Feldfé í Fjárvís
24.10.2024
|
Undanfarið hefur staðið yfir vinna við að koma upplýsingum um feldfé inn í Fjárvís. Upphaf ræktunar á feldeiginleikum í íslensku fé má rekja til áttunda áratugar síðustu aldar, en varð hvergi langlíf nema í Meðallandi. Áhugi á feldfjárrækt hefur þó farið vaxandi síðustu ár og hafa feldfjárhrútar verið í boði á sæðingastöðvunum samfleytt frá árinu 2014. Í Fjárvís hefur ekki verið haldið utan um þetta fé sérstaklega fyrr en nú, að því undanskildu að hægt hefur verið að skrá feldfjárdóma sem birtust í feldgæðayfirliti.
Lesa meira