Ert þú kúabóndi?
24.06.2020
Ef svarið er já að þá óskum við eftir þátttöku þinni í rekstrarverkefni sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er að fara af stað með. Þar er meginmarkmiðið að kúabú fái heildstæða greiningu á sínum rekstri og safna um leið ítarlegum hagrænum tölum í mjólkurframleiðslu sem hafa verið óaðgengilegar um árabil.
Markmið og ávinningur.
Rekstrarafkoma bús er lykilþáttur í að bændur geti reiknað sér ásættanleg laun fyrir sína vinnu og um leið haft svigrúm til að byggja upp jarðirnar sínar. Markmiðið er að ná a.m.k. 100 búum inn í verkefnið eða um 20% af kúabúum landsins.
Lesa meira