Fréttir

Rekstur kúabúa 2017-2019

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu íslenskra kúabúa fyrir árin 2017-2019. Sumarið 2020 fór Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í það verkefni að fá kúabú til samstarfs um söfnun skýrsluhalds- og rekstrargagna fyrir árin 2017-2019. Vel gekk að fá bændur til þátttöku og voru það í heildina 90 bú sem tóku þátt.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2021 - sýningaáætlun

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2021. Áætlunin er birt með fyrirvara um breytingar.
Lesa meira

Fleiri lömb til nytja – könnun lögð fyrir sauðfjárbændur

Á öllum sauðfjárbúum, bæði stórum og smáum, er afar mikilvægt að sem flest lömb sem verða til nái að lifa til haustsins og koma til nytja. Í þessu sem öðru er talsverður munur á milli búa.
Lesa meira

Verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður stækkar

Fyrir skemmstu var nýr hópur sauðfjárbænda tekinn inn sem þátttakendur í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Verkefnið er að hefja sitt annað ár, en fyrstu þátttökubændurnir byrjuðu árið 2020. Verkefnið gengur út á að bændurnir geri aðgerðaráætlun fyrir búin sín þar sem dregið er úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding aukin. Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og hafa nú 15 ný þátttökubú bæst í hópinn við þá 13 sem hófu þátttöku í fyrra.
Lesa meira

Sjö ný reynd naut í dreifingu

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í gær að setja sjö ný reynd naut í notkun úr nautaárgöngum 2015 og 2016. Þarna er um að ræða síðasta hópinn úr 2015 árgangnum og fyrstu naut úr 2016 árgangi. Hinn firnasterki Bambi 08049 er um þessar mundir öflugur í íslenska kúastofninum og afkomendur hans áberandi. Við val nautanna er þó einnig reynt að horfa til óskyldra nauta svo sem kostur er.
Lesa meira

Upplýsingar um fjögur ný ungnaut

Nú eru komnar upplýsingar um fjögur ný ungnaut til viðbótar á nautaskra.net. Þessi naut eru öll fædd 2019, synir Sjarma 12090, Jörfa 13011 og Hálfmána 13022. Þessi naut eru Snafs 19039 frá Brúnastöðum í Flóa undan Sjarma 12090 og Vímu 938 Bakkusardóttur 12001, Kvóti 19042 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði undan Sjarma 12090...
Lesa meira

Örmerkingar - munið að skila inn fyrir 1. mars

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri. Ekki er innheimt gjald fyrir grunnskráningu á folöldum til 1. mars árið eftir fæðingarár en eftir þann tíma kostar grunnskráningin 2.500 kr. Pappírar varðandi einstaklingsmerkingar á folöldum þurfa því að berast fyrir 1. mars nk. á skrifstofur RML. Merkingaraðilar ættu því að kanna hvort enn leynast blöð í örmerkjabókunum sem eftir er að skila inn til skráningar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum janúar

Reiknuð meðalnyt 24.837,5 árskúa á fyrrnefndum 514 búum var 6.378 kg eða 6.517 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á þessum 514 búum var 48,3. Meðalfallþungi 8.905 ungnauta á aldrinum 12-30 mánaða, skráðra í slátrun frá öllum búum, undanfarna 12 mánuði var 251,1 kg. og reiknaður meðalaldur þeirra við slátrun var 746,1 dagur.
Lesa meira

Sýnataka vegna erfðamengisúrvals í gangi

Þessa dagana eru starfsmenn RML að taka og safna vefjasýnum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt. Búið er að taka 2.472 sýni á 98 búum þegar þetta er skrifað. Sýnatöku er lokið á Vesturlandi og í Rangárvalla- og Árnessýslum. Þá er sýnataka komin vel á veg í Húnavatnssýslum. Í næstu viku er ætlunin að klára sýnatöku þar ásamt Eyja- og Skagafirði og S-Þingeyjarsýslu. Veður og færð mun svo ráða því hvenær hægt verður að taka sýni á Austurlandi og Vestfjörðum sem vonandi verður þó innan skamms.
Lesa meira

Skráning á ræktun í gróðurhúsum

Nýverið bættist við möguleiki í Jörð.is fyrir skráningu á ræktun í gróðurhúsum. Þessi valmöguleiki kemur aðeins upp í viðmóti hjá þeim sem eru með skráð gróðurhús í fasteignaskrá. Skýrsluhaldið snýr að skráningum á ræktun, uppskeru, áburðargjöf og notkun varnarefna. Upplýsingarnar eru síðan dregnar saman í skýrslu sem gefur upplýsingar um flatarmál ræktunar á einstökum tegundum ásamt upplýsingum um uppskorið og selt magn. Til að njóta beingreiðslna A og B samkvæmt reglugerð um stuðning við garðyrkju nr 1273/2020 þarf að uppfylla skilyrði um fullnægjandi skýrsluhald í Jörð.is.
Lesa meira