Fréttir

Áhrif langvarandi vætutíðar og/eða stórrigninga á tún og flög: Áburðartap og þjöppun jarðvegs.

Slæmt tíðarfar hefur verið á Suður- og Vesturlandi þetta vorið og langvarandi vætutíð með stórrigningum sett svip sinn á vorið í þessum landshlutum. Við slíkar aðstæður er vont að setja út lambær, vinnu í flögum og seinkar vegna ófærðar og búast má við að áburðarefni tapist þar sem dreift var á ræktarland snemma í vor. Hafi áburður verið borinn á áður en stórrigning á sér stað eða fyrir langvarandi vætutíð er líklegt að skaði hafi orðið, hvort sem það sé tilbúinn áburður eða búfjáráburður. Þá geti verið skynsamlegt að bregðast við því með t.d. auka áburðargjöf svo uppskera verði næg. Það er mikilvægt að hafa í huga að skaðleg áhrif langvarandi vætutíðar geta verið mismunandi því þættir eins og jarðvegsgerð, halli lands, framræsla lands, tímalengd úrkomu og magn úrkomu hafa úrslitaáhrif.
Lesa meira

Kynbótasýningar hefjast í næstu viku

Minnum á að dómstörf hefjast stundvíslega kl. 8:00 en ekki kl. 9:00 eins og misritaðist í hollaröðunum sem var áður búið að birta. Þær hafa nú verið leiðréttar. Vinsamlegast mætið tímanlega svo hægt sé að hefja mælingar rétt fyrir kl. 8:00. Sjáumst hress.
Lesa meira

Möguleiki á fyrirframgreiðslu á hluta styrks vegna kornræktar

Athygli er vakin á því að í gær var opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur í afurð.is. Almennur umsóknarfrestur er til 1. október en kornræktendur sem skrá sáningu á korni í Jörð.is og skila þar jarðræktarskýrslu og gera umsókn í afurð.is með þeim upplýsingum fyrir 15. júní geta fengið fyrirframgreiðslu vegna kornræktar í samræmi við umsókn sem miðast að jafnaði við 25% af einingaverði á hektara jarðræktarstyrks ársins á undan. Bændur sem vilja nýta sér þessa fyrirframgreiðslu þurfa síðan að muna eftir að uppfæra jarðræktarskýrsluna í Jörð.is með upplýsingum um alla ræktun og uppskorin tún og sækja aftur um í afurð fyrir 1. október. Eins og ávallt eru ráðunautar RML tilbúnir að aðstoða bændur við skráningar og hnitun ræktunarspildna í Jörð.is.
Lesa meira

Röðun hrossa á Gaddstaðaflötum 12. til 16. júní.

Röðun hrossa á kynbótasýningunni á Gaddstaðaflötum vikuna 12.-16. júní hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 12. júní kl. 8:00. Alls eru 128 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu föstudaginn 16. júní. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira

Nýr starfsmaður hjá RML

Sigrún Dögg Eddudóttir er komin til starfa hjá RML. Hún mun starfa sem ráðgjafi í umhverfis- og loftslagsmálum á rekstrar- og umhverfissviði og er í fullu starfi. Starfsstöð hennar er í Reykjavík. Sigrún hefur háskólamenntun í landafræði og er með Doktorsgráðu í landafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, verið nýdoktor við Háskóla Íslands og Uppsala Háskóla í Svíþjóð og starfað sem sérfræðingur hjá Uppsala Háskóla. Síminn hjá Sigrúnu er 516-5049 og netfang sigrun@rml.is Við bjóðum Sigrúnu velkomna til starfa hjá RML.
Lesa meira

Til hamingju með daginn!

Í dag, þann 1. júní, er alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Átakinu var ýtt úr vör árið 2001 að frumkvæði Matvæla- og landbúnaðarstofnunnar Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli mikilvægi mjólkur sem hollrar og góðrar fæðu og því hversu mjólkurframeiðsla hefur mikil efnahags- og næringarfræðileg áhrif um alla heimsbyggðina. Á hverju ári síðan hefur ávinningur mjólkur og mjólkurafurða verið kynntur um allan heim, þar á meðal hvernig mjólkurvörur styðja við lífsafkomu meira en eins milljarðs manna.
Lesa meira

Hollaröðun Hólar fyrri vika 12. - 16. júní

Kynbótasýning fer fram á Hólum dagana 12.-16. júní n.k.  Skráð eru 128 hross á sýninguna.  Dómar hefjast mánudaginn 12.06. kl. 08:00. Yfirlitssýning verður föstudaginn 16.06. og hefst stundvíslega kl. 08:00
Lesa meira

Fréttir af vorsýningum

Skráning á sýningarnar á Selfossi og Hólum vikuna 19. til 23. júní hefur verið framlengdur til miðnættis á sunnudag 4. júní. Kynbótasýningar sem vera áttu í Víðidal vikuna 5. til 9. júní og í Spretti vikuna 12. til 16. júní falla niður. Ástæðan er lítil skráning. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessum sýningum og þeim boðið að færa hrossin á sýninguna á Selfossi eða að fá að fullu endurgreitt. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á netfangið halla@rml.is.
Lesa meira

Röðun hrossa á Gaddstaðaflötum 5. til 9. júní.

Röðun hrossa fyrir fyrstu kynbótasýningu vorsins hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 5. júní kl. 8:00 á Gaddstaðaflötum. Alls eru 128 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu föstudaginn 9. júní. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira

Síðasti skráningardagur á vorsýningar á morgun - föstudaginn 26. maí.

Síðasti skráningardagur á allar vorsýningar er á miðnætti á morgun föstudaginn 26. maí. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Í töflunni hér að neðan má sjá á hvaða sýningum eru laus pláss.
Lesa meira