Fréttir

Kynbótasýningar - Minnum á síðasta skráningardag 21. maí

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 21. maí á sýningar vorsins. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hvaða sýningar eru í boði. Það er þegar orðið fullbókað á allar sýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu og á seinni vikuna á Hólum í Hjaltadal vikuna 14. til 18. júní. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðuna en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna hér á síðunni. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross.
Lesa meira

Kynbótasýning í Spretti í Kópavogi fellur niður

Kynbótasýning sem vera átti í næstu viku í Spretti í Kópavogi fellur niður vegna dræmrar þátttöku. Aðeins 7 hross voru skráð á sýninguna. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessari sýningu og þeim boðið að færa hrossin á aðra sýningar eða fá að fullu endurgreitt. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000 eða senda t-póst á netfangið halla@rml.is.
Lesa meira

Kynbótasýningar - Minnum á síðasta skráningardag 14. maí

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 14. maí á sýninguna í Spretti sem á hefjast 25. maí verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðuna en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna hér á síðunni. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross.
Lesa meira

Þróun skyldleikaræktar í íslenska kúastofninum

Nýverið birtist grein eftir Egil Gautason, Önnu Schöherz og Bernt Guldbrandsen í tímaritinu Animal Science þar sem gerð er grein fyrir rannsókn á skyldleikarækt og þróun hennar í íslenska kúastofninum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta sögulega skyldleikarækt, og þróun í skyldleikarækt á síðari árum. Í rannsókninni var notast við yfir 8000 arfgerðir af íslenskum kúm til að meta sögulega skyldleikarækt og þróun í skyldleikarækt. Að auki voru samsætutengsl í erfðamenginu metin og kannað var hvort ummerki fyndust um úrval í erfðamenginu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl, eru nú sýnilegar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru að morgni þ. 11. maí. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 495 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 115 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.217,5 árskúa á fyrrnefndum 495 búum var 6.364 kg eða 6.326 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Viðvera á skrifstofu RML á Sauðárkróki 10.-14. maí 2021

Vegna covid-smita sem komið hafa upp á Sauðárkróki síðustu daga er skrifstofa RML lokuð þessa viku. Viðvera starfsmanna á skrifstofu er einnig lítil og óregluleg. Pappírum sem þarf að koma til skila má setja inn um bréfalúguna. Til að fá afgreiðslu á skrifstofu, t.d. afhent eyðublöð v/hrossa-ræktar má hafa samband við; Ditte Clausen, ditte@rml.is s. 516 5011 og gsm 865 0080 og Eirík Loftsson, el@rml.is s. 516 5012 og gsm 899 6422.
Lesa meira

Nokkur atriði varðandi kynbótasýningar 2021

Nú fer að líða að því að kynbótasýningar ársins fari að hefjast og er stefnt á 11 sýningar víðs vegar um landið. Fyrirkomulagið er með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár þar sem stefnan hefur verið tekin á að draga úr fjölda sýningarstaða til að reyna að stemma stigu við kostnaði við sýningar auk þess að með því móti er enn betur hægt að svara kröfum um frekari stöðlun sýningarstaða.
Lesa meira

Afkvæmahestar 2020

Stóðhestar sem hlutu afkvæmaverðlaun árið 2020 voru ellefu, þar af voru 6 hestar sem hlutu fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og 5 hestar sem hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Skaginn frá Skipaskaga var efstur hesta með fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og hlaut Orrabikarinn á Landsýningu kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum 2020.
Lesa meira

Skráningarkerfið komið í lag

Skráningarkerfið fyrir kynbótasýningar er komið í lag. Það er því aftur hægt að skrá hross á sýningar en bilun í skráningarkerfinu olli því að loka þurfti kerfinu tímabundið.
Lesa meira

Aðstoð við að kortleggja möguleg rannsóknasvæði

Í janúar síðastliðnum hlaut rannsóknarverkefnið ExGraze - Áhrif langtíma beitarfriðunar á kolefnisupptöku og kolefni í graslendisjarðvegi styrk úr Rannsóknarsjóði til þriggja ára. Verkefnastjóri er Anna Guðrún Þórhallsdóttir Háskólanum á Hólum en samstarfsmenn eru m.a. Rene van der Wal prófessor frá Landbúnaðarháskólanum í Svíþjóð, Richard Bardgett prófessor frá Háskólanum í Manchester og Áslaug Geirsdóttir prófessor við Háskóla Íslands auk annarra innlendra aðila.
Lesa meira