Fréttir

Nýr starfsmaður hjá RML

Ágúst Sigurðsson er kominn til starfa hjá RML. Hann mun starfa sem fagstjóri á búfjárræktar- og þjónustusviði og er í 100% starfi. Starfsstöð hans er á Selfossi. Ágúst hefur háskólamenntun á sviði búvísinda og er með doktorspróf í búfjárerfðafræði frá SLU í Svíþjóð. Ágúst hefur víðtæka þekkingu á starfsumhverfi bænda og landbúnaðarins. Meðal starfa hans má nefna að hann var landsráðunautur í búfjárerfðafræði og hrossarækt hjá BÍ á árunum 1996-2004. Hann starfaði sem rektor Landbúnaðarháskóla Íslands 2004-2014 og sveitarstjóri Rangárþings ytra árin 2014-2022
Lesa meira

Samstarf við Íslenska erfðagreiningu

Kári Stefánsson hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) hefur lýst vilja sínum til þess að aðstoða sauðfjárbændur við arfgerðagreiningar vegna riðu. Starfsfólk fyrirtækisins býr yfir þekkingu sem kemur sér ákaflega vel fyrir þessa vinnu og ásamt góðum tækjakosti gerir þeim kleyft að greina mikið magn af sýnum fljótt og með hagkvæmnum hætti
Lesa meira

Fyrstu niðurstöður úr rekstri kúabúa 2022

Nú liggur fyrir bráðabirgðauppgjör 70 kúabúa sem eru þátttakendur í verkefninu um Rekstur kúabúa og hafa verið með í verkefninu frá upphafi. Þessi bú lögðu inn tæplega 25,5 milljónir lítra árið 2022 sem endurspeglar 17,2% af landsframleiðslu ársins. Á þessum búum hefur kvótaeign aukist hlutfallslega meira en innlegg ársins en umfang kjötframleiðslu er svipað á milli ára.
Lesa meira

Sauðburður að hefjast

Það er að mörgu að hyggja þegar nálgast fer sauðburð og getur verið gott að setjast niður með kaffibollann og hugsa hvað það nú var í fyrra sem algjörlega vantaði. Er heitt vatn í húsunum? Og hitakúturinn í lagi? Ýmis tæki, tól og búnaður sem gott er að hafa við höndina þegar sauðburður hefst því erfitt getur verið á miðjum háannatíma að ætla sér að safna aðföngum sem vantar.
Lesa meira

Hrossaræktarfundir næstu daga

Næstu daga munu Elsa Albertsdóttur ræktunarleiðtogi íslenska hestsins hjá RML og Nanna Jónsdóttir formaður fagráðs í hrossarækt og deildar hrossabænda Bændasamtaka Íslands fara í fundarferð um landið.
Lesa meira

Rekstur sauðfjárbúa 2019-2021

Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun sauðfjárbúa fyrir árin 2019-2021. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum samtals 185 sauðfjárbúa af landinu öllu. Innlagt dilkakjöt þátttökubúanna var 25,6% af heildarframleiðslu dilkakjöts árið 2021. Það hlutfall, ásamt samanburði á gögnum frá fyrra ári, bendir til að gögnin gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni.
Lesa meira

Bógkreppa – sýnataka

Líkt og fram kom á fagfundi sauðfjárrræktarinnar 13. apríl sl. í erindi Sæmundar Sveinssonar hjá Matís er nú unnið að því að þróa próf fyrir bógkreppu en rannsóknir á þessum erfðagalla standa yfir. Að þessu verkefni vinna RML, Matís og Keldur í samstarfi við AG-Research í Nýja-Sjálandi.
Lesa meira

Galli, Viddi og Brúnastaðir – verðlaunaveitingar á fagfundi

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar þann 13. apríl sl. fór fram verðlaunaafhending fyrir besta sauðfjárræktarbúið og bestu hrúta sæðingastöðvanna. Besti lambafaðir sæðingastöðvanna haustið 2022 var valinn Galli 20-875 frá Hesti. Besti alhliða kynbótahrútur stöðvanna, sem á orðið dætur tilkomnar úr sæðingum með tveggja ára reynslu, var valinn Viddi 16-820 frá Gufudal-Fremri.
Lesa meira

DNA-sýni kynbótahrossa 2023

Nú styttist óðfluga í fyrstu kynbótasýningar vorsins 2023 og vert að hvetja ræktendur sérstaklega til að huga vel að þeim kröfum sem gerðar eru til DNA-sýna og ætternisstaðfestingar kynbótahrossa. Enn fremur minna á að tryggast og best er að taka sýnin tímanlega þannig að niðurstaða sýna liggi fyrir við kynbótadóm.
Lesa meira

Notendur Fjárvís og Heiðrúnar athugið

Vegna uppfærslu á Fjárvís og Heiðrúnu munu kerfin liggja niðri frá kl 9-12 á morgun þriðjudaginn 18. apríl. Áætlað er að skýrsluhaldskerfin verði aftur komin í fulla virkni eftir hádegi á morgun. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti haft í för með sér.
Lesa meira