Fréttir

Plastnotkun í íslenskum landbúnaði

Undanfarin misseri hefur RML unnið að verkefni sem felur í sér greiningu á plastnotkun við heyöflun á Íslandi og um leið sett upp líkan til að reikna út gróffóðurkostnað við mismunandi heyöflunaraðferðir svo hægt sé að leggja mat á fýsileika þeirra heyverkunaraðferða sem stuðla að minni plastnotkun. Niðurstöður verkefnisins hafa verið settar fram í skýrslu þar sem meðal annars er sett fram greining á sex mismunandi heyöflunaraðferðum með hliðsjón af kostnaði og plastnotkun.
Lesa meira

Jólakveðja og opnunartími

Stjórn og starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins senda bændum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Skrifstofur RML verða lokaðar á aðfanga- og gamlársdag. Ekki er viðvera á öllum starfsstöðvum á Þorláksmessu eða milli jóla og nýárs, þ.e. 28. - 30. des. Opnum aftur á nýju ári mánudaginn 4. janúar 2021. Hafið það gott yfir hátíðarnar. Stjórn og starfsfólk RML
Lesa meira

Gangmáladagatal 2021-22

Gangmáladagatal fyrir 2021-22 er komið úr prentun og fer í dreifingu um eða rétt upp úr áramótum. Að venju verður þeim dreift með frjótæknum. Það er því um að gera að minna frjótækninn á hvort hann sé ekki með dagatal við fyrstu sæðingar á nýju ári. Gangmáladagtalið hefur sýnt sig vera eitthvert albesta hjálpartæki við beiðslisgreiningu og sæðingar sem völ er á og nákvæm og markviss notkun þess stuðlar að betri frjósemi en ella.
Lesa meira

Áburðaráætlanir í jólabókaflóðinu

Ýmislegt skemmtilegt lesefni stendur mönnum til boða um þetta leiti árs nú sem endranær þó ekki komist allt á topplistana. Áburðasalar eru að gefa út sínar bækur um þessar mundir þar sem hægt er að fræðast um framboð áburðar næsta vors. Að mörgu er að hyggja þar sem úrvalið er fjölbreytt og útfærslur allnokkrar, auk þess sem áburður er stór kostnaðarliður fyrir bændur.
Lesa meira

Loftslagsvænn landbúnaður - Auglýst eftir þátttakendum

Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Auglýst er eftir fimmtán þátttakendum, til allt að fimm ára, sem eru í gæðastýrðri sauðfjárrækt og hafa áhuga á að gera loftslagsvæna aðgerðaáætlun fyrir búreksturinn og taka virkan þátt í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.
Lesa meira

Haustráðstefna Fagráðs í hrossarækt - 12.desember

Seinni partinn í dag, 12. desember, mun birtast á öllum helstu hestamiðlum ráðstefnan Hrossarækt 2020 sem framleidd er af Eiðfaxa. Þar verður farið yfir ræktunarárið og helstu viðurkenningar veittar en þær eru m.a. heiðursviðurkenning Félags Hrossabænda og ræktunarbú ársins 2020.  Ákveðið var að hafa ráðstefnuna með þessu sniði í ljósi aðstæðna. Þátturinn er 47 mínútna langur og geymir ýmsan fróðleik sem enginn áhugamaður um hrossarækt ætti að láta fram hjá sér fara. Útsendingin hefst kl 16.00 að íslenskum tíma, hægt er að horfa með því að smella á þennan hlekk
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum nóvember

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 514 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 113 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.853,2 árskúa á fyrrnefndum 514 búum var 6.446 kg eða 6.751 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á þessum 514 búum var 48,4.
Lesa meira

Þrettán bú tilnefnd sem Ræktunarbú ársins 2020

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, Ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 50 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna á heimasíðu Félags hrossabænda, fhb.is. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi.
Lesa meira

Afkoma nautakjötsframleiðenda

Fyrr á þessu ári hófst rekstrarverkefni meðal kúabænda þar sem markmiðið er m.a. að auka rekstrarvitund og möguleika þeirra á meiri skilvirkni í bættum búrekstri. 90 kúabú tóku þátt í verkefninu og er nú verið að leggja lokahönd á úrvinnslu gagna. Stefnt er að því í fyrri hluta desembermánaðar að þátttökubúin fái afhenta skýrslu um sitt bú þar sem styrkleikar og veikleikar í rekstri verða rýndir....meira
Lesa meira