Er búið að skrá sæðingarnar?

Nú styttist í 13. janúar, en til þess að eiga möguleika á hvatastyrkjum vegna notkunar á hrútum með verndandi (V) eða mögulegaverndandi arfgerðir (MV), þarf að ljúka skráningum í Fjárvís í síðasta lagi mánudaginn 13. janúar. Sæðingar þarf að skrá undir „skrá sæðingu“ í Fjárvís (ekki undir „skrá fang“ en þar birtast þessar skráningar sjálfkrafa þegar sæðing er skráð). Til að sækja um hvatastyrkinn þarf í raun ekki að gera annað en að ganga frá þessum skráningum.

Líkt og á síðasta ári mun Matvælaráðuneytið veita hvatastyrki til þess að styðja við innleiðingu á V og MV arfgerðum. Styrkurinn er 1.100 kr. á sædda á með hrút sem ber V arfgerð og 550 kr. ef sætt er með hrútum sem bera MV arfgerðir. Uppgjörið fer fram í gegnum Afurð.is.

Þegar þessi orð eru skrifuð er búið að skrá um 25.700 ær sæddar en væntanlega eru í kringum 3.000 sæðingar enn óskráðar.

/okg