Fréttir

Breytingar á verðskrá RML frá og með 15. apríl

Verðskrá RML tekur breytingum frá og með 15 apríl. Breytingar á verðskrá vegna ráðgjafarvinnu til bænda og vegna kynbótasýninga hrossa er skv. 3 mgr. 3gr. laga nr 70/1998 með síðari breytingum háð samþykki matvælaráðuneytis. Verðskránni hefur verið breytt og má sjá uppfærð verð á verðskrá RML hér Verðskrá vegna forrita hefur einnig tekið breytingum og má sjá verðskránna hér.
Lesa meira

Rekstur kúabúa 2019-2021 - Netfundur

Þriðjudaginn 18. apríl næstkomandi mun Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins halda fjarfund til kynningar á skýrslu um rekstur kúabúa 2019-2021. Fundurinn verður haldinn klukkan 13.30 og verður á Teams. Fundurinn er opinn og hvetjum við alla sem áhuga hafa til að mæta.
Lesa meira

Fagfundur sauðjárræktarinnar 13. apríl – tengill á útsendingu

Fagfundur sauðfjárræktarinnar verður haldinn í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudaginn 13. apríl og hefst kl. 10. Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta geta fylgst með erindum í genum beint streymi.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn marsmánuð

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar við lok marsmánaðar, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast að hluta á skilum eins og þau voru nokkru fyrir hádegi þann 11. apríl en hvað varðar mjólkurframleiðsluhlutann, þá hafa þær verið uppfærðar og sá hluti miðaður við stöðuna eftir hádegi þann 12. apríl. Þegar niðurstöðurnar voru endurreiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 465 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 125 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.342,8 árskúa á fyrrnefndum búum var 6.344 kg. eða 6.366 kg. OLM
Lesa meira

Afmæliskaffi RML á Egilsstöðum miðvikudaginn 12. apríl

Stjórnendur hjá RML verða á ferðinni á Egilstöðum miðvikudaginn 12 apríl. Í tilefni af 10 ára afmæli RML á árinu verður opið hús á starfsstöðinni okkar að Miðvangi 2-4 þann dag milli kl. 15:00-17:00. Okkur langar sérstaklega að bjóða bændum að hitta okkur á starfsstöðinni í kaffi og spjall milli kl 15:00-17:00 og ræða um verkefni RML. Boðið verður upp á köku í tilefni 10 ára afmælisins. Hlökkum til að sjá ykkur ! Allir velkomnir
Lesa meira

Fagfundur sauðfjárræktarinnar 13. apríl á Hvanneyri

Hin árlegi fagfundur sauðfjárræktarinnar, sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir, verður haldinn í húsakynnum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri í salnum Ásgarði, fimmtudaginn 13. apríl. Fundurinn hefst kl. 10:00 og er áætlað að dagskrá ljúki eigi síðar en kl. 16:00. Að vanda verða ýmis spennandi erindi á dagskránni. Tilgangur fundarins er m.a. að ræða strauma og stefnur í sauðfjárræktinni og koma á framfæri nýrri þekkingu. Fundinum verður streymt.
Lesa meira

Norðmenn fyrirmynd í ræktun holdanautgripa

Um miðjan mars skruppu tveir starfsmenn RML til Noregs að læra búfjárdóma og ómmælingar á holdanautgripum. Kristian Heggelund, ábyrgðarmaður ræktunar hjá TYR, var leiðbeinandi og Svein Eberhard Østmoe, formaður Angus félagsins og eigandi Høystad Angus lagði til ársgamla gripi til að dæma.
Lesa meira

Plöntunæringarefnið kalí, hlutverk, hringrás og þróun þess í uppskeru og í jarðvegi

Nú er tímabil áburðarráðlegginga meira og minna liðinn og finnst þá rúm til þess skoða niðurstöður heyefnagreinina og jarðvegsefnagreininga heildrænt og spá í ýmislegt sem tengist plöntunæringu og nýtingu áburðarefna. Á tímum mjög hás áburðarverðs er eðlilegt að bændur reyni eftir fremsta megni að spara kaup á tilbúnum áburði og endurnýta búfjáráburð og önnur lífræn efni sem falla til á búunum sem allra best.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar lamba vorið 2023

Á komandi vori eru bændur hvattir til þess að taka sýni úr lömbum sem geta borið áhugaverðar arfgerðir m.t.t. riðumótstöðu. Mikilvægt er að fylgja eftir notkun á hrútum með verndandi eða hugsanlega verndandi arfgerðir. Sérstök áhersla er á að greina sem allra flest þeirra lamba sem gætu borið ARR eða T137. Því mun þróunarsjóður sauðfjárræktarinnar styrkja sérstaklega greiningar á þeim lömbum.
Lesa meira

Samantekt á verði og framboði á sáðvöru 2023

Nú er kominn sá tími að huga þarf að sáðvörukaupum fyrir vorið. Við hjá RML höfum tekið saman framboð fræsala af sáðvöru líkt og undanfarin ár og er komið yfirlit yfir það á vefinn. Ýmislegt er í boði en við áréttum mikilvægi þess að kynna sér vel hugsanlegan mun á yrkjum einstakra tegunda enda getur verið mikill munur á frammistöðu þeirra þó þau tilheyri sömu tegundinni. 
Lesa meira