Skil á haustgögnum í Fjárvís

Enn eiga ansi margir eftir að skila haustgögnum í Fjárvís. Athygli er vakin á því að síðasti skiladagur haustgagna er 12. desember, en hann er bæði kominn og farinn fyrir allnokkru. Hafi bændur sætt með hrútum sem bera verndandi (V) og mögulega verndandi (MV) arfgerðir er síðasti skráningardagur sæðinga til þess að njóta styrkja þeirra vegna 13. janúar. Styrkurinn er 1.100 kr. á sædda á með hrút sem ber V arfgerð og 550 kr. á sædda á með hrút sem ber MV arfgerð. Til þess að hægt sé að skrá sæðingar er nauðsynlegt að loka framleiðsluárinu 2024 með því að skila haustgögnunum. Einnig er stefnt að því að birta uppgjör ársins nú í janúar svo það er til mikils að vinna fyrir þá bændur sem eiga eftir að skila, að gera það sem allra fyrst.

/okg