Fréttir

Jarðrækt og öflun fóðurs

Sífellt fleiri bændur sjá kosti þess að fá ráðgjöf í gegnum Sprotann - jarðræktarráðgjöf hjá RML. Hvort sem það er aðhald vegna skráninga í Jörð, heimsókn án komugjalds eða að hafa tengilið sem hægt er að ráðfæra sig við þegar spurningar vakna, þá er Sprotinn rétti staðurinn. Í Sprotanum hefur alltaf verið lögð áhersla á sveigjanleika til að mæta hverjum og einum í þeim jarðræktarverkefnum sem hver og einn finnur sig í á hverjum tíma.
Lesa meira

Af arfgreiningum og erfðamati

DNA-sýnataka vegna erfðamengisúrvals er að segja má komin í nokkuð fastar skorður og það skipulag sem lagt var upp með snemma síðasta árs hefur reynst vel. Þegar þetta er skrifað er búið að greina og lesa inn í gagnagrunn nautgriparæktarinnar niðurstöður 19.323 arfgreininga í íslenska kúastofninum. Af þessum 19.323 arfgreiningum eru 7.053 úr gripum fæddum á þessu og síðasta ári og þar af eru 5.267 úr kvígum fæddum 2022 og 1.606 úr kvígum fæddum á þessu ári.
Lesa meira

Vorsýningar kynbótahrossa - síðasti skráningardagur á Hellu I er í dag

Síðasti skráningardagur á sýninguna á Hellu I er á miðnætti í kvöld. Á aðrar sýningar er síðasti skráningardagur föstudagurinn 26. maí. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Í töflunni hér að neðan má sjá á hvaða sýningum eru laus pláss.
Lesa meira

Breytingar á nautum í notkun

Þau þrjú naut sem fagráð í nautgriparækt ákvað í byrjun maí kæmu ný til notkunar eru nú komin í dreifingu um land allt. Þetta er þeir Simbi 19037 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, undan Bakkusi 12001 og Gullbrá 1604 Úlladóttur 10089, Billi 20009 frá Hríshóli í Eyjafirði, undan Sjarma 12090 og Þúsu 1000 Ýmisdóttur 13051 og Pinni 21029 frá Hvanneyri í Andakíl, undan Pipar 12007 og Pillu 1969 Úlladóttur 10089. 
Lesa meira

Vegvísir við kynbótadóma 2023

Uppfærð útgáfa Vegvísis við kynbótadóma 2023 er komin á vefinn. Í Vegvísi má að venju finna upplýsingar um svo til allt sem snýr að framkvæmd og regluverki kynbótasýninga hrossa; s.s. ræktunarmarkmið, stigunarkvarða (dómsskala), skrokkmál og meðaltöl, járningar, sýningaáætlun og upplýsingar um leyfilegan búnað.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið - varðandi riðuarfgerðargreiningar og bógkreppu

Líkt og fjallað hefur verið um áður, þá eru í gangi rannsóknir á erfðagallanum bógkreppu. Ef bændur fá lömb með slíka vansköpun (krepptir framfætur) er gott að fá um það vitneskju. En í vor er reynt að safna sýnum úr slíkum lömbum og foreldrum þeirra. Gott er því teknar séu myndir af þessu lömbum.
Lesa meira

Skýrsluhaldsforrit - dreifing árgjalda

RML hefur gert breytingar á fyrirkomulagi innheimtu árgjalda fyrir skýrsluhaldsforritin, nú er mögulegt fyrir áskrifendur að óska eftir því að skipta árgjaldi vegna forrita niður á mánuði í stað þess að árgjald sé greitt einu sinni á ári. Þessi breyting á við um skýrsluhaldsforritin Huppu, Heiðrúnu, Jörð og Fjárvís.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú að loknum aprílmánuði, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru skömmu eftir hádegi þann 11. maí. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 461 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 124 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.129,6 árskúa á fyrrnefndum búum var 6.363 kg. eða 6.378 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 52,3.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar 4. maí. Skráning og greiðsla fer fram eins og síðustu ár í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML.
Lesa meira

Afmæliskaffi RML á Selfossi miðvikudaginn 10. maí

Stjórnendur hjá RML verða á ferðinni á Selfossi miðvikudaginn 10. maí. Í tilefni af 10 ára afmæli RML á árinu verður opið hús á starfsstöðinni okkar að Austurvegi 1 á Selfossi þann dag milli kl. 14:30-16:30 Okkur langar sérstaklega að bjóða bændum að hitta okkur á starfsstöðinni í kaffi og spjall milli kl 14:30-16:30 og ræða um verkefni RML. Boðið verður upp á köku í tilefni 10 ára afmælisins. Hlökkum til að sjá ykkur ! Allir velkomnir
Lesa meira