Nýr starfsmaður hjá RML
02.05.2023
|
Ágúst Sigurðsson er kominn til starfa hjá RML. Hann mun starfa sem fagstjóri á búfjárræktar- og þjónustusviði og er í 100% starfi.
Starfsstöð hans er á Selfossi.
Ágúst hefur háskólamenntun á sviði búvísinda og er með doktorspróf í búfjárerfðafræði frá SLU í Svíþjóð.
Ágúst hefur víðtæka þekkingu á starfsumhverfi bænda og landbúnaðarins. Meðal starfa hans má nefna að hann var landsráðunautur í búfjárerfðafræði og hrossarækt hjá BÍ á árunum 1996-2004. Hann starfaði sem rektor Landbúnaðarháskóla Íslands 2004-2014 og sveitarstjóri Rangárþings ytra árin 2014-2022
Lesa meira