Notendakönnun Huppu

Notendakönnun Huppu hefur nú verið sett í loftið. Könnunin er aðgengileg öllum þeim sem hafa virka áskrift að forritinu. Til að taka þátt í könnuninni þarf að skrá sig inn í Huppu og smella á hlekk sem er í frétt á forsíðunni. Með könnunnuninni langar okkur að fá betri yfirsýn yfir notkun bænda á forritinu og hvaða áherslur þeir vilja helst sjá varðandi áframhaldandi þróun á því. Við hvetjum alla notendur Huppu til koma sínum sjónarmiðum á framfæri með því að taka þátt í könnuninni og þannig aðstoða okkur að gera forritið betra. 

/okg