Fréttir

Kynbótasýningar - Minnum á síðasta skráningardag 22. maí

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 22. maí á sýningar sem verða í fyrstu viku júní. Í töflunni hér að neðan má sjá um hvaða sýningar er að ræða. Skráningafrestur hefur verið framlengdur til 29. maí á aðrar sýningar í júní. Þegar er orðið fullt á allar vorsýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu en nóg af plássum á öðrum sýningum.
Lesa meira

Tjón á girðingum eða vegna kals

Við vekjum athygli bænda á upplýsingum frá Bjargráðasjóði. Þegar sótt er um til Bjargráðasjóðs varðandi girðinga- eða kaltjón er gott að skoða þessar upplýsingar.
Lesa meira

Kálfar undan nýju Angus-nautunum

Árið 2019 voru sæddar um það bil 155 holdakýr og kvígur með sæði úr “nýju norsku” Angus-nautunum og ættu kálfarnir sem þá urðu til að fæðast um mánaðamótin maí-júní. Það verður spennandi að sjá þá kálfa sem hið nýinnflutta erfðaefni skilar, en nú eru vel yfir 20 ár síðan Íslendingar fengu síðast nýtt erfðaefni í holdanautastofninn í landinu.
Lesa meira

Kynbótasýningar á Akureyri, Selfossi og Sörlastöðum falla niður

Kynbótasýningar sem vera áttu á Akureyri, Selfossi og Sörlastöðum í lok maí verða felldar niður vegna dræmrar þátttöku. Aðeins 20 hross voru skráð á sýningarnar. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessum sýningum og þeim boðið að færa hrossin á aðra sýningar eða fá að fullu endurgreitt.
Lesa meira

Ráðunautur í jarðrækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni sem gæti sinnt fjölbreyttu þróunar- og ráðgjafarstarfi á sviði jarðræktar og umhverfismála. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafastarfsemi RML. Gert er ráð fyrir að starfsstöð viðkomandi verði á einni af starfstöðum RML á Suðurlandi.
Lesa meira

Móttaka kýrsýna hefst aftur mánudaginn 18. maí

Auðhumla hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að frá og með næsta mánudegi, þann 18. maí, verður aftur tekið á móti sýnakössum fyrir kýrsýni, frumu-, gerla- og fangsýni, sem starfsmenn MS og Auðhumlu taka ekki sjálfir.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl eru nú sýnilegar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var skömmu fyrir hádegi þ. 11. maí 2020.
Lesa meira

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað var á skráningar á kynbótasýningar vorsins nú í morgun, þriðjudaginn 5. maí. Að þessu sinni fara skráningar fram í gegnum nýtt skráningarkerfi. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum.
Lesa meira