Fréttir

Dagatal RML 2025

Dagatal RML fyrir árið 2025 er komið út og er þessa dagana að berast viðskiptavinum. Þar er að finna upplýsingar um RML og einnig er þar minnt á ýmislegt sem snýr að búrekstri. Dagatalið hefur verið gefið út frá stofnun RML og er þetta því ellefta árið sem viðskiptavinir fá það sent sem þakklætisvott fyrir samskipti og viðskipti á liðnu ári. Dagatalið er unnið af starfsfólki RML og eru myndirnar sem það prýða jafnframt teknar af starfsfólki. Prentsmiðjan Pixel sér um prentun.
Lesa meira

Vilt þú vera með í Bændahópi?

RML bauð upp á nýtt form ráðgjafar í byrjun árs 2023 sem byggir á jafningjafræðslu þar sem ráðunautar stýra umræðu og halda utan um efnisrammann. Fyrirmyndin er sótt til Finnlands en þar hafa bændur náð góðum árangri og sumir hópar haldið saman í fjölda mörg ár. Mjög góður árangur hefur náðst til dæmis varðandi aukna og betri uppskeru og bætta nýtingu aðfanga. Erlendis er þetta form ráðgjafar nefnt Discussion groups og aðferðin er aðeins breytilegt milli landa sem skýrist að einhverju leiti af menningarmun og mismiklu utanumhaldi.
Lesa meira

Skil á haustgögnum í Fjárvís

Enn eiga ansi margir eftir að skila haustgögnum í Fjárvís. Athygli er vakin á því að síðasti skiladagur haustgagna er 12. desember, en hann er bæði kominn og farinn fyrir allnokkru. Hafi bændur sætt með hrútum sem bera verndandi (V) og mögulega verndandi (MV) arfgerðir er síðasti skráningardagur sæðinga til þess að njóta styrkja þeirra vegna 13. janúar. Styrkurinn er 1.100 kr. á sædda á með hrút sem ber V arfgerð og 550 kr. á sædda á með hrút sem ber MV arfgerð. Til þess að hægt sé að skrá sæðingar er nauðsynlegt að loka framleiðsluárinu 2024 með því að skila haustgögnunum. Einnig er stefnt að því að birta uppgjör ársins nú í janúar svo það er til mikils að vinna fyrir þá bændur sem eiga eftir að skila, að gera það sem allra fyrst.
Lesa meira

Sauðfjársæðingar og skráningar

Sauðfjársæðingar gengu afar vel fyrir sig þetta árið. Þátttaka var mjög góð, notkunin dreifðist vel á hrútana og veðrið var fremur hagstætt til flutninga og ferðalaga. Sú mikla aukning sem var í þátttöku sæðinga í desember 2023 hélst að mestu en í heild sendu stöðvarnar frá sér um 44.000 skammta. Það er þó um 1.700 skömmtum minna en á síðasta ári. Hver nýtingin er á sæðinu liggur hinsvegar ekki að fullu fyrir að svo stöddu.
Lesa meira

Sóknarfæri og áskoranir vegna framleiðslu graspróteins á Íslandi - Skýrsla

Mikill áhugi hefur verið víða erlendis síðustu ár á framleiðslu próteins úr grasi. Sett hafa verið á fót stór rannsóknarverkefni, meðal annars í Danmörku, sem snúa að ýmsum þáttum próteinvinnslunnar sjálfrar sem og nýtingu þess sem fóðurs fyrir einmaga dýr.
Lesa meira

Opnunartími um jól og áramót og viðvera á skrifstofum

Stjórn og starfsfólk Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins sendir bændum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Skrifstofur RML og skiptiborð verða lokuð aðfangadag 24. desember og gamlársdag 31. desember. Ekki verður viðvera á öllum starfsstöðvum okkar á Þorláksmessu eða milli jóla og nýárs en síminn verður opinn föstudaginn 27. desember kl. 9-12 og mánudaginn 30. desember kl. 9-12 og 13-16. Á nýju ári opnum við aftur fimmtudaginn 2. janúar. Gleðileg jól
Lesa meira

Skýrsluhald - heimarétt WF

Nú þegar líður að áramótum og allir búnir að skila haustskýrslum til Matvælaráðuneytisins er gott að huga að hvað sé ógert varðandi skýrsluhaldið í heimarétt WF. Eftirfarandi er gott að skoða: Er búið að ganga fangskráningum þessa árs? Muna einnig að taka fram hvaða hryssum var ekki haldið í sumar. Er búið að skrá inn hvaða folar voru geltir í sumar? Hafa afdrif verið skráð? Eru folöld þessa árs skráð? Hafa örmerkingar og DNA-greiningar skilað sér inn? Eru litaskráningar réttar? Þegar þetta er ritað er búið að skrá 3.579 folöld, þar af á lífi 3.416 og eru 2.412 þeirra þegar örmerkt.
Lesa meira

DNA-sýni hrossa

Allmörg hrossaræktarbú afgreiða DNA-sýnatökur úr folöldum strax á folaldshausti eða fyrst eftir fæðingu; samhliða örmerkingum. Sýnatakan er einföld, strok úr nös eða nokkrir lokkar úr faxi eða tagli – með hársekkjum. Með því að vinna þetta tímanlega á lífsleiðinni er ýmislegt fengið. Hafi eitthvað farið úrskeiðis s.s. folaldavíxl hjá hryssum við köstun, víxl við örmerkingu, rangur faðir skráður, þá uppgötvast það strax og enn sterkari líkur til að eigendur muni og viti um leið hvað gæti hafa misfarist.
Lesa meira

Sæðingaappið FANG komið í notkun í Eyjafirði og S-Þing.

Sæðingaappið eða smáforritið FANG hefur verið tekið í notkun í Eyjafirði og S-Þing. Með forritinu geta bændur pantað sæðingar hvenær sem er sólarhringsins í farsíma, spjaldtölvu og/eða borðtölvu. FANG keyrir sem app á Android-símum en notendur iPhone geta notað vefútgáfu forritsins. Forritið er tiltölulega einfalt í notkun en hægt er að skoða leiðbeiningar hér á síðunni.  Markmiðið er að þetta sé notendavænt og auðveldi pantanir á sæðingum og skráningum fyrir frjótækna. Þá er einnig markmið að minnka allar handskriftir sem hafa fylgt okkar núverandi kerfi síðustu áratugina og á sama tíma takmarka og helst útiloka villur sem hafa átt sér stað, ásamt því að gera störf frjótækna skilvirkari. Ávinningur þessa smáforrits (apps) er margþættur fyrir bændur og frjótækna og vonumst við eftir að sem flestir tileinki sér notkun þess.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar eftir nýliðinn nóvember

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 445 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði nú til 112 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.680,0 árskúa á búunum 445 var 6.534 kg. eða 6.795 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum 445 búum var 55,5. Meðalfjöldi kúa á þeim 112 hreinu kjötframleiðslubúum sem uppgjörið nær yfir reiknaðist 30,3 við lok október en árskýrnar á þeim búum voru á þeim tíma 27,4 að jafnaði. Meðalkjötframleiðsla á þessum búum var 7.205,4 kg. á undanförnum 12 mánuðum. Meðalfallþungi 9.589 ungnauta á aldrinum 12-30 mánaða, sem slátrað var frá öllum búunum sem uppgjörið nær yfir, hvort sem um ræðir bú þar sem stunduð var kjötframleiðsla eða mjólkurframleiðsla, eða blanda af hvoru tveggja, undanfarna 12 mánuði, var 256,9 kg. og reiknaður meðalaldur þeirra gripa við slátrun var 732,1 dagur.
Lesa meira