Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Fagráð í sauðfjárrækt í samstarfi við BÍ, LBHÍ og RML mun halda fræðslu og umræðufundi miðvikudaginn 6. apríl og fimmtudaginn 7. apríl.
Netfundur með erlendum sérfræðingum um riðurannsóknir 6. apríl
Þann 6. apríl verður eingöngu um netviðburð að ræða. Þar munu vísindamenn frá fjórum löndum fræða okkur um rannsóknir á riðuveiki. Þessir vísindamenn eru allir á einhvern hátt tengdir alþjóðlegri rannsókn er varðar útrýmingu á riðuveiki í íslensku sauðfé. Karólína í Hvammshlíð mun túlka mál þeirra á íslensku. Þessi fundur hefst kl. 13:00 og mun standa í rúmlega 2 tíma. Tengill á fundinn verður auglýstur síðar.
Fyrirlesarar á netfundi:
Staðarfundur á Hvanneyri 7. apríl
Á Hvanneyri verður þétt dagskrá fimmtudaginn 7. apríl. Þann daginn verður þetta staðarfundur sem hefst kl. 10:00 og áætlað að dagskráin standi til kl. 16:00. Streymt verður frá fundinum. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á að heimsækja fjárhúsin á Hesti, en þar verður opið hús.
Á fimmtudeginum verða haldið áfram að ræða riðutengd málefni. Málin skoðuð í sögulegu ljósi, niðurstöður úr gömlum og nýjum rannsóknum og framtíðar áformin rædd varðandi útrýmingu riðuveiki. Þá verða nokkur spennandi verkefni kynnt tengd erfðarannsóknum og greiningu á erfðagöllum. Helstu ættfeður stofnsins kynntir. Þá verður tekið til umfjöllunar verkefni sem tengjast bragðgæðum, lambavanhöldum, breyttum framleiðsluháttum og slefuveiki hjá lömbum. Þeir sem geta eru hvattir til að mæta á Hvanneyri og taka þátt í umræðum en þarna er einmitt tækifæri til að hafa áhrif á stefnu og strauma í sauðfjárræktinni og hvetja nýtt fagráð í sauðfjárrækt til góðra verka.
Fyrirlesarar á fimmtudeginum, á Hvanneyri
Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur, upplýsingar um skráningu og tengla á netfyrirlestra.
/okg