Fréttir

Kynbótahross á Landsmóti 2024

Þá er stórskemmtilegu dómavori að ljúka og að verða ljóst hvaða hross vinna sér inn þátttökurétt á Landsmóti. Á forsíðu WorldFengs má sjá „Sýningarskrá fyrir Landsmót 2024“ en þar kemur fram hvaða hross komast inn á Landsmót þegar yfirlitssýningum lýkur föstudaginn 21 júní. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið (til dæmis fleiri en ein hryssa í 15. sæti í flokki 7 vetra og eldri hryssna) þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu.
Lesa meira

Yfirlitssýningar á Rangárbökkum, Hólum og Selfossi á morgun 21. júní

Röð hrossa á yfirlitssýningum morgundagsins á Rangárbökkum, Hólum og á Selfossi hafa allar verið birtar. Sýningarnar hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið. 
Lesa meira

Yfirlit á kynbótasýningu í Spretti 20. júní

Yfirlitssýning í Spretti fer fram fimmtudaginn 20. júní og hefst stundvíslega kl. 08.00
Lesa meira

Skráningar á miðsumarssýningar 2024

Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar mánudaginn 24 júní kl. 9:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML www.rml.is en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML.
Lesa meira

Umsóknir vegna kaltjóna

Vegna þess kaltjóns sem orðið hefur víða á Norður og Austurhelmingi landsins er bændum bent á að skoða vel það verklag sem Bjargráðasjóður óskar eftir að verði viðhaft við mat á tjóni. Bjargráðasjóður hefur samþykkt verklag sem verður viðhaft við afgreiðslu styrkumsókna vegna kaltjóna á Norður- og Austurlandi vorið 2024. Hlekk á verklagsreglurnar má finna hér. Á heimasíðu Bjargráðasjóðs hefur verið settur hlekkur inn á Bændatorgið, en umsóknir um styrk þurfa að fara þar í gegn.   Ráðunautar RML geta aðstoðað við gerð umsóknar  en bent skal á að samkvæmt reglum sjóðsins þá bera bændur þann kostnað sem getur orðið vegna umsóknar í sjóðinn.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Hólum 14. júní - hollaröðun

Hér má sjá hollaröðun fyrir yfirlitssýningu á Hólum, föstudaginn 14.júní. Sýningin hefst stundvíslega kl. 08:00
Lesa meira

Yfirlit á kynbótasýningu í Spretti 14. júní

Yfirlitssýningin í Spretti fer fram föstudaginn 14. júní og hefst kl. 08.00 Hollaröð má nálgast hér á heimasíðunni undir Röðun hrossa á kynbótasýningum.
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum 14. júní

Yfirlitssýning þriðju sýningarviku á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 14. júní og hefst klukkan 08:00. Hollaröð má nálgast hér á heimasíðunni undir Röðun hrossa á kynbótasýningum. Áætluð lok sýningar eru um kl. 16:00
Lesa meira

Yfirlitssýning á Selfossi 13. júní

Yfirlitssýning fer fram á Brávöllum á Selfossi fimmtudaginn 13. júní og hefst kl. 08:30. Áætlað er að sýningunni verði lokið um kl. 12:30. Hollaröð má nálgast í gegnum hnappinn Röðun hrossa á kynbótasýningum á forsíðunni.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar síðustu 12 mánuðina, þegar maí er á enda runninn, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað undir nón þann 11. júní. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 441 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 117 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.139,9 árskúa á búunum 441 var 6.518 kg. eða 6.480 kg. OLM
Lesa meira