Fréttir

Örmerkingar – munið skil fyrir 1. mars

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt. Einstaklingsmerkingarvottorð á að hafa borist til skráningar fyrir 1. mars árið eftir að folaldið fæðist. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum janúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir hinn fyrsta mánuð nýhafins árs, janúar, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegið þann 13. febrúar. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 471 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 127 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.281,2 árskúa á fyrrnefndum 471 búi var 6.346 kg. eða 6.385 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Starf fagstjóra búfjárræktar og þjónustusviðs

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir fagstjóra búfjárræktar- og þjónustusviðs. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafastarfsemi RML. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars. Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson klk@rml.is og Helga Halldórsóttir heh@rml.is.
Lesa meira

Erfðamengisúrval: 77% kúabúa pantað DNA-merki

Sýnataka og greining vegna erfðamengisúrvals gengur vel þó tafir hafi orðið á afhendingu aðfanga/rekstrarvara til Matís. Við vinnum að því að bæta ferlana og ná þannig að stytta þann tíma sem tekur að fá niðurstöður frá því sýni er tekið. Nú hafa 378 bú pantað 22.104 DNA-merki. Þetta eru 77% af kúabúum landsins en það styttist í að eitt ár sé liðið frá því að DNA-merki stóðu til boða. Samkvæmt Huppu bíða nú 1.972 sýni greiningar en niðurstöður komnar fyrir samtals 17.169 gripi, þar af 4.738 frá því greiningar hófust hérlendis. Af þessum 4.738 sýnum eru 4.538 úr kvígum fæddum á árinu 2022.
Lesa meira

Bæst hefur í hóp örmerkingamanna

Eins og allir vita þá var námskeiðahald vandkvæðum bundið á meðan á Covid stóð. Námskeið í örmerkingum höfðu því legið niðri frá haustinu 2020. Nú hefur hins vegar verið bætt úr því og á síðustu vikum hafa verið haldin sex námskeið. Bóklegi hluti námskeiðanna fór fram á fjórum stöðum, Hvolsvelli þar sem haldin voru tvö námskeið annað í nóvember en hitt í janúar. Tvö námskeið voru á Blönduósi bæði í janúar, eitt á Hvanneyri í janúar og það síðasta var á Egilsstöðum 1. febrúar.
Lesa meira

Notendur Fjárvís athugið

Könnun fyrir notendur Fjárvís er nú aðgengileg inn á Fjárvís.is Könnunin er unnin í samvinnu við fagráð í sauðfjárrækt og með henni langar okkur að fá betri yfirsýn yfir notkun bænda á forritinu og hvaða áherslur þeir vilja sjá varðandi áframhaldandi þróun á því. Könnunin er aðgengileg öllum bændum sem eru með virkan aðgang að Fjárvís.
Lesa meira

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara verður haldið á vegum FEIF í mars. Af því tilefni auglýsum við eftir áhugasömum einstaklingum. Þær kröfur sem gerðar eru til menntunar eru BS-gráða í búvísindum, hestafræði eða dýralækningum, reynsla af þjálfun hrossa og að umsækjendur hafi lokið áfanga í kynbótadómum. Áhugasamir hafi samband við Elsu Albertsdóttur (elsa@rml.is) fyrir 7. febrúar nk.
Lesa meira

Fyrsta nautkálfahollið valið á grunni erfðamats

Í þessari viku voru teknir inn á Nautastöðina á Hesti sex nautkálfar, þeir fyrstu sem alfarið eru valdir á grunni erfðamats. Þessi sex kálfar voru valdir úr hópi 30 kálfa sem voru arfgreindir og reiknað erfðamat fyrir áður en endanlegt val fór fram. Um er að ræða hóp sem miklar væntingar eru gerðar til enda erfðamatið hátt, frá 112 upp í 117. Þær tölur geta og eiga eftir að breytast en gangi allt eftir er ljóst að þessir kálfar verða allir úrvalsgóð kynbótanaut nái þeir að gefa nothæft sæði sem aldrei er ljóst fyrr en til á að taka.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið!

Uppfærslu vorbókarinnar í Fjárvískerfinu er ekki að fullu lokið og því verður enn einhver bið á því að vorbækur verði prentaðar og sendar bændum. Hins vegar mun því verða lokið tímanlega fyrir sauðburð. Ef þið teljið ykkur ekki hafa tíma til að bíða og viljið fá vorbók fljótt, þá er hægt að hafa samband við Sigurð Kristjánsson í tölvupósti á netfangið sk@rml.is eða í síma 516 5043 og panta vorbók.
Lesa meira

Starf ráðgjafa hjá RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðgjafa sem gæti sinnt fjölbreyttu ráðgjafar- og þróunarstarfi á sviði umhverfis og loftslagsmála.
Lesa meira