Fréttir

Skýrsla um kyngreint sæði

Komin er út skýrsla um kyngreint sæði í íslenskri nautgriparækt sem var unnin af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins en Þróunarsjóður nautgriparæktarinnar styrkti verkefnið. Höfundur skýrslunnar er Guðmundur Jóhannesson. Í skýrslunni er reynt að gera grein fyrir því hvað kyngreint sæði er, hvernig staðið er að framleiðslu þess og notkun og svo möguleikum og áskorunum við að innleiða það á Íslandi.
Lesa meira

Stóðhestaval

Mikinn fróðleik er að finna inni í upprunaættbók íslenska hestsins, Worldfengur.com, s.s. upplýsingar um einstaklinga, ætterni þeirra og mat á byggingu og kostum þeirra á kynbótasýningum. Kynbótamatið sem endurspeglar gæði hrossa til framræktunar byggir einmitt á slíkum upplýsingum, bæði á einstaklingnum sjálfum og öllu skylduliði hans.
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur – umsóknarfrestur

Nú líður að því að sækja þurfi um fjárfestingastuðning vegna fyrirhugaðra framkvæmda ársins 2023, ásamt því að framhaldsumsóknum þarf að skila inn fyrir þau verkefni sem það á við. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars og umsóknarfrestur fyrir umsóknir í nautgriparækt er 31. mars. Þeir sem vilja nýta sér aðstoð RML við umsóknirnar eru hvattir til að hafa samband sem fyrst, enda tíminn fljótur að líða og lokadagsetningar mættar á svæðið áður en hendi er veifað!
Lesa meira

DNA-sýnatökur hrossa / Örmerkingamenn

Frá og með mánudeginum 6. mars 2023 verður nýju verklagi varðandi DNA-sýnatökur hrossa og samstarfi við greiningaraðilann Matís ýtt úr vör. Frá þessum degi býður Matís öllum aðilum sem hafa réttindi til örmerkinga hrossa á Íslandi að stofna til viðskipta og að skila DNA-sýnum inn til greiningar og úrvinnslu. Niðurstöður sýna eru vistaðar í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng.
Lesa meira

Kynbótamat fyrir lífþunga, fallþunga, ómvöðva og ómfitu birt í Fjárvís

Nú er farin í loftið stór breyting á framsetningu kynbótamats í Fjárvís. Ásamt hinum hefðbundnu eiginleikum - gerð, fitu, frjósemi og mjólkurlagni - birtast nú einnig sex nýjar kynbótamatseinkunnir: Ómvöðvi, ómfita, fallþungi bein áhrif, fallþungi mæðraáhrif, lífþungi bein áhrif og lífþungi mæðraáhrif.
Lesa meira

Af jörðu erum við komin - Málþing Fagráðs í lífrænum landbúnaði

Fimmtudaginn 2. mars kl 10-16 verður haldið málþing Fagráðs í lífrænum landbúnaði um jarðvegslíf, jarðgerð og verðmætasköpun í lífrænni ræktun. Málþingið verður haldið í Vigdísarhúsi á Sólheimum í Grímsnesi og verður viðburðinum jafnframt streymt á netinu. Fundarstjóri verður Karvel L. Karvelsson.
Lesa meira

Jarfi 16016 er besta nautið fætt 2016

Viðurkenning Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir besta nautið í árgangi 2016, var veitt á Búgreinaþingi kúabænda í gær, fimmtudaginn 23. feb. 2023. Besta nautið í árgangi 2016 var valið Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði. Ræktendur Jarfa 16016 eru Ágústa Ó. Gunnarsdóttir, Karitas Þ. Hreinsdóttir, Pétur og Vilhjálmur Diðrikssynir á Helgavatnsbúinu og tóku þau Karitas og Pétur við viðurkenningunni úr höndum Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur, fráfarandi formanns Deildar kúabænda, og Sveinbjörns Eyjólfssonar, forstöðumanns Nautastöðvarinnar.
Lesa meira

Rekstrargreining garðyrkju á Íslandi 2019-2021

Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins lauk nýverið við uppgjör á verkefninu „Rekstrargreining garðyrkju á Íslandi 2019-2021“ og fyrir liggur skýrsla sem birt hefur verið á vefnum, þar sem fram koma þær helstu niðurstöður sem þegar hafa fengist úr verkefninu.
Lesa meira

Í ljósi umræðu um aðgengismál að skýrsluhaldsforritum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) tók yfir allri umsjón skýrsluhaldsforrita Bændasamtakanna um áramótin 2019-2020 með sameiningu RML og tölvudeildar Bændasamtakanna. RML var falið að tryggja öryggi og viðgang gagna innan skýrsluhaldskerfanna. RML tók yfir ýmsum skuldbindingum og samningum tölvudeildar, þar með talið starfsreglum varðandi aðgengi að forritum Bændasamtakanna.
Lesa meira

Minnum á notendakönnun Fjárvís

Við minnum notendur Fjárvís á að taka þátt í notendakönnun Fjárvís. Könnunin er unnin í samvinnu við fagráð í sauðfjárrækt og með henni langar okkur að fá betri yfirsýn yfir notkun bænda á forritinu og hvaða áherslur þeir vilja sjá varðandi áframhaldandi þróun á því.
Lesa meira