Loftslagsvænn landbúnaður - Auglýst eftir þátttakendum

Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu.

Auglýst er eftir fimmtán þátttakendum, til allt að fimm ára, sem eru í gæðastýrðri sauðfjárrækt og hafa áhuga á að gera loftslagsvæna aðgerðaáætlun fyrir búreksturinn og taka virkan þátt í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.

Þátttakendur fá heildstæða ráðgjöf, fræðslu og aðhald frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslunni og Skógræktinni, auk þess þátttökustyrk, styrk til efnagreininga og þegar líður á verkefnið aðgerða- og árangurstengdar greiðslur.

Verkefnið hefst í janúar 2021 og er umsóknarfrestur til 11. janúar 2021.

Nánari upplýsingar veitir Berglind Ósk Alfreðsdóttir, verkefnastjóri Loftslagsvæns landbúnaðar, netf: berglind@rml.is og í síma 516-5000.

Sjá nánar:
Umsóknareyðublað fyrir þátttöku í Loftslagsvænum landbúnaði

/okg