Tilraun með kyngreint nautasæði
15.01.2025
|
Í desember s.l. komu sérfræðingar frá STgenetics og kyngreindu sæði úr íslenskum nautum í fyrsta skipti í sögunni. Tekið var sæði (X-sæði) úr fimm nautum sem koma nú til notkunar. Jafnhliða var tekið sæði úr Angus-nautinu Lunda til kyngreiningar og þá í hina áttina þannig að þar er um ræða sæði sem gefur nautkálfa (Y-sæði). Kyngreint sæði úr Lunda verður til almennrar notkunar utan tilraunar.
Nú er þetta sæði að koma til dreifingar með þeim hætti að gerð verður tilraun til þess að sjá mun á fanghlutfalli hefðbundins og kyngreinds sæðis. Við blöndun, meðhöndlun og frystingu á þessu sæði var hverri sæðistöku skipt í tvennt, annar hlutinn var frystur á hefðbundinn hátt en hinn hlutinn kyngreindur og frystur. Sæðinu verður dreift með þeim hætti að ekki liggur fyrir hvort er hvað og er þetta gert til þess að fá sem marktækasta niðurstöðu á árangurinn. Þannig á að vera tryggt að val á gripum og meðhöndlun sæðisins mun ekki hafa áhrif á niðurstöðuna.
Lesa meira