Fréttir

Yfirlit Rangárbökkum á Hellu 16. júní

Yfirlitssýning fer fram á Rangárbökkum v. Hellu föstudaginn 16. júní og hefst stundvíslega kl. 09:00. Áætluð lok sýningar um kl. 17:40-18:00.
Lesa meira

Áhugaverð kornskoðun að Stóra-Ármóti í Flóa

Síðastliðinn þriðjudag komu bændur og ráðunautar saman til að skoða kornakur að Stóra-Ármóti í Flóa. Farið var yfir helstu atriði í sambandi við jarðvinnslu, áburðargjöf og sáningu. Skoðuð voru áhrif kulda og votviðra vorsins og rætt um hvað hefði betur mátt fara og viðbrögð á þessum tímapunkti og á næstu dögum. Meðal þess sem mátti sjá í akrinum voru áhrif mismunandi sáðdýptar, frostskemmdir, fosfórskortur og illgresi. Einnig jákvæð áhrif þess þegar áburður er settur niður með fræinu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði nú eftir að maímánuður hefur runnið sitt skeið, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar fyrir mjólkurframleiðsluna voru uppfærðar skömmu eftir hádegi þann 12. júní. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 460 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 128 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.352,2 árskúa á fyrrnefndum 460 búum var 6.385 kg. eða 6.408 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 52,9.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningum vikuna 19. til 23. júní á Suðurlandi

Tvær sýningar verða í gangi á Suðurlandi vikuna 19. til 23. júní, á Rangárbökkum við Hellu og á Selfossi. Röðun hrossa á þessum sýningum hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 19. júní á Rangárbökkum en ekki fyrr en á þriðjudeginum 20. júní á Selfossi, stundvíslega kl. 8:00. Alls eru 128 hross skráð á sýninguna á Rangárbökkum en 61 á Selfossi. Að venju verður yfirlitssýningin á Rangárbökkum föstudaginn 23. júní en á fimmtudeginum 22. júní á Selfossi. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira

Skráningar á miðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar 12. júní. Skráning og greiðsla fer fram eins og síðustu ár í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á vefnum. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn. Eigandi/umsjónamaður hrossins verður þá að velja aðra sýningu.
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum, 9. júní

Yfirlit fyrstu dómaviku á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 9. júní – og hefst stundvíslega kl. 10:00. Hefðbundin röð flokka, þ.e. frá elstu hryssum niður í yngstu – frá yngstu hestum upp í elstu. Áætluð lok yfirlits um kl. 19:00-19:30.
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum á morgun 9.júní

Yfirlit fyrstu dómaviku á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 9. júní – og hefst stundvíslega kl. 10:00. Hollaröð yfirlits verður birt hér á vefnum um leið og hún liggur fyrir. Hefðbundin röð flokka, þ.e. frá elstu hryssum niður í yngstu – frá yngstu hestum upp í elstu. Áætluð lok yfirlits um kl. 18:30-19:00.
Lesa meira

Kornskoðun að Stóra-Ármóti í Flóa

Næsta þriðjudag, 13. júní, klukkan 14:00, bjóðum við bændum að koma og skoða með okkur kornakra á Stóra-Ármóti í Flóa. Jarðræktarráðunautar RML munu fara yfir helstu atriði kornræktar í tengslum við jarðvinnslu og áburðargjöf. Kornakrar verða skoðaðir og farið verður yfir það sem hefur tekist vel til og einnig hvort ástæða sé til að bregðast við m.a. áburðarskorti eða illgresi. Með í för verður Benny Jensen frá BJ Agro í Danmörku sem hefur áralanga reynslu í ráðgjöf til bænda í þessum efnum. 
Lesa meira

Kynbótasýning í tengslum við Fjórðungsmót á Fljótsdalshéraði

Austfirðingar hafa í samráði við RML ákveðið að bjóða upp á hefðbundna kynbótasýningu í tengslum við Fjórðungsmótið á Stekkhólma 6. til 9. júlí. Reiknað er með að dómar verði 5. og 6. júlí og yfirlitssýning föstudeginum 7. júlí. Opnað var á skráningar á sýninguna í dag 7. júní og verður opið fyrir skráningar til miðnættis sunnudaginn 25. júní. Það verða því engar fjöldatakmarkanir eða einkunnalágmörk eins og venja er á Fjórðungsmótum. Þessi kynbótasýning er öllum opin hvar svo sem eigendur eru búsettir á landinu.
Lesa meira

Skráning á seinni viku á Hólum framlengd til 11.06.

Skráning á seinni kynbótasýningarvikuna á Hólum hefur verið framlengd til og með 11.06.n.k. Lagt verður upp með að dæma á miðvikudag 21.06. og yfirlit á fimmtudag 22.06. Ef fjöldi skráðra hrossa fyrir yfir 30+ þá verður bætt dómadegi framan við (þriðjudegi).
Lesa meira