Fréttir

Kynbótahross á LM 2016

Hvað varðar kynbótahross á Landsmóti 2016 að Hólum í Hjaltadal eru nokkur atriði sem þarf að koma á framfæri. Ákveðinn fjöldi efstu hrossa vinnur sér þátttökurétt á mótinu og miðað er við að hafa 165 kynbótahross á mótinu. Til að auðvelda bestu klárhrossum landsins að komast inn á mótið er 10 stigum bætt við aðaleinkunn klárhrossa í sætisröðun hrossa inn á mótið. Á heimasíðunni www. worldfengur.com má finna lista yfir þau kynbótahross sem búin eru að vinna sér þátttökurétt á Landsmót hverju sinni. Endanlegur listi lítur ekki dagsins ljós fyrr en eftir 10. júní þegar vordómum lýkur. Ekki þarf að skrá sig inn í WorldFeng til að sjá þennan lista heldur má opna hann með því að smella á „Sýningarskrá fyrir Landsmót 2016“.
Lesa meira

Hollaröð yfirlits í Spretti 3.júní, fyrri vika

Yfirlitssýning fyrri dómaviku í Spretti, Kópavogi fer fram á föstudaginn 3. júní og hefst kl. 8:00. Röð flokka er hefðbundin og byrja á elstu hryssum.
Lesa meira

Hollaröð yfirlits á Gaddstaðaflötum 3. júní, fyrri vika

Yfirlitssýning fyrri dómaviku á Gaddstaðaflötum v. Hellu fer fram föstudaginn 3. júní og hefst kl. 9:00. Röð flokka hefðbundin og byrjað á elstu hryssum. Dagskrá dagsins er á þessa leið:
Lesa meira

Yfirlit á Mið-Fossum 2. júní - Hollaröð

Yfirlit kynbótasýningar á Mið-Fossum fer fram á fimmtudaginn, 2. júní og hefst kl. 09:00. Hér má sjá hollaröðun:
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Hólum dagana 6.-10. júní

Kynbótasýning verður á Hólum í Skagafirði dagana 6.-10. júní 2016. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 6. júní. Tvær dómnefndir verða að störfum og verður dæmt mánudag, þriðjudag og miðvikudag.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Mið-Fossum 6.-9.júní

Kynbótasýning verður á Mið-Fossum í Borgarfirði dagana 6. til 9. júní. Dómar hefjast stundvíslega kl. 12:30 mánudaginn 6. júní. Yfirlitssýning verður á fimmtudaginn 9. júní og hefst kl. 9:00. Alls eru 82 hross skráð á sýninguna.
Lesa meira

Kynbótasýning á Hólum dagana 6-10. júní

Vegna mikillar þátttöku á kynbótasýningunni á Hólum í Hjaltadal hefur verið ákveðið að hafa tvö dómaragengi að störfum. Sýningin hefst því ekki á sunnudegi, eins og áður var auglýst, heldur hefjast dómar stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 6. júní.
Lesa meira

Kynbótasýning á Hólum - bætt við plássum

Búið er að bæta við einum degi á sýninguna á Hólum í Hjaltadal og er hún opin fyrir skráningu. Hámarksfjöldi er 165 hross og mun lokast fyrir skráningu þegar þeirri tölu er náð. Sýningin mun byrja á sunnudeginum 5. júní og enda með yfirliti á föstudeginum 10.júní.
Lesa meira

Yfirlit á Hlíðarholtsvelli Akureyri - hollaröð

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Hlíðarholtsvelli á Akureyri, föstudaginn 27.05. og hefst kl. 09:00 Hér má sjá hollaröðun:
Lesa meira

Yfirlit á Selfossi - Hollaröð

Yfirlitssýning kynbótasýningar á Brávöllum fer fram föstudaginn 27. maí ef veðuraðstæður leyfa. Gangi mótdrægar veðurspár eftir að morgni þess 27. verður yfirlitssýningunni frestað til laugardagsins 28. maí. Tilkynning um þá mögulegu frestun verður birt hér á síðunni kl. 7:00 – ef af frestuninni verður.
Lesa meira