Fréttir

Loftslagsvænn landbúnaður

Framundan eru námskeið í Loftslagsvænum landbúnaði um allt land. Staðsetningar námskeiðanna hafa verið valdar út frá skráningum í gegnum sem bárust hér heimasíðu RML. Ennþá er hægt að skrá sig á námskeiðin. Þau verða haldin á eftirtöldum stöðum milli klukkan 10:00 og 16:30 ef næg þátttaka næst.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2020

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum janúar hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var fyrir hádegi þ. 11. febrúar 2020. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 523 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 107 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.084,2 árskúa á þessum 523 búum var 6.416 kg eða 6.667 kg OLM
Lesa meira

Angus-fósturvísar

Í síðustu viku fór fram skolun á fósturvísum úr sjö Angus kvígum á Stóra-Ármóti sem fæddar voru haustið 2018. Alls náðust 46 fósturvísar og var sjö af þeim komið fyrir ferskum í kúm á Stóra Ármóti en hinir 39 voru frystir. Þeir fósturvísar standa nú bændum til boða til kaups. Fósturvísaskolunina framkvæmdi Tjerand Lunde, norskur dýralæknir og sérfræðingur í meðhöndlun og uppsetningu fósturvísa. Fósturvísarnir eru allir úr dætrum Li’s Great Tigre 74039 en Draumur 18402 er faðir þeirra.
Lesa meira

Niðurstöður sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2019

Uppgjöri á skýrslum fjárræktarfélaganna fyrir árið 2019 er að mestu lokið. Þegar þetta er ritað í lok janúar er þó enn eftir að ganga frá uppgjöri á nokkrum búum sem eru ætíð sein að skila inn upplýsingum.
Lesa meira

Skýrslur nautgriparæktarinnar árið 2019 gerðar upp

Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautgriparæktinni á árinu 2019 hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Hér verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Afurðaskýrsluhald hefur verið skilyrði fyrir greiðslum samkvæmt samningi um starfsskilyrði í nautgriparækt í rúmlega þrjú ár. Þetta hefur gert það að verkum að þátttaka í skýrsluhaldi er um 100% sem mun vera einsdæmi í heiminum eftir því sem næst verður komist.
Lesa meira

Rafrænir reikningar

Frá og með áramótum eru reikningar RML gefnir út rafrænt nema viðskiptavinir óski sérstaklega eftir að fá reikninga senda með pósti. Verðskrá RML vegna reikninga árið 2020: 150 kr. seðilgjald fyrir rafræna reikninga 550 kr. seðilgjald fyrir sendan reikning
Lesa meira

Upplýsingar um sjö ný naut úr árgangi 2018

Nú eru komnar upplýsingar um sjö ný ungnaut úr árgangi 2018 á nautaskra.net. Þetta eru Fálki 18029 frá Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði undan Gými 11007 og Sýningu 784 Bambadóttur 08049, Beykir 18031 frá Brúnastöðum í Flóa undan Gými 11007 og Áttu 888 Baldadóttur 06010, Eiðar 18034 frá Breiðavaði í Eiðaþinghá undan Lúðri 10067 og Steru 675 Koladóttur 06003,
Lesa meira