11.08.2020
|
Ditte Clausen
Í vor var fósturvísum dreift til bænda og kom á dögunum fyrirspurn um leiðbeiningar við val á kúm til að setja fósturvísa upp hjá. Það er eitt og annað sem þarf að hafa í huga við slíkt val. Val á kúm: Kýr sem eru 3-8 ára eru heppilegastar, en þá er komin ákveðin reynsla á þær, þetta á sérstaklega við ef að kálfurinn gengur undir. Frjósamar kýr er lykilatriði. Kýr með kálf má nota. Rólegar kýr. Holdastig 6 er heppilegt fyrir holdakýr. Allar kýr þurfa að vera í jákvæðu orkujafnvægi.
Lesa meira