Fréttir

Skráningar á síðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar 10. júlí. Skráning og greiðsla fer fram eins og síðustu ár í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er einnig að finna hér á vefnum.
Lesa meira

Lambadómar haustið 2023

Móttaka á pöntunum á lambadómum er nú hafin. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður. Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 21. ágúst svo skipuleggja megi þessa vinnu með sem hagkvæmustum hætti. Ef ekki liggur fyrir í hvaða viku á að skoða lömbin upp úr miðjum ágúst er vakin athygli á því að nú er hægt að panta lambaskoðun án þess að panta ákveðna viku. Þeir bændur og skipuleggjendur verða þá í samráði með tímasetningu í framhaldinu og skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti í Stekkhólma 7. júlí

Hollaröðun fyrir yfirlitssýningu á Fjórðungsmóti Austurlands sem haldin verður þann 7. júlí er tilbúin. Dómar hefjast stundvíslega kl 10:00 í Stekkhólma og byrjað verður á elstu hryssum eins og venja er og endað á elstu stóðhestum. 
Lesa meira

Samkomulag um samstarf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) hafa lengi átt farsælt samstarf á sviði fræðslu, rannsókna og nýsköpunar. Í gær var undirritað samkomulag um að efla samstarfið enn frekar með formlegri stofnun faghópa til að vinna að málefnum búgreina og faglegra þátta sem snerta landbúnað, landnýtingu, umhverfis- og loftslagsmál.
Lesa meira

Viðbótargreiningar – flutningur lamba með ARR og T137

Líkt og auglýst var í vor varðandi greiningar á sýnum hjá Agrobiogen þá var hægt að velja svokallaða einkeyrslugreiningu, ef menn vildu t.d. einungis láta skoða sæti 171 m.t.t. ARR genasamsætunar. Hægt er af fá fulla greiningu á sýni sem þegar er búið að greina að hluta til. Viðbótargreiningin mun kosta 1.450 kr. + vsk. Best er að panta þessar greiningar með því að lista upp þau sýnanúmer sem á að greina og senda á Guðrúnu Hildi Gunnarsdóttur (gudrunhildur@rml.is). Gott er að fá sýnin listuð upp í exelskrá, en ekki nauðsynlegt.
Lesa meira

Miðsumarssýningar - síðasti skráningardagur 7. júlí.

Minnum á að síðasti skráningardagur á miðsumarssýningar er á miðnætti föstudagsins 7. júlí. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Í töflunni hér að neðan má sjá á hvaða sýningum eru laus pláss.
Lesa meira

Auglýst eftir nýjum þátttakendum í nautgriparækt, sauðfjárrækt og útiræktun grænmetis.

Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Auglýst er eftir umsóknum til þátttöku frá tíu búum í sauðfjárrækt og/eða nautgriparækt og fimm grænmetisframleiðendum sem stunda útiræktun. Þátttakendur þurfa að hafa áhuga fyrir að setja sér skriflega aðgerðaáætlun fyrir búreksturinn, hrinda markmiðum í framkvæmd og vera virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.
Lesa meira

Hollaröðun kynbótasýningar á Fjórðungsmóti Austurlands að Stekkhólma 6.-7. júlí

Sýningin hefst fimmtudaginn 6. júlí kl. 10.00. Yfirlitssýning verður föstudaginn 7. júlí og hefst kl. 10.00
Lesa meira

Upplýsingar um forystufé hafa verið uppfærðar í Fjárvís

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að ýmsu endurbótum á skýrsluhaldsforritinu Fjárvís. Eitt af því sem hefur verið gert er að styrkja utanumhald um forystufjárstofninn í landinu. Eins og kunnugt er hefur um árabil verið hægt að sérmerkja forystukindur og forystublendinga inn í Fjárvís og koma þeir einstaklingar sem eru 50% eða meira af forystuættum ekki inn í uppgjör afurða og kjötmats ár hvert.
Lesa meira

Nokkur atriði tengd slætti

Það er alltaf mikilvægt að vanda val sláttutíma, ekki síst við fyrsta slátt sem yfirleitt er að gefa verðmætasta gróffóðrið. Þar ræður mestu fyrir hvaða gripi er verið að heyja og hvaða væntingar eru um magn heyja og gæði þeirra. Hey fyrir mjólkurkýr þurfa að hafa hátt orkugildi og vera hæfilega próteinrík en innihalda jafnframt nægilega mikið af tréni til að tryggja gott vambarheilbrigði kúnna. Miða má við til að fá gott hey fyrir mjólkurkýr að slá vallarfoxgras þegar það byrjar að skríða.
Lesa meira