rannsóknaverkefnisins „Betri fjós“ en það verkefni leiddi m.a. í ljós að þrátt fyrir að töluverð reynsla hafi skapast hér á landi við hönnun, byggingu eða breytingu fjósa, þá reyndust öll fjós sem heimsótt voru í því rannsóknaverkefni innihalda einhverja galla. Flesta gallana hefði mátt koma í veg fyrir með meiri þekkingu á hönnun og/eða frágangi við byggingu eða breytingu fjósanna. Skýringuna á þessum mistökum má vafalítið heimfæra upp á smæð markaðarins á Íslandi, en harla erfitt og raunar ólíklegt er að hægt sé að fá jafn góða þjónustu við hönnun fjósa og leiðbeiningar við byggingu eða breytingar fjósa hér á landi og kúabændur erlendis geta fengið, enda eru nýbyggingar eða breytingar á fjósum hér á landi ekki taldar nema í fáeinum tugum árlega.
Lesa meira

Rásröð kynbótahrossa á LM 2016

Rásröð kynbótahrossa í dómum á LM 2016, dagana 27. júní til 29. júní, er komin inn á heimasíðu landsmótsins (www.landsmot.is) og heimasíðu RML (www.rml.is).
Lesa meira

Notendur Fjárvís athugið

Vegna vinnu við uppfærslu gagnagrunns verður skýrsluhaldskerfið Fjárvís lokað mánudaginn 27. júní nk.
Lesa meira

Innheimta í hrossarækt - reikningar í tölvupósti

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sinnir skráningum í hrossarækt s.s. grunnskráningu og eigendaskiptum. Þeir sem eru með aðgang að Worldfeng geta skráð þetta sjálfir í gegnum heimaréttina. Fyrir þessi verkefni innheimtir RML kr. 1.500 pr hross. Framvegis munu reikningar fyrir þessa vinnu einungis berast viðskiptavinum í tölvupósti. Reikningar munu eftir sem áður birtast í heimabanka viðkomandi. Óski menn eftir útprentuðum reikningi í bréfpósti þá er hægt að óska eftir því með því að senda póst á netfangið rml@rml.is
Lesa meira

Heimsóknir í akra: Tíma- og staðsetningar uppfærðar

Dagana 20.-23. júní nk. verður Benny Jensen kartöflu- og kornræktarráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku hér á landi og heimsækir bú og skoðar kartöflugarða en einnig kornakra á ákveðnum stöðum. Verður ástand akranna metið og m.a. horft eftir illgresi, sjúdómum og skortseinkennum í korni. Kornbændum og öðru áhugafólki um kornrækt er boðið að skoða þessa akra með Benny. Í för með honum verða ráðunautar frá RML. Tíma- og staðsetningar hafa verið uppfærðar hér á síðunni.
Lesa meira

Kynbótahross á landsmóti 2016

Eigendur hrossa sem hafa unnið sér þátttökurétt á landsmóti en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum eru beðnir um að láta vita um það, þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu. Hægt er að láta vita í síma 892-9690 eða á netfanginu thk@rml.is.
Lesa meira

Opnað fyrir skráningar á miðsumarsýningar

Í dag 15. júní var opnað á skráningar á miðsumarssýningar. Sýningarnar verða tvær að þessu sinni, á Selfossi og á Hólum í Hjaltadal. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is en þar er má finna í valmyndinni á forsíðunni „skrá á kynbótasýningu“. Á sömu heimasíðu undir búfjárrækt/hrossarækt/kynbótasýningar má finna leiðbeiningar um rafræna skráningu á kynbótasýningu.
Lesa meira

Heimsókn með ráðunautum í kornakra

Dagana 20.-23. júní nk. verður Benny Jensen kartöflu- og kornræktarráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku hér á landi. Mun hann heimsækja bú og skoða kartöflugarða en einnig kornakra á ákveðnum stöðum. Verður ástand akranna metið og m.a. horft eftir illgresi, sjúdómum og skortseinkennum í korni. Kornbændum og öðru áhugafólki um kornrækt er boðið að skoða þessa akra með Benny. Í för með honum verða ráðunautar frá RML. Dagskrá heimsóknanna er eftirfarandi:
Lesa meira

Ný reynd naut að koma í dreifingu

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í gær að sæði úr 17 reyndum nautum verði í dreifingu í sumar. Áfram verður í dreifingu sæði úr; Loga 06019, Rjóma 07017, Keip 07054, Bláma 07058, Blóma 08017, Þætti 08021, Flekk 08029, Góa 08037, Gust 09003, Bolta 09021, Gæja 09047, Ferli 09070 og Drætti 09081. Þau naut sem koma ný til notkunar eru úr árganginum sem fæddist 2010. Þetta eru: Strákur 10011 frá Naustum í Eyrarsveit, undan Pontíusi 02028, mf. Kaðall 94017, Drangi 10031 frá Bakka í Öxnadal, undan Glæði 02001, mf. Ás 02048, Fossdal 10040 frá Merkigili í Eyjafirði, undan Glæði 02001, mf. Hamar 94009, og Bætir 10086 frá Núpstúni í Hrunamannahreppi, undan Síríusi 02032, mf. Stöðull 05001.
Lesa meira