Fréttir

Feldfé í Fjárvís

Undanfarið hefur staðið yfir vinna við að koma upplýsingum um feldfé inn í Fjárvís. Upphaf ræktunar á feldeiginleikum í íslensku fé má rekja til áttunda áratugar síðustu aldar, en varð hvergi langlíf nema í Meðallandi. Áhugi á feldfjárrækt hefur þó farið vaxandi síðustu ár og hafa feldfjárhrútar verið í boði á sæðingastöðvunum samfleytt frá árinu 2014. Í Fjárvís hefur ekki verið haldið utan um þetta fé sérstaklega fyrr en nú, að því undanskildu að hægt hefur verið að skrá feldfjárdóma sem birtust í feldgæðayfirliti.
Lesa meira

Rannsókn á erfðaorsökum kálfadauða er enn í gangi

Sú rannsókn þar sem verið er að kanna hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum er enn í gangi. Mikilvægur liður í rannsókninni er að fá sýni úr kálfum sem sannanlega fæðast dauðir. Nokkur fjöldi sýna hefur náðst á undanförnum misserum en þörf er á fleiri og því er óskað eftir aðstoð bænda. Við biðlum því til ykkar með að taka sýni úr þeim kálfum sem fæðast dauðir og eru undan sæðinganautum. Sýnið er tekið þannig að klipptur er bútur af öðru eyra kálfsins og settur í poka sem merkja þarf með burðardegi og númeri móður. Sýnið er síðan geymt í frysti.
Lesa meira

Af niðurstöðum lambadóma – synir stöðvahrútanna

Nú er ætti megnið af dómum haustsins að vera skráð í Fjárvís en þó er minnt á að bændur eru hvattir til að koma öllum óskráðum dómum inn í gagnagruninn fyrir mánudaginn 28. október þannig að gögnin nýtist fyrir kynbótmatsútreikninga og upplýsingar um dómaniðurstöður fyrir hrútaskrá. Ef skoðaðar eru niðurstöður fyrir stöðvahrútana (úttekt 23.10.2024) þá hafa 5.716 synir sæðingahrútanna hlotið dóm. Ef miðað er við úttekt á stöðu stöðvahrútanna fyrir ári síðan eru þetta nálægt 1.500 fleiri dómar í ár. Það kemur reyndar ekki á óvart þar sem þátttaka í sæðingum var mun betri á síðasta ári en árinu á undan.
Lesa meira

Vegna kaupa og sölu á líflömbum

Nú í haust hefur líflambasala á milli bæja verið talsvert meiri en undanfarin ár og greinilegt að bændur hafa mikinn áhuga á að fjárfesta í líflömbum með spennandi arfgerðir með tilliti til riðunæmis. RML vill beina því til bænda sem eru að kaupa líflömb að gera upp sitt skýrsluhald áður en að þeir samþykkja nýja gripi inn á bæinn.
Lesa meira

Dómagögn og sláturupplýsingar vegna hrútaskrár

Nú er lambadómum haustsins að mestu lokið og sláturtíð einnig að ljúka. Hafinn er undirbúningur að hrútaskrá. Því er mikilvægt að allir dómar séu skráðir sem fyrst inn í Fjárvís. Stefnt er á að taka út gögn vegna kynbótamatskeyrslu vegna hrútaskrár mánudaginn 28. október. Því eru bændur hvattir til að staðfesta sláturupplýsingar í Fjárvís og þeir sem eiga óskráða dóma að koma þeim einnig inn í kerfið fyrir næsta mánudag.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn september

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðastliðna 12 mánuði, nú að loknum september, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað fyrir hádegi hinn 11. október. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 434 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 114 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.950,2 árskúa á búunum 434 var 6.548 kg. eða 6.809 kg. OLM
Lesa meira

Starf rekstrarráðgjafa hjá RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsfólki í rekstrarráðgjöf. Um er að ræða fjölbreytt starfssvið í ráðgjafarteymi RML sem sinnir rekstrarráðgjöf í landbúnaði.
Lesa meira

Hrossaræktin 2024 - Ráðstefna 12. október

Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs fer fram í félagsheimili Fáks í Víðidal laugardaginn 12. október og hefst klukkan 13:00. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt er hvatt til að mæta. Á dagskrá eru afar áhugaverður fyrirlestur um mögulegar nýjungar í kynbótamati í hrossarækt, yfirferð yfir hrossaræktarárið og verðlaunaveitingar.
Lesa meira

Efstu kvígur í erfðamati

Nú er um eitt og hálft ár liðið frá því að sýnataka úr kvígum varð almenn og lætur nærri að af öllum kvígum fæddum árið 2023 séu 80% arfgreindar og með erfðamat. Þetta hlutfall verður án efa töluvert hærra á yfirstandandi ári. Það fylgir því ætíð nokkur spenna að sjá hvaða mat yngstu gripirnir fá, gripirnir sem munu taka við kyndlinum og verða mjólkurkýrnar í fjósinu að 2-3 árum liðnum. Eðlilega eru mismiklar væntingar gerðar, stundum miklar og stundum minni. Það er alltaf ánægjulegt þegar gripir standa undir væntingum og ekki er ánægjan minni ef niðurstaðan fer fram úr væntingum.
Lesa meira

Gripir sem komast ekki í gegnum villuprófun við arfgerðargreiningu

Undanfarið höfum við hjá RML fengið til okkar allnokkrar fyrirspurnir varðandi gripi sem eru arfgerðagreindir, en fá ekki flagg, heldur tákn með hvítu spurningamerki á svörtum grunni á sama stað og flöggin ættu að birtast. Þetta þýðir að niðurstaða arfgerðargreiningarinnar stóðst ekki villuprófun. Langalgengasta ástæðan er sú að niðurstaða grips passar ekki við niðurstöður foreldra.
Lesa meira