Fréttir

Hollaröðun Hólar 03.-07. júní 2024

Kynbótadómar hefjast á Hólum í Hjaltadal í næstu viku. 120 hross eru skráð til dóms sem er full sýningarvika. Hér má sjá hollaröðun fyrir sýninguna:
Lesa meira

Skráningarfrestur framlengdur á sýningar á Hólum og í Spretti vikuna 18. til 21. júní

Skráningarfrestur á sýningarnar á Hólum í Hjaltadal og Spretti í Kópavogi vikuna 18. til 21. júní hefur verið framlengdur til miðnættis á föstudeginum 31. maí. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á netfangið rml@rml.is.
Lesa meira

Röðun hrossa í Víðidal 3.-7. júní

Röðun hrossa á kynbótasýninguna í Víðidal hefur verið birt hér á síðunni. Alls eru 120 hross skráð. Dæmt verður frá kl. 8:00 til 19:30. Við biðjum sýnendur og eigendur um að mæta tímanlega. Mælingar hefjast kl. 7:50 og þá þurfa hross að vera mætt og tilbúin í mælingu, þannig að dómstörf geti hafist kl. 8:00. Sama á við um hollið eftir hádegið, dómar hefjast kl. 12:30 og þá þurfa hross að vera mætt í mælingu kl. 12:20 og eftir kaffihlé hefjast mælingar kl. 15:50.
Lesa meira

Vegvísir við kynbótadóma 2024

Við viljum vekja athygli á því að Vegvísir við kynbótadóma fyrir árið 2024 er aðgengilegur öllum á heimsíðu RML. Vegvísirinn inniheldur allar helstu upplýsingar varðandi hvað bera að hafa í huga við dóma og framkvæmd kynbótasýninga. Í honum má finna helstu reglur sem gilda um framkvæmdina, vinnureglur FEIF við kynbótadóma sem og stigunarkvarða einstaklingsdóma. Við hvetjum sýnendur og aðstandendur hrossa að kynna sér Vegvísinn fyrir sýningar sumarsins.
Lesa meira

Lokaskráningardagur á vorsýningar er á morgun 24. maí

Síðasti skráningardagur á allar vorsýningar er á miðnætti á morgun föstudaginn 24. maí. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá á hvaða sýningum eru laus pláss.
Lesa meira

Röðun hrossa á Rangárbökkum 27. til 31. maí

kráningar á vorsýningar ganga vel og eru nú þegar 7 af 12 sýningum fullar. Enn er þó nóg eftir af plássum og skráningarfrestur er til 24. maí. Á fyrstu sýninguna á Rangárbökkum, vikuna 27. til 31. maí eru 120 hross skráð. Dæmt verður frá kl. 8:00 til 19:30. Er það von okkar að með aðeins breyttu fyrirkomulagi takist okkur að halda tímasetningar betur en oft hefur verið. Til þess að það gangi þurfa allir að leggja sig fram, dómarar, eigendur, sýnendur og annað starfsfólk. Samstarf þessara aðila gengur lang oftast frábærlega og ber að þakka það.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar síðustu 12 mánuðina, þegar apríl er á enda, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað um hádegisbilið þann 13. maí. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 447 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.287,1 árskýr á búunum 447 var 6.494 kg. eða 6.515 kg. OLM
Lesa meira

Kynbótasýningar - til upprifjunar fyrir reiðdóminn

Nú eru vorsýningar fram undan og Landsmót í Reykjavík. Vorið er ávallt tilhlökkunarefni og mikil þátttaka er í þeim kynbótasýningum sem framundan eru sem er afar ánægjulegt. Hrossarækt og kynbótasýningar eru í eðli sínu samstarfsverkefni á milli ræktenda, sýnenda og starfsfólks kynbótasýninga þar sem ætlunin er að lýsa hverjum grip af kostgæfni og skapa verðmætar upplýsingar fyrir ræktunarstarfið. Ég ætla í nokkrum pistlum hér á síðunni að fara í gegnum atriði sem gott er að hafa í huga áður en sýningarnar byrja. Þessi verður um framkvæmd reiðdómsins.
Lesa meira

Drög að Landsáætlun um útrýmingu riðuveiki komin í samráðsgátt

Matvælaráðherra hefur nú lagt fram drög að Landsáætlun um útrýmingu riðuveiki. Hér er í raun um að ræða stefnuskjal sem undirritað verður af fulltrúum MAR, MAST og BÍ. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hefur farið fyrir starfshópi sem unnið hefur þessi drög. Auk hennar voru í hópnum Sigurbjörg Bergsdóttir og Auður Arnþórsdóttir sérgreinadýralæknar hjá MAST og þeir Trausti Hjálmarsson formaður BÍ og Eyþór Einarsson ráðunautur hjá RML.
Lesa meira

RML leitar að þátttakendum í ómmælingum holdagripa

Ómmælingar á holdagripum eru komnar til Íslands. Í Bandaríkjunum og fjölda landa í Evrópu, þar á meðal Noregi, nota bændur sömu aðferð við ræktun holdagripa. Rannsóknir sýna að tiltölulega hátt arfgengi er á þykkt hryggvöðva og -fitu (
Lesa meira