07.06.2023
|
Borgar Páll Bragason
Næsta þriðjudag, 13. júní, klukkan 14:00, bjóðum við bændum að koma og skoða með okkur kornakra á Stóra-Ármóti í Flóa. Jarðræktarráðunautar RML munu fara yfir helstu atriði kornræktar í tengslum við jarðvinnslu og áburðargjöf. Kornakrar verða skoðaðir og farið verður yfir það sem hefur tekist vel til og einnig hvort ástæða sé til að bregðast við m.a. áburðarskorti eða illgresi. Með í för verður Benny Jensen frá BJ Agro í Danmörku sem hefur áralanga reynslu í ráðgjöf til bænda í þessum efnum.
Lesa meira