Fréttir

Skráningar á miðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar miðvikudaginn 9. júní. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Hollaröðun fyrir dagana 14.-18. júní - Hella og Hafnarfjörður

Hollaröðun fyrir kynbótasýningar í viku 24 eru tilbúnar. Sýningar fara fram á Gaddstaðaflötum á Hellu og Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 14.-18. júní.
Lesa meira

Fræðsluefni fyrir holdagripabændur

Undanfarinn misseri hefur RML unnið fræðsluefni fyrir holdagripabændur. Í fræðsluheftinu má meðal annars finna efni um beitarskipulag, fráfærur, val á ásetningsgripum og fengitíð. Vegna Covid takmarkana hefur ekki verið mögulegt að halda kynningafund eins og áætlað var. Skipulagðir fundir munu væntanlega fara fram í haust. Verkefnið var styrkt af fagfé nautgriparæktarinnar.
Lesa meira

Hollaröðun fyrir viku 23 - Akureyri, Gaddstaðaflatir, Sörlastaðir

Hollaröðun fyrir kynbótasýningar í viku 23 eru klárar. Sýningar fara fram á Akureyri, Gaddstaðaflötum og Sörlastöðum
Lesa meira

Umgjörð kynbótasýninga / Vegvísir 2021

Nú líður brátt að því að fyrstu kynbótasýningar ársins 2021 hefjist á Íslandi. Fyrir þá sem hafa áhuga á umgjörð sýninganna, regluverki, meðalgildum mældra eiginleika 2020, vægi dæmdra eiginleika, leyfilegum búnaði (beislabúnaði, vali múla, hófhlífum o.s.frv.), leiðara dómara eða hverju því sem fólki gæti dottið í hug að spyrja um, þá má nálgast Vegvísi við kynbótadóma 2021 í gegnum tengil hér neðar.
Lesa meira

Skráning á áburðargjöf nú hluti af lögbundnu skýrsluhaldi

Reglugerð um almennan stuðning við landbúnað hefur tekið breytingum og nú er skylt að skrá í Jörð.is alla notkun áburðar til að njóta jarðræktarstyrkja og landgreiðslna. Undanfarin ár hefur RML boðið bændum upp á þjónustu við skráningu jarðræktarskýrsluhalds og þar á meðal útbúið og sent eyðublöð til útfyllingar til þeirra sem þess óska.
Lesa meira

Grunnskráningar folalda – gjaldtaka frá árinu 2022

Fram til þessa hafa hrossaræktendur ekki þurft að greiða fyrir skráningu á folöldum. Breyting verður á þessu frá og með árinu 2022 en þá verður gjald tekið fyrir grunnskráningu allra hrossa, óháð aldri. Folöld fædd 2021 eru þó án skráningargjalds til 01. mars 2022. Í heimaréttinni í WorldFeng er hægt að grunnskrá folöld, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum (sjá leiðbeiningar hér í texta). Hryssur þurfa að hafa staðfest fang til að sá möguleiki sé í boði.
Lesa meira

Kynbótadómar munu fara fram þann 17. júní

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að dæma fimmtudaginn 17. júní á Gaddstaðflötum, Sörlastöðum og á Hólum, ef áhugi reynist fyrir hendi. Þeir tímar sem bætast við með þessu móti eru hugsaðir fyrir þá sem ekki náðu að skrá áður en sýningar fylltust.
Lesa meira

Kynbótasýningar sem falla niður

Kynbótasýningar sem vera áttu á Sörlastöðum vikuna 31. maí til 4. júní og í Borgarnesi vikuna 7. til 11. júní falla niður. Ástæðan er lítil skráning. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessum sýningum og þeim boðið að færa hrossin á aðra sýningar eða fá að fullu endurgreitt. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á netfangið halla@rml.is.
Lesa meira

Aðlögun að lífrænum framleiðsluþáttum - fyrirlestur

Fyrirlestur Helga Jóhannesssonar um aðlögun að lífrænum framleiðsluháttum er nú aðgengilegur á Youtube. Fyrirlesturinn er unninn fyrir Samband garðyrkjubænda og er ætlaður garðyrkjubændum og öðrum áhugasömum um ræktun grænmetis.
Lesa meira