Fréttir

Afkomuvöktun sauðfjárbúa 2017-2019

Helstu niðurstöður úr verkefninu „Afkomuvöktun sauðfjárbúa“ fyrir árin 2017-2019 liggja nú fyrir og hafa allir þátttakendur fengið senda skýrslu með niðurstöðum fyrir sitt bú. Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu íslenskra kúabúa fyrir árin 2017-2019.
Lesa meira

Nýtt skýrsluhaldsár hefst 1. apríl

Minnum á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl ár hvert. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá neitt sem tilheyrir árinu 2020 inni í heimaréttinni. Ef til vill hafa einhverjir gleymt að gera grein fyrir fyljanaskráningu eða skráningu á folöldum. Ræktendur er hvattir til að skoða heimaréttina og athuga hvort allt er frágengið fyrir síðasta ár. Stóðhesteigendur eru minntir á að staðfesta fangskráningar sem hafa komið frá hryssueigendum í gegnum heimaréttina. Sé það ekki gert skilar skráningin frá hryssueigandanum sér ekki inn í folaldaskráningu árið 2021.
Lesa meira

Erfðamengisúrval: Öll tekin sýni farin til greiningar

Undanfarnar vikur hafa starfsmenn RML unnið að DNA-sýnatökum úr íslenska kúastofninum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt. Í þessu skyni hefur verið farið á samtals 173 bú um allt land auk Nautastöðvarinnar á Hesti. Samtals voru tekin 4.125 vefjasýni úr kúm og 106 vefjasýni úr nautum auk þess sem 63 sæðissýni fóru til greiningar.
Lesa meira

Skeiðgensgreiningar

Þekkingarfyrirtækið Matís, Reykjavík, er u.þ.b. að setja af stað skeiðgensgreiningarvinnu; þ.e. greiningu hrossasýna m.t.t. skeiðgensarfgerða (AA-CA-CC). Að venju hefur heildarfjöldi greindra sýna, í sömu umferð, nokkur áhrif á verð, per sýni. Áhugasamir um skeiðgensgreiningu ræktunarhrossa sinna geta sett sig í samband við Pétur Halldórsson (petur@rml.is / S:862-9322), kjósi þeir að stökkva á vagninn í þessari umferð.
Lesa meira

Ný stjórn RML

Stjórn Bændasamtaka Íslands hefur skipað nýja stjórn RML. Vigdís Häsler framkvæmdastjóri BÍ verður formaður nýrrar stjórnar en nýir aðalmenn í stjórn eru: Ásgeir Helgi Jóhannesson lögmaður Reykjavík, Baldur Helgi Benjamínsson bóndi Ytri Tjörnum, Gunnar Þórarinsson bóndi Þóroddsstöðum, Hrafnhildur Baldursdóttir bóndi, Litla Ármóti. Varamenn í stjórn:Hermann Ingi Gunnarsson, Halla Eiríksdóttir, Halldóra Kristín Hauksdóttir og Katrín María Andrésdóttir.
Lesa meira

Samantekt á heysýnum 2020

Í samstarfi við Efnagreiningu ehf og fóðurfyrirtæki sem hafa tekið heysýni hjá bændum síðustu ár hefur tekist að byggja upp vel flokkaðann og góðan gagnagrunn um heysýni tekin á Íslandi og eiga viðkomandi skilið hrós fyrir aðkomu sína að því. Í þeirri útlistun sem hér er birt voru heysýnin flokkuð eftir landshlutum og svo eftir því hvort um var að ræða fyrsta eða annan slátt,, grænfóður eða rýgresi.
Lesa meira

Þórdís Þórarinsdóttir komin til starfa

Þórdís Þórarinsdóttir hefur verið ráðin í tímabundið starf hjá RML sem sérfræðingur vegna innleiðingar á nýju kynbótamati fyrir frjósemi. Hún er með meistaragráðu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Netfang Þórdísar er tordis@rml.is. Við bjóðum Þórdísi velkomna til RML.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í febrúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn febrúar, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 510 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 112 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.805,2 árskúa á fyrrnefndum 510 búum var 6.388 kg eða 6.504 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á þessum 510 búum var 48,6.
Lesa meira

Breytingar á opnunartíma RML og símsvörun

Í samræmi við ákvæði kjarasamninga um styttingu vinnuviku þá breytist nú opnunartími starfsstöðva RML á föstudögum. Jafnframt verður sú breyting að aðalnúmer RML 516-5000 er lokað frá kl. 12.00 á föstudögum. Þessi breyting tekur gildi frá og með 5. mars 2021
Lesa meira

Sauðfjárrækt - Kynbótamat fyrir mjólkurlagni hefur verið uppfært

Kynbótamat í sauðfjárræktinni hefur verið uppreiknað fyrir mjólkurlagni og fært inn í Fjárvís.is. Mjólkurlagnismatið breytist nokkuð þar sem það uppfærist nú m.t.t. afurðagagna síðasta árs. Ef horft er til sæðingastöðvahrútanna þá er það Dólgur 14-836 frá Víðikeri sem stendur efstur stöðvahrúta fyrir mjólkurlagni en hann hækkar um 1 stig í þessum útreikningum.
Lesa meira