Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Undanfarin misseri hefur RML unnið að verkefni sem felur í sér greiningu á plastnotkun við heyöflun á Íslandi og um leið sett upp líkan til að reikna út gróffóðurkostnað við mismunandi heyöflunaraðferðir svo hægt sé að leggja mat á fýsileika þeirra heyverkunaraðferða sem stuðla að minni plastnotkun.
Niðurstöður verkefnisins hafa verið settar fram í skýrslu þar sem meðal annars er sett fram greining á sex mismunandi heyöflunaraðferðum með hliðsjón af kostnaði og plastnotkun. Þá eru þar settar fram sviðsmyndir með hækkandi plastverði og framkvæmdastyrkjum frá hinu opinbera.
Reiknilíkanið mun nýtast við ráðgjöf hjá RML en það byggir á tilteknum forsendum sem reglulega þarf að uppfæra. Þar sem að breytileiki er mikill á milli búa eru áhugasamir bændur beðnir að hafa samband við ráðunauta RML varðandi frekari útreikninga á sínum búum.
Verkefnið var styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins.