Fréttir

Hollaröðun á yfirlitssýningu á Hólum 18. júní

Yfirlitssýningin byrjar stundvíslega kl. 8:00 Alls mættu 104 hross til dóms, 94 hross mættu í fullnaðardóm og margar frábærar sýningar. Áætlað er að yfirliti ljúki milli kl. 16-17.
Lesa meira

Heysýnataka

Nú fer vonandi að styttast í slátt hjá bændum. Heyefnagreiningar eru gífurlega mikilvæg bústjórnartæki og má einfalda sér heysýnatökuna með að skipuleggja hana samhliða vinnu við heyskap. Þannig má taka til hliðar rúllur sem á að taka sýni úr svo ekki þurfi að leita að þeim í rúllustæðunni þegar sýnatakan fer fram, með tilheyrandi klifri um rúllustæðuna sem m.a skapar hættu á að gata rúllurnar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí, eru nú sýnilegar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru að morgni þ. 14. júní. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 503 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 116 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Lesa meira

Samningur um verkefnið "Betri gögn, bætt afkoma"

Þann 11. júní var undirritaður samningur um verkefnið „Betri gögn, bætt afkoma“ milli Atvinnuvega- og nýskpöpunarráðuneytis, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og Landssamtaka sauðfjárbænda. Verkefnið er liður í aðgerðaráætlun til eflingar íslensks landbúnaðar sem ráðherra kynnti í febrúar 2021 og er þungamiðja aðgerðar um sértæka vinnu vegna sauðfjárræktarinnar. 
Lesa meira

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Vesturlands

Fjórðungsmót á Vesturlandi verður haldið í ár í Borgarnesi, dagana 7. júlí – 11. júlí. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði eiga þáttökurétt á kynbótasýningu á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti á Sörlastöðum 11.júní

Hér má sjá hollaröðun á yfirliti á Sörlastöðum föstudaginn 11.júní Sýningin hefst stundvíslega kl. 8:00
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti á Hellu 11.júní

Yfirlitssýning annarrar dómaviku á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 11. júní og hefst kl. 8:00. Áætluð lok um kl. 17:00. Hollaröð má nálgast hér.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Sigurður Jarlsson ráðunautur hefur látið af störfum hjá RML eftir að hafa starfað sem ráðunautur samfellt í tæp 46 ár. Sigurður hóf sín störf eftir útskrift frá framhaldsdeildinni á Hvanneyri árið 1975. Hann starfaði sem ráðunautur alla tíð eftir það hjá Búnaðarsambandi Vestfjarða, síðar hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og að lokum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins frá stofnun árið 2013. Starfsfólk RML þakkar Sigurði gott samstarf og góða viðkynningu.
Lesa meira

Hollaröð á kynbótasýningu á Hólum í Hjaltadal 14.-18. júní

Seinni kynbótasýning vorsins á Hólum í Hjaltadal fer fram 14.-18. júní. Til dóms eru skráð 115 hross og munu dómar hefjast samkvæmt áætlun mánudaginn 14. júní kl. 8:00 Hollaröðun má sjá með því að smella hér.
Lesa meira

Nýir hrútar bætast í hóp sæðingastöðvahrúta

Nú í vor, voru valdir 9 nýir hrútar fyrir sæðingastöðvarnar. Hér er aðallega verið að horfa til hrúta sem eru komnir með talsverða reynslu og flestir þeirra farnir að sanna sig eitthvað sem ærfeður. Í þessum hópi eiga því að vera mjög spennandi alhliða kynbótahrútar. Fleiri hrútar verða síðan valdir í haust þegar niðurstöður afkvæmarannsókna liggja fyrir.
Lesa meira