Hrútakosturinn kynntur á netinu
26.11.2020
|
Þar sem ekki hefur verið hægt að halda hrútafundi með hefðbundnum hætti og fylgja þannig eftir útgáfu hrútaskrár þá er nú í boði kynning á netinu. Hrútarnir eru kynntir líkt og tíðkast hefur á hrútafundum og gæðum þeirra lýst af ráðunautum RML. Upptakan býður upp á það að hægt sé að hoppa með einföldum hætti á milli hrúta eða velja úr lista þá hrúta sem menn hafa mestan áhuga á að kynna sér.
Hrútaskráin er komin úr prentun. Henni verður síðan dreift með mismunandi hætti eftir búnaðarsambandssvæðum.
Lesa meira