Fréttir

Samningur undirritaður um Loftslagsvænan landbúnað

Umhverfis og auðlindaráðuneytið boðaði í gær til morgunverðarfundar fyrir fulltrúa Búnaðarþings þar sem fulltrúar RML kynntu tvö verkefni sem eru í gangi og studd af ráðuneytinu.
Lesa meira

Ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í dag og tók ákvörðun um hvaða reyndu naut verða í dreifingu næstu mánuði. Ákveðið var að setja fyrstu naut úr 2015 árgangi nauta í notkun ásamt einu nauti úr 2014 árgangi. Þarna koma til notkunar fyrstu synir Topps 07046, Laufáss 08003 og Bamba 08049 að lokinni afkvæmaprófun. Þau naut sem koma nú til notkunar eru Vals 14087 frá Brúnastöðum, f. Laufás 08003 og mf. Flói 02029, Kætir 15004 frá Núpstúni, f. Toppur 07046 og mf. Síríus 02032, BJarki 15011 frá Akri, f. Laufás 08003 og mf. Ás 02048, Risi 15014 frá Syðri-Bægisá, f. Laufás 08003 og mf. Hjarði 06029, Golíat 15018 frá Keldudal, f. Laufás 08003 og mf. Bolti 09021 og Jólnir 15022, f. Bambi 08049 og mf. Sússi 05037.
Lesa meira

Hrossaræktarfundir - fundarferð um landið

Fundir um málefni hrossaræktarinnar hefjast fljótlega en Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur RML verða á ferðinni um landið og kynna það sem er efst á baugi. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:
Lesa meira