Fréttir

Nýtt kynbótamat í hrossarækt

Unnið hefur verið að þróun kynbótamats hrossa að undanförnu. Það er tölvudeild Bændasamtaka Íslands sem hefur haft þetta verkefni á sinni könnu undir stjórn Elsu Albertsdóttur og fékk Þorvald Árnason til liðs við sig nú á haustmánuðum. Búið er að skipuleggja verkefnið út árið og ákveðið að koma fram með ákveðnar breytingar núna og svo endanlega í haust.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í mars síðastliðnum hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var skömmu fyrir hádegi þ. 14. apríl 2020. Hér má einnig benda á það að þó hérlendis virðist að sinni hafa gengið vel að draga úr útbreiðslu kórónaveirunnar sem dreifst hefur víða um lönd, þá geta bein sem óbein áhrif hennar komið víða fram fyrr eða síðar. Ekki er þau þó endilega að sjá í afurðatölum í nautgriparæktinni frá í mars og vonandi veit það á gott. Við óskum nautgripabændum sem öðrum velfarnaðar í lífi og starfi á komandi vikum
Lesa meira

Fjósloftið: Fjarfundir fyrir kúabændur

Í ljósi aðstæðna hefur RML ákveðið að prófa fjarfundi fyrir kúabændur og verður fyrsti fundurinn á morgun, miðvikudag 15. apríl kl. 13:00. Notað verður fjarfundakerfið Microsoft Teams og ganga fundirnir undir heitinu Fjósloftið en þar vísað til þess að á fjósloftinu fara oft fram skemmtilegar umræður auk þess sem segja má að fundirnir verði í loftinu. Um er að ræða stutta fundi þar sem haldin verður 10-15 mínútna framsaga og fylgt eftir með 10-15 mínútna umræðum. Þetta er tilraun og verður framhaldið til skoðunar með hliðsjón af hvernig tekst til.
Lesa meira

Heimilt að veita undanþágu frá skilum á kýrsýnum

Landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð nr. 1252/2019 um stuðning í nautgriparækt en með henni verður ráðuneytinu heimilt við sérstakar aðstæður að veita undanþágu frá skilyrði um skila þurfi kýrsýnum tvisvar sinnum í hverjum ársfjórðungi, til þess að þátttaka í afurðaskýrsluhaldi teljist fullnægjandi. Fullnægjandi afurðaskýrsluhald er skilyrði fyrir greiðslum til bænda samkvæmt reglugerðinni. Með breytingunni verður því unnt að tryggja óskertar greiðslur til bænda við sérstakar aðstæður.
Lesa meira

Upplýsingar um síðustu naut úr 2018 árgangi

Þá eru komnar á nautaskra.net upplýsingar um síðustu nautin úr 2018 árgangi sem fara í dreifingu. Árgangurinn telur þá alls 31 naut og hann er því með þeim stærstu sem komið hafa til dreifingar. Þau naut sem um ræðir eru Kollur 18039 frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum undan Skalla 11023 og 1191 Flókadóttur 13020, Landi 11040 frá Halllandi á Svalbarðsströnd undan Gými 11007 og Aðalheiði 1071 Koladóttur 06003,
Lesa meira